Færsluflokkur: Bloggar
Night of the Broken Toe
27.9.2008 | 13:33
Nei, hún brotnaði reyndar ekki, en hún er samt blá og marin. Ég lenti í þeim óskemmtilegu aðstæðum í gær að stór, þungur staur datt beint ofan á tána mína og ég hef verið hálf-haltrandi síðan þá. Ég tek glaður á móti öllum samúðarkveðjum.
Eins og sjá má, þá er afskaplega langt síðan ég skrifaði hérna síðast, en það er allt svokallaðri BA-ritgerð að kenna. Mér tókst að klára og skila á réttum tíma (nokkrum dögum fyrr, meira að segja) og hef verið í hálfgerðu spennufalli síðan. Svo fékk ég einkunnina fyrir ritgerðina núna í fyrradag og hún var 9, sem eru mikil gleðitíðindi!
Ég hef eytt deginum í dag fagnandi með því að baka brauð og taka til í íbúðinni minni. Mikið stuð! Svo verður kannski eitthvað meira og skemmtilegra gert í kvöld á Q-bars "balli" með Birnu og Evu a.k.a. DJ-Glimmer (kannski með special guest appearance by yours truly!)
Nú þegar háskólagöngu minni er (ó)formlega lokið í bili, þá veit ég varla hvað ég á að gera við tímann. Ég held ég gerist bara snillingur í bakstri og prjónaskap (það er orðið svo kalt að maður verður að eiga eitthvað úr lopa) og horfi þess á milli á alla sjónvarpsþættina sem ég hef verið latur við að fylgjast með síðustu ár. Trúiði því að ég er ennþá ekki búinn með aðra seríu af Desperate Housewives og er bara kominn á þátt 16 af fyrstu seríu Heroes? Ég þarf að taka mig á ... Kannski ég skrifi eitthvað meir hér líka, enda óumdeilanlega spennandi tilvera sem bíður mín næstu vikur og mánuði!
Að lokum vil ég mæla með því að allir taki sig til og horfi á Oliver Stone myndirnar JFK og Nixon, svona back-to-back, til þess að gíra sig upp fyrir nýjustu forsetamyndina hans, W, um George W. Bush. Ef marka má nýja trailerinn fyrir hana þá er W eins konar gamansamur lokapunktur í "þríleik" þar sem JFK var spennumynd og Nixon epísk tragedía. JFK hefur lengi verið ein af mínum uppáhaldsmyndum, en Nixon er lítið verri og eiginlega stórkostlega góð!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fjölgun í fjölskyldunni
18.7.2008 | 18:15
Á mánudaginn síðasta fluttu inn á Fálkagötu 5 tvær litlar (lesist: stórar) skjaldbökur, sem fengu vinnuheitin Tuska og Pulsa, endavar ég fyrir löngu síðan búinn að ákveða að eignast dætur sem ég myndi svo skíra Tusku og Pulsu.
- "Tuska mín! Tuska mín, komdu að fá þér að borða! Fáðu þér Pulsu!"
eða ...
- "Pulsa mín! Pulsa mín, viltu ekki þrífa herbergið þitt? Ég skal bleyta Tusku."
Eins og sjá má eru þetta tilvalin nöfn og uppspretta endalausrar gleði fyrir alla þá sem bera ekki nöfnin sjálfir. En svo komst ég að því að Tuska var einfaldlega ekki kvenkyns, heldur karl. Og þar fyrir utan var Pusla eitthvað svo brussuleg að mér fannst vanta hæfilegra nafn á hana.
Nú hef ég komist að niðurstöðu. Dömur mínar og herrar, ég kynni fyrir ykkur Benjamín Tusku og Gilitrutt Pulsu Thoroddsen.
Eru þær ekki sætar?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Af kvikmyndum (mínum, það er)
14.7.2008 | 16:28
Fálkagötu 5 hefur verið breytti í framleiðsluskrifstofu fyrir kvikmyndina Hverful ást við fyrstu sýn, sem fer í tökur innan skamms.
Nú hefur fjórðu útgáfu af handriti verið lokið og Baldvin Kári situr sveittur og íslenskar handritið mitt, því helvítis Final Draft forritið sem ég á birtir ekki íslenska stafi. Bítlarnir hjálpa okkur að "ná þessu saman" (geddit? geddit?) sem og kaffi og bakaríið á horninu.
