Ný heimasíða, nýtt blogg

Kæru vinir,

lingur.blog.is er formlega dautt blogg.

En, eins og fönix úr öskunni rís Skyldulesning upp og finnur sér nýtt heimili hér, á www.erlingurottar.com/blogg/.

Sömuleiðis er ýmislegt annað að finna á www.erlingurottar.com

Ég ætla þó að leyfa þessu moggabloggi að vera til um senn, enda ýmislegt áhugavert hér að finna.

En allir að fara á www.erlingurottar.com! Miklu skemmtilegra þar :D


RÚV kýs að fjalla ekki um stærsta Gay Pride frá upphafi í fréttaannáli

Merkilegir viðburðir sem RÚV fjallaði um í staðinn:

* Fjölskyldufaðir sem lýsir fæðingu barns síns eins og um íþróttafrétt væri að ræða

* Hórkarl hjá KSÍ sem eyddi milljónum í vændiskonur

* Icesave ad nauseam   

* Þjóðhátíð í Eyjum, sem hefur ekkert breyst í þúsund ár og þar sem hápunkturinn er stórglæpamaður 

En nei, stærstu Hinsegin dagar frá upphafi, sem færðu Reykjavíkurborg örugglega nokkrar milljónir í kassann (og örugglega aðeins meira en það) þóttu ekki nógu merkilegir fyrir þennan annál. 

Ekki það að þetta komi mikið á óvart. RÚV fjallaðiu heldur ekkert mikið um þetta í fréttunum í ágúst ...  


Áramótaheit

Jæja, á maður enn einu sinni að þykjast ætla að gera áramótaheit um að halda þessu bloggi lifandi næstu mánuði?

Já, ég held það barasta. Við sjáum svo bara hvernig gengur. Kannski kemur andinn oftar yfir mig á næsta ári. Og þá meina ég ekki vínandinn.


Burton Returns

Ótrúlegt en satt, þá er bara tvær og hálf vika eftir af skólanum. Eftir það þá þarf ég að klára lokaverkefnið mitt - 3-5 mínútna langa stuttmynd fyrir „Directing“-tímann minn, og svo er ég bara floginn heim!

Það verður fínt að koma heim og hitta allt fólkið þar. Þó maður sé orðinn sjóaður í svona löngum námsferðum til útlanda, þá er samt alltaf spennandi að fara heim til Íslands um jólin og á sumrin. Líka, þegar ég vaknaði í morgun þá gat ég ekki hægt að hugsa um Góu Hraun, svo það verðu fínt að endurnýja kynni mín við íslenskt nammi. Amerískt nammi er ógeðslegt.

Þessi helgi er líklegast sú fyrsta rólega síðan ég kom hingað út. Mér tókst að klára meira og minna öll heimaverkefni fyrir Thanksgiving fríið í næstu viku, og hafði tíma til að heimsækja MoMA (Museum of Modern Art) í fyrsta skiptið í gær. Þar er verið að opna sýningu tileinkaða Tim Burton. Búið að hæpa þetta mikið upp hérna, og mjög spennandi að sjá hvernig þetta allt lítur út.

Sýning sjálf opnar ekki fyrr en í dag en hún stendur yfir til 26. apríl, svo það er nægur tími til að kíkja (svo fæ ég líka frítt inn því ég er nemi í Columbia, veió). Tilgangur ferðarinnar í gær var að fara í bíó - allar myndirnar hans Burton verða sýndar í stórum bíósal næsta hálfa árið. Í gær fór ég að sjá Edward Scissorhands og Batman Returns. Ég hef séð þær báðar margoft, en það var ótrúlega skemmtilegt að horfa á þær með troðfullum sal (týpu-hlutfallið var samt furðulegt: 50% „venjulegt“ fólk, 25% emo/mainstream-goth/post-Burton-Twilight-kids, 25% ellilífeyrisþegar). Sérstaklega Batman Returns - Christopher Walken vakti sérstaklega mikla kátínu áhorfenda og myndin er uppfull af frábærum línum sem virka best í svona fullum sal.

Batman Returns er semsagt aftur orðin uppáhalds Batman myndin mín. Hún tekur sig það mátulega alvarlega að Christopher Nolan myndirnar virka hálf tilgerðarlegar í samanburði. Og Nolan myndirnar eru ekki með tónlist eftir Danny Elfman, heldur. Og Michael Keaton er svona tuttugusinnum svalari Batman en Christian Bale. Val Kilmer er svalari en Christian Bale.