Hlutirnir ganga það vel í augnablikinu að það hlýtur eitthvað að fara úrskeiðis bráðum. Eins og t.d. að við fáum ekki myndavél. Eða að við fáum ekki leikara. Eða eitthvað svoleiðis. En við erum ekki Debbie Downer, sérstaklega ekki á meðan úr sköpunargáttunum flæðir, svo öll þau vandamál eru seinni tíma.
Svo stóðst ég ekki mátið og klippti They Suck (munið eftir henni??) enn meir. Hún er nú ekki lengur tæpar 25 mínútur, heldur tæpar 22, sem er þónokkuð skárra. Hún er enn rosalega svolítið gölluð, en nú þegar stirðbusalega byrjunin er farin þá er hún áhorfanlegri.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvatning
2.7.2008 | 23:42
Ég sá í dag tvær nýlegar kvikmyndir sem hvöttu áfram ódrepandi kvikmyndagerðaráhuga minn.
Sú fyrri, All the Boys Love Mandy Lane, vegna þess að hún var gerð fyrir næstum engan pening en var samt virkilega góð og situr nokkuð óþægilega eftir í manni löngu eftir að hún klárast.
Sú seinni, I Know Who Killed Me, vegna þess að ef svona hryllilega léleg mynd er framleidd og sýnd út um allan heim, þá á ég augljóslega erindi í þennan bransa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ef þið eruð háð ...
5.6.2008 | 12:18
... PerezHilton.com, eins og ég, þá er afskaplega hættulegt að fara ekki inn á síðuna hans í nokkra daga. Ég var t.d. að renna yfir allt sem ég hef misst af síðustu þrjá, fjóra dagana ... 20 síður aftur í tímann ... 2 klukkutímar af lífi mínu.
En sorglegt. En sorglegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Rauðkál
5.6.2008 | 11:03
Er til sú fæða sem batnar ekki með rauðkáli?
Það held ég ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kominn heim
3.6.2008 | 14:33
Ef þið eruð ekki enn búin að sjá mig, þá get ég a.m.k. látið ykkur vita að ég er kominn heim. Lenti á fimmtudaginn og flutti svo aftur á Fálkagötuna á laugardaginn!
Mjög gaman að vera kominn aftur þó svo maður sé strax farinn að sakna hinna og þessa úr Bandaríkjunum.
En endilega kíkið í heimsókn eða látið heyra í ykkur (ef ykkur langar .. ef þið munið ennþá eftir mér :p)! Ég verð meira og minna heima á alla daga í sumar, að skrifa BA-ritgerð og svoleiðis! :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég er svo mikill nörd
10.5.2008 | 01:22
Hvað gera menn þegar skólinn er búinn og bara eitt auðvelt próf eftir, þegar sólin skín og flestir halda sig utandyra?
Ef menn eru eins og ég, þá finna þeir gamlan lista úr tímaritinu Fangoria yfir 100 bestu hryllingsmyndir sem fólk hefur líklegast aldrei séð, telja hvað þeir hafa séð margar (42), og reyna svo að finna restina til þess að dánlóda.
Já, í dag hlóð ég niðu Maniac, Motel Hell, Mother's Day, Pin ..., Screamers, The Resurrected og Swamp Thing (og þar að auki Curtains, Gothic, Maniac Cop og The New York Ripper, sem voru ekki á listanum en hefðu allt eins getað verið þar) í fyrstu lotu.
Hvað ætli ég næli mér í í næstu lotu?
Ég er a.m.k. búinn að redda mér sjónvarpsefni næstu vikurnar ...
Í kvöld er svo smá skiptinema-dinner; síðasta skiptið þar sem við erum öll saman hérna við skólann. Og á morgun er afmæli. Svo er bíó. Svo próf. Svo útskrift. Svo koma foreldrarnir og systirin í heimsókn. Og svo er bara farið heim!
Þetta líður allt svo hratt!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
The end of an era!
5.5.2008 | 05:06
Nei, ég er ekki að tala um endalok skiptinematímabilsins (þó svo sá endir nálgist óðfluga! Bara fjórar vikur eftir, og þær eiga eftir að þjóta hjá).
Ég er að tala um X-Files glápið sem ég og Baldvin höfum verið að stunda síðan í febrúar á síðasta ári.
Já, í kvöld kláruðum við 9. seríu af X-Files. Það var tilfinningaþrungin stund, bæði á skjánum og fyrir framan hann, þegar Mulder og Scully féllust í faðma og hurfu svo í svartnættið. Baldvin getur þó ekki státað af því að hafa horft á ALLA þættina, eins og ég, því hann byrjaði ekki að horfa fyrir alvöru fyrr en í þriðju eða fjórðu seríu (sem voru hvort eð er bestu seríurnar).
Þegar við bjuggum saman á Fálkagötunni var það heilög stund þegar við ákváðum að setja X-Files í gang. Þá var vanalega hellt upp á eins og tvö eitt glas af gini og tónik og góðlátlegt gys gert að ýmsu sem kom fram í þáttunum. Þegar við fluttum svo til Bandaríkjana síðasta haust gátum við ekki annað gert en að halda áfram, og það gerðum við með góðri hjálp þess yndislega forrits Skype (sem var samt stundum ótrúlega pirrandi og leiðinlegt við okkur).
Og núna er þetta bara búið! Því miður sáu aðstandendur X-Files sér ekki fært um að ljúka seríunni á neinum hápunkti, því síðustu tvær seríurnar eru klárlega þær verstu. Jújú, það er einn og einn góður, máske klassískur, þáttur inni á milli þeirra lélegu, en aðallega var sársaukafullt að fylgjast með "nýja fólkinu" (John Doggett og Monicu Reyes) rembast í gegnum sín hlutverk. Monica Reyes er til að mynda ein leiðinlegasta aðalpersóna í sjónvarpssögunni. Og Mulder nennti ekki einu sinni að vera með fyrr en í blálokin á níundu seríu! Hvurslags ...
Við tímasettum þetta samt ágætlega, því það eru bara nokkrar vikur í það að nýja X-Files bíómyndin verði frumsýnd! Það verður gleðidagur! :D
Núna er ég meira og minna búinn með öll stór verkefni og reyni að gera sem minnst þangað til fjölskyldan kemur í heimsókn í lok maí. Svo er það bara að koma heim og hitta alla aftur, sem er það sem ég hlakka mest til að gera í augnablikinu!
Í millitíðinni ætla ég að hlusta aðeins meira á nýja geisladiskinn hennar Ashlee Simpson (sem er, ótrúlegt en satt, betri en nýji diskurinn hennar Madonnu!!) og horfa á fleiri skemmtilega sketsa úr Saturday Night Live! Vesgú :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað er að gerast?!
21.4.2008 | 16:17
Ég er nýkominn heim frá Chicago, veðrið er yndislegt, ég er úthvíldur og ánægður og ætla að byrja daginn á því að fara í ræktina og búinn að setja saman skemmtilegan sumar-fjör-playlista til að stytta mér stundir, en ...
... íþróttafötin mín eru HORFIN!
Ég er búinn að leita alls staðar. Þau eru ekki í herberginu mínu. Þau eru ekki niðri í þvottahúsinu þar sem ég gæti mögulega hafa gleymt þeim (en ég held samt ekki). Ég get ekki ímyndað mér hvar annars staðar þau gætu verið.
Ég sé fyrir mér þrjá möguleika: 1) Einhver stal þeim úr þurrkaranum síðast þegar ég þvoði þau, og svo tók ég ekki eftir að þau vantaði fyrr en núna í dag. 2) Herbergisfélaginn minn stal þeim til þess að pirra mig; við tölum eiginlega aldrei saman, svo hann veit að ég á ekki eftir að spyrja hann fyrr en allt annað hefur verið reynt. Þetta er kannski það sem honum finnst fyndið. 3) Íþróttafötin hafa einhvern veginn horfið yfir í aðra vídd inni í herberginu mínu. Þetta meikar sens því ég var að horfa á X-Files þátt um daginn þar sem fólk gat gert ýmislegt áhugavert í mismunandi víddum. Hvorki líf né dauði skipti máli, því það var alltaf hægt að fá "hinn" sig úr annarri vídd til þess að halda áfram lífinu í þessari ... Já, nei.
Hvað skal ég gera?!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)