Batman Returns er líka með langflottustu markaðsherferð allra Batman-myndanna.

batman returns ver1 

batman returns ver2 

batman returns 1 

 

Öll 8 plakötin má finna hér.  


Lagalistinn 14. október 2009

Er ekki kominn tími til að breyta þessum lögum þarna til hægri?

Eru ekki allir komnir með ógeð á Lady Gaga? („NEI!“ - Heimurinn)

Anyways, það sem ég er að hlusta mest á þessa dagana er eftirfarandi:

Ready For The Weekend - Calvin Harris: Þetta er lagið sem kemur mér í stuð. Ég hreinlega dýrka þetta lag. Calvin Harris er það sem bróðir minn myndi kalla „lazy kúl“, og þó svo þetta lag sé engan veginn lazy þá er það voða voða kúl. Mig langar allt of mikið í þennan geisladisk.

Bedroom Viper - Mini Viva: Þær voru að gefa þetta lag fríkeypis til aðdáenda um daginn og ég fékk smá Róisín Murphy/Modern Timing deja vu .. af hverju að gefa svona geggjuð lög? Þetta er reyndar ekki svona „omfg ég dey þetta er svo gott!“ lag, meira svona „frábært eftir fimm hlustanir ...“ .. eru ekki öll bestu lögin þannig?

My Man - Jade Ewen: Jade Ewen sveik mig allsvakalega með því að ganga í Sugababes í staðinn fyrir Keishu fyrir nokkrum vikum. Ég hefði nefnilega alveg viljað gefa henni sjens sem sóló-söngkonu, sérstaklega með flott lög eins og My Man (sem er aðallega flott því hún syngur það með svo mikilli innlifun). En nei, ekki lengur. Núna verð ég að hata hana framvegis (a.m.k. þangað til Sugababes hætta (eftir ca. 2 mánuði)). En þar sem þetta lag kom út á undan svikunum, þá er það smá undantekning. 

Standing Up For the Lonely - Jessie Malakouti: Það er rosalegt 90s vibe sem svífur yfir vötnum í þessu lagi. Þetta svona up-beat/down-beat trans-diskó-klúbbalag sem maður fær á heilann. Xenomania gengið er ábyrgt fyrir þessu, eins og 85% alls sem ég hef verið að hlusta á síðustu mánuði. Þetta lið er ótrúlegt. 

About a Girl (Keisha Mix) - Sugababes: Samið af gaurnum sem semur allt það besta (og reyndar versta, líka) fyrir Lady Gaga. Ég fílaði þetta lag frá fyrstu hlustun, en ég býst við því að ég eigi eftir að hlusta meir á það bara vegna þess að þetta er síðasta „official“ lagið sem Sugababes gáfu út á meðan Keisha var meðlimur. Það er reyndar búið að stroka hana út úr nýjustu útgáfum þess, og líka út úr vídjóinu, en á „gömlum“ útgáfum (þ.e. 4 vikna gömlum) má enn heyra hana syngja eins og hún eigi lífið að leysa. Engin snilld, en það er eitthvað við það ... 


Betra seint en aldrei!

Jæja, hérna koma þá fyrstu myndirnar.

Eins og sést, þá tókst mér ekki að ná myndir af öllu á listanum, en hafið engar áhyggjur - þetta er svona verkefni „in progress“ og ég mun halda áfram þar til öllum myndum hefur verið náð.

Annars er það af mér að frétta að í dag lék ég í fyrsta skipti á „sviði“ fyrir framan Directing Actors bekkinn minn. Ég og Pei-Ju vinkona mín tókum 13 blaðsíðna langa senu úr leikritinu/kvikmyndinni The Shape of Things eftir Neil LaBute, og tókst ágætlega vel til. Ég var ekkert smá stressaður áður en við byrjuðum, enda hef ég ekki leikið á sviði síðan í, hvað, 1. bekk í grunnskóla, þegar ég var sögumaður í Þyrnirósu?

(Jú, ók .. svo komu meistaraverkin um Afa gamla, þar sem Atli Freyr lék afgreiðslukonu í rauðri dragt ... og já, líka Páls-Óskars-Eurovision-senan ógleymanlega ... og svo kannski líka dimmisjón „atriðin“ við útskriftina í MH ... tvisvar sinnum!)

Hvað um það. Þegar leiknum var lokið, þá komst ég að því að þetta var ekki jafn hryllilegt og ég hafði búist við. Jú, þetta var frekar scary á köflum og ég var mjög hræddur um að gleyma línunum mínum (þetta voru 13 - ÞRETTÁN! - blaðsíður) en ég var greinilega búinn að undirbúa mig vel, svo það var ekkert vandamál. Ég held samt að ég reyni að halda mig sem mest fyrir aftan myndavélina ... held að það sé frekar „my thing“ ...

Tisho kemur svo í heimsókn núna á föstudaginn svo ég fæ fleiri tækifæri til þess að túristast aðeins. Sem er mjög fínt, því það er engin lygi að maður býr liggur við í skólanum. Við erum bókstaflega alltaf þar. Ein stofan - 511 - sem er svona stór bíósalur/fyrirlestrarsalur - er sérstaklega skelfileg staðsetning og ég held að flest okkar séu komin með ógeð á henni, enda eyðum við sirkabát 119212 klukkutímum á viku þar. (Samt flott stofa og fínn staður :P)

Þegar hann kemur þá fæ ég frekari afsökun til að fara út og taka fleiri myndir, svo búist við fleiri öppdeitum á næstunni! :) 


Laugardagur til lukku

Jæja, þá er dagurinn runninn upp - sjálfur myndavikudagurinn. Sem þýðir í raun og veru að ég ætla að taka myndirnar, flestar, í dag. Sem þýðir að hin svokallaða „myndavika“ er eiginlega bara „myndadagur“. Sem þýðir að ég laug í fyrri færslunni ... ég var ekki eins duglegur og ég ætlaði. Gekk ekki um göturnar með myndavélina, tók ekki myndir af öllu merkilegu sem fyrir augu mín bar.

En ég ætla að gera það í dag. Promise. Ég ætla að gefa mér smá túristadag í dag. Fara niður í Chelsea. Kannski í Greenwich Village. Mögulega lengra niður. Central Park verður án efa áfangastaður. O.s.frv. Hver veit nema ég taki myndir af íbúðinni minni, líka .. þó svo að það séu allar líkur á því að íbúðin mín verði ekki íbúðin mín mikið lengur (það eru góðar fréttir, ekki slæmar), en ég tala meir um það þegar ég get.

Rennum aðeins yfir það sem þið hafið beðið mig um að mynda (í engri sérstakri röð):

* Túristar frá „the midwest“. Plús stig ef þeir eru í I ♥ New York bol (Auður)
* Rónar að tefla í Central Park (Atli Sig)
* Allir celeb vinir mínir og skrítið fólk (Steinunn) - er í lagi ef ég slæ þessum kategoríum saman?? :p
* Stonewall Inn 53 Christopher St + annað frá Greenwich Village (Matti)
* Flottasti gay-staðurinn + uppáhaldsborðið mitt þar (Jón Þór)
* „Ground-Zero“ (Steindór)
* Myndir af mínu fagra fési + afturenda, plús skilti, t.d. á hárgreiðslustofum (Katrín)
* Hornið á 1st street og 1st avenue, helst með íkorna í rammanum (Linnea)
* Vistarverur mínar, timer-myndir í borginni, ég og Baldvin í karókí að syngja eitthvað skemmtilegt lag, ég í annarlegu ástandi, ég að pósa í spegli (eins og á Fálkó), fallegasti gay staðurinn, og Angelina og Madonna (Birna) - þetta eru jafnmargar myndir og allir hinir eru með til samans. Hún Birna biður ekki um lítið! En þar sem hún átti afmæli í gær, þá reyni ég mitt besta! :)

Vonandi næ ég að birta eitthvað af þessum myndum seinna í dag/kvöld!


Myndavika

Þar sem ég er búinn að lofa því núna endalaust að birta myndir á þessu bloggi, þá fannst mér tilvalið að athuga myndir af hverju fólk vill sjá.

Þið megið því kommenta hér fyrir neðan með uppástungur að myndum sem ég á að taka, og svo mun ég ferðast um borgina með myndavélina næstu daga og reyna að verða við bónum ykkar. Líka gaman fyrir mig að gera eitthvað „spes“ - og kannski komast aðeins í burtu frá campusnum því maður er farinn að eyða skuggalega miklum tíma á sama stað.

Á morgun fær maður að hitta fyrstu „stjörnu“ vetrarins - sjálfan Werner Herzog! Hann kemur með eina af tveimur nýjum myndum sínum til að sýna og verður svo með Q&A á eftir. Miðað við það sem maður hefur heyrt, þá verður þetta Q&A örugglega mjög forvitnilegt (maðurinn er víst ekki alveg með fulle-fem).

Við megum hins vegar ekkert tala um þetta .. voða hush-hush. Má ekki blogga, facebook-eða twitter-statusa, o.s.frv. Ég brýt þessa reglu hiklaust þar sem engin skilur íslensku hvort eð er.

Svo er ég enn að reyna að læra utan að 13 blaðsíðna kafla úr „Shape of Things“ eftir Neil LaBute. Það er ekki að ganga eins vel og ég vildi :p

But anyway - kommentið með myndahugmyndir!!


Að vera háður Craigslist ...

... er hættulegt.

Fyrir þá sem þekkja ekki Craiglist, þá er það heimasíða þar sem hægt er að auglýsa hvað sem er til sölu. Húsgögn, sjónvörp, íbúðir, sig sjálfan, o.s.frv.

Ég hef vitað af þessari síðu lengi, en fór ekki að skoða hana fyrr en núna í dag. Og ég hreinlega get ekki hætt. Það er bókstaflega allt auglýst hérna. Mjög áhugavert. Sérstaklega gaman að sjá fólk reyna að selja gömlu túbusjónvörpin sín undir formerkjunum BRAND NEW 1080p HD TV, þó svo myndin sýni allt annan hlut. Fyrir flesta eru þessar „1080p/i HD, HDMI, etc., etc.“ lýsingar kannski óskiljanlegar, hvort eð er.


Læri læri, lær lær.

Maður veit að maður er kominn til New York þegar maður er á leiðinni heim rúmlega tíu um kvöld og gengur framhjá grönnum, gömlum svörtum manni með sólgleraugu sem heldur á Biblíu uppi við eyrað og kallar „Hallelúja!“ og „I love you!“ hástöfum til vegfaranda.

Annars vissi ég alveg að ég væri í New York, sko.

Núna er maður fyrst farinn að finna fyrir álaginu í skólanum. Það er ekki nóg að skila bara inn verkefnum og þannig, heldur verða verkefnin að vera skapandi líka. Sem er frábært og einmitt það sem ég vildi, en það er stundum erfitt að setja sig í „skapandi“-gírinn þar sem maður þarf að “búa“ eitthvað „til“ sisvona.

En hins vegar er líka eitthvað til í því að um leið og maður setur sig í þann gírinn, þá fara alls kyns hugmyndir láta á sér kræla. í þessari viku tek ég upp fyrstu leikstjórnaræfinguna mína, skila inn fyrsta „alvöru“ uppkastinu að handriti sem ég mun mögulega nota í lokaverkefni annarinnar, og þarf líka að halda áfram að þróa handrit í fullri lengd ... nema hvað að ég veit ekki hvaða mynd það verður, endilega, þar sem ég skilaði af mér þremur hugmyndum og svo velja prófessorarnir þá hugmynd sem þeim finnst að ég ætti að eyða mestum tíma í.

Þá er ekki með talin sena sem ég þarf að læra utan að og flytja (!!) eftir viku (úr Shape of Things eftir Neil LaBute .. sem er ansi mögnuð mynd, ef þið hafið ekki séð hana!). Þetta hljómar kannski eins og ég sé að kvarta, en það er alls ekki málið. Mér finnst þetta æðislegt. Hef bara ekki um mikið annað að skrifa eins og er út af öllu þessu! :)

Svo er aldrei að vita nema að ég standi svo við það sem ég lofaði - þ.e. að skrifa meira og oftar! Og birta kannski líka myndir! Myndavélin mín hefur verið algjörlega óhreyfð síðan ég kom út. Ekki vegna þess að mig langar ekki að taka myndir, heldur vegna þess að ég gleymi henni alltaf. Og líka vegna þess að ég veit að ef ég tek myndir, þá á tölvan mín eftir að hálf-deyja við það að færa þær inn. Ég elska tölvuna mína, en hún er nú orðin soldið gömul, greyið :(


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband