Færsluflokkur: Bloggar
Þegar vondir dagar verða góðir
6.3.2008 | 03:26
Ég var í frekar fúlu skapi í dag. Var frekar þreyttur (því herbergisfélaginn minn er HÁLFVITI!) og svo var aftur að kólna um ca. grilljón gráður, þannig að þetta var allt saman ansi glataður dagur, að því er virtist.
Ég fór í ræktina, en var of þreyttur til þess að gera eitthvað af viti. Reyndi að eyða tímanum í að læra, las eitthvað eftir Charles Dickens og Robert Browning, en það var frekar stutt og tók lítinn tíma. Ég var nýbúinn að klára bókina sem ég var að lesa (Duma Key ... mjöööög góð!), og nennti ekki alveg að lesa hina sem ég var að byrja á (At the Mountains of Madness eftir H.P. Lovecraft ... lofar mjööööög góðu!) svo ég varð að finna mér eitthvað til þess að létta mér lund.
Svo ég fór í nálægasta mallið og eyddi smá pening. Það var mjög ánægjulegt. Ég mæli með því að fólk geri meira af því - ég sver það, að kaupa hluti er eins og að kaupa sér gleði og ánægju. Ég var a.m.k. miklu brosmildari eftir það.
Þegar ég fór í kvöldmat, þá var sérstakur "Caribbean" matseðill, og - viti menn! - það var fullt af góðum mat í boði. Meðal annars stórar rækjur! Og tvær mismunandi tertur! Ég sem var farinn að venjast því að vera kominn með ógeð leið á matnum í "Sorin", sem er örugglega ljótasta og mest óaðlaðandi nafn á kaffiteríu sem ég get ímyndað mér. Fyrir utan kannski "Phlegm".
Núna er ég saddur og ánægður. Mjög gott.
Boðskapur þessarar sögu: Ef þið eyðið pening til þess að öðlast hamingju, þá fáið þið kannski líka gott að borða um kvöldið.
Meira grín með Opruh. Núna með Barbru Streisand líka! :D
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hist og her
3.3.2008 | 00:53
Jæja, það eru næstum því tvær vikur síðan ég skrifaði eitthvað síðast. Ástæðan fyrir þessari lægð er einfaldlega sú að það hefur nákvæmlega ekkert merkilegt gerst síðustu tvær vikurnar. Bara búið að vera kalt og kalt og kalt. Janúar og Febrúar eru ekki beint skemmtilegustu mánuðir ársins, en þegar það er milljón stiga frost á hverjum degi, þá eru þeir ennþá verri. Ég fer helst ekki út úr "húsi" (þ.e. herbergi) í þessum kulda, og ef ég myndi fara eitthvað, þá eru tómstundir þessa stundina afskaplega takmarkaðar. Maður fer helst í bíó. Og kannski á bar.
En það er svosem allt í lagi því eftir tíu daga verð ég í San Francisco að njóta góða veðursins! Já, Spring Break is upon us, eins og þeir segja hérna, og ég ætla að vera á eins hlýjum stað og mögulegt er. Hlýjum og skemmtilegum!
Af lesmálum, þá er ég önnum kafinn við að lesa nýju bókina hans Stephen King, Duma Key. Hún er bara asskoti góð! Mjög löng (e-ð um 600 síður) en aldrei leiðinleg.
Af bíómálum, þá er ég búinn að sjá eftirfarandi myndir nýlega: Vantage Point = la la; The Signal = 1/3 góð; Jumper = Skemmtileg en ekki góð.
Af sjónvarpsmálum, þá verð ég að segja að mér fannst síðasti Lost þátturinn ekkert sérstaklega spes. A.m.k. sá slakasti í seríunni hingað til. Of mikið drama, of lítið creepy, og allt of mikið af spurningamerkjum.
Af tónlistarmálum, þá eru nýju plöturnar frá Goldfrapp og Sheryl Crow að gera mig afskaplega glaðan þessa dagana. En - gasp - nýja lagið hennar Ashlee Simpson er að gera mig klikkaðan, það er svo geðveikt!
Svo ætla ég að skilja ykkur eftir með smá Opruh Winfrey grín ... looove it!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Til hamingju með afmælið, pabbi!
16.2.2008 | 23:04
En þar sem ég er ekki á landinu til að gera það í eigin persónu, þá datt mér í hug að nota tækninýjungar mér til aðstoðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hvað er að gerast?
14.2.2008 | 01:16
Smá update af lífinu og tilverunni:
* Gengur mjög vel í skólanum (þrátt fyrir mikla leti þegar kemur að heimalærdómi) og allir kúrsarnir þrír sem ég er að taka eru skemmtilegir. Þar má helst nefna "Adaptation"-kúrsinn minn, sem fókuserar á kvikmyndir sem eru skrifaðar upp úr bókum eða smásögum. Kennarinn er svo mikill bíónörd að það er yndislegt. Með mikla áherslu á nörd. Hún hefur mikið gaman af því að sýna brot úr myndum sem gerir það að verkum að 90 mínútna langir tímarnir eru mjög fljótir að líða. Skentlett.
* Ég horfði á Re-Animator í fyrsta skiptið núna um daginn. Af hverju ég var ekki búinn að horfa á þessa mynd áður er mér óskiljanlegt. Hún er ein af fáum hryllingsmyndum frá níunda áratugnum sem virkar ennþá í dag. Hún er bæði ógeðsleg og ógeðslega fyndin. Svona hundrað milljón sinnum betri en Return of the Living Dead eða From Beyond og denslags myndir.
* Og talandi um Re-Animator, þá er ég að skrifa ritgerð um smásöguna eftir H.P. Lovecraft og myndina hans Stuart Gordons. Mjög ólíkir hlutir hér á ferð. Mjög súr áhugaverð ritgerð.
* Listinn yfir bestu músíkvídjó ársins 2007 er enn í bígerð (lesist: ég hef ekkert gert í honum ennþá). Núna er ég búinn að fá flottan HQ-fæl með Denial laginu þeirra Sugababes, svo ég get hafist handa innan skamms.
* Girls Aloud er nýbúnar að eyða ca. 100.000 pundum í vídjó fyrir lagið Can't Speak French. Hvert peningurinn fór getur enginn sagt. Hann fór a.m.k. ekki í vídjóið.
* Veronica Mars er ennþá snilld.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Góð plata
12.2.2008 | 06:29
Ég veit að það ætti ekki að koma mér lengur á óvart, ekki eftir að hafa hlustað á hana svona þrjú þúsund sinnum, en platan Exile in Guyville með Liz Phair er einfaldlega ein af bestu plötum allra tíma.
For real.
Og hún virðist vera uppseld. A.m.k. á Amazon.com.
Ég er ekki alveg viss hver valdi smáskífurnar af plötunni, en hérna eru þær báðar + meðfylgjandi vídjó. Bæði frábær lög (þau eru það öll), en kannski ekki "hittarar". Stærsti "hittarinn" af plötunni var samt lagið Fuck and Run sem, af augljósum ástæðum, fékk ekki mikla útvarpsspilun í Bandaríkjunum. En er samt ennþá lagið sem hún er þekkt fyrir.
Stratford-On-Guy
Never Said
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óguðlegur kuldi
11.2.2008 | 15:35
Ég veit að það að tala eða skrifa um veðrið er ekki það skemmtilegasta sem maður gerir, en þegar það er svo kalt úti að maður getur einfaldlega ekki hugsað um annað en hversu kalt það er, þá verða svona færslur til.
Í dag er bara tíu stiga frost. Í gær var næstum því tuttugu og fimm stiga frost. Þessi kuldastig eru eyðileggjandi fyrir bæði líkama og sál. Ég ætla að vera inni það sem eftir er mánaðarins vikunnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Og meira um Lost ...
1.2.2008 | 06:36
Og guð minn góður, sama hvernig fjórða serían verður, þá er fyrsti þátturinn a.m.k. GEÐVEIKUR.
Hann er SCARY!
Hurley + kofi + "Jacob" + creepy karakterar sem birtast og segja furðulega hluti = SCARY.IS
Þessi þáttaröð er alveg að bæta fyrir lélega aðra seríu. Ég er orðinn aðdáandi aftur!
ps. þetta var Carrie sem þau voru að lesa ... Ekki Langoliers. Sem hefði samt meikað meira sens ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Búinn að tapa mér aftur
28.1.2008 | 04:16
Þetta á reyndar við um margar aðra sjónvarpsþáttaraðir sem mér finnst skemmtilegar. Ég hef skyndilega og ástæðulaust hætt að horfa á t.d. Desperate Housewives, Heroes, Ugly Betty og, það sem mér finnst sorglegast, Veronicu Mars. Hins vegar sá ég þriðju seríu af VM á útsölu í dag á 20 dollara svo ég varð að kaupa hana, sem þýðir að ég mun leggjast í hana bráðlega.
En fyrst um sinn ætla ég að horfa á LOST.
Ég man þegar ég byrjaði að horfa á LOST. Kláraði fyrstu seríuna á þremur dögum; gat einfaldlega ekki hætt að horfa. Fannst eins og ég væri að lesa skemmtilega skáldsögu sem tók sér góðan tíma í að kynna persónur, skapa ógnandi og dularfullt andrúmsloft o.s.frv. Svo missti þetta allt saman dampinn í dágóðan tíma. Þriðja sería byrjar a.m.k. vel. "Pre-credit" sekvensið fjallar meira að segja um ást einnar persónunnar á Stephen King, sem gladdi óneitanlega mitt auðgladda hjarta. Ég held að persónurnar hafi verið að tala um The Langoliers("Furðuflug"), sem var reyndar aldrei gefin út í harðkápu í USAinu, svo ég gæti haft rangt fyrir mér, en í sjónvarpsþætti sem fjallar um strandaglópa eftir flugslys er erfitt að ímynda sér hvaða önnur King saga á betur við.
Ég veit að King var að fíla LOST í tætlur og að JJ Abrams fílar King í tætlur. Ætli uppáhaldsrithöfundurinn minn hafi pullað X-Files og laumuskrifað einn LOST þátt? Ég vona það innilega, en verð að efast. Það væri líklegast búið að blása slíkt upp umtalsvert. Annars var ég líka að fá mér nýjustu bókina hans King - Duma Key - og hún virðist mjög skemmtileg! Hlakka til að lesa hana í nýja stólnum mínum :D (lofa myndum síðar ...)
Svo er ég búinn að sjá fullt af nýjum og gömlum áhugaverðum myndum upp á síðkastið:
Cloverfield - Þetta er svona fyrsta "event"-mynd ársins hérna úti. Einmitt gerð af fólkinu sem er ábyrgt fyrir LOST. Hún er ágæt. Ef þið hafið einhvern áhuga á því að sjá hana, þá mæli ég eindregið með því að þið gerið það í bíói. Helst með fullt af fólki. Ég get ekki ímyndað mér að þessi mynd virki á sjónvarpsskjá. Margt gott í henni, en álíka margt slæmt. Eins og t.d. enginn klímax.
Juno - Æði. Sæt. Skemmtileg. Whatever. Þetta verður pottþétt "mynd" "ársins" skv. "gagnrýnendum". Og hún á það alveg skilið.
Sweeney Todd- Ég var einu sinni GEÐVEIKUR Tim Burton aðdáandi. Svo varð hann allt í einu eitthvað goth-fyrirbæri, en ég fílaði hann samt. Svo gerði hann Planet of the Apes. Ég fílaði hann samt. Svo kom Big Fish. Ég fílaði ennþá. Svo kom Charlie and the Chocolate Factory. Fílingurinn dvínaði talsvert. Svo kom The Corpse Bride og fílingurinn dó. Ég man ekki einu sinni um hvað sú mynd snerist, en það var eitthvað afskaplega ómerkilegt.
Ég var semsagt eiginlega búinn að afskrifa hann og allt sem ég hafði séð/heyrt um Sweeney Todd gerði ekkert til að breyta því áliti. Ég fór því á myndina með engar væntingar, sem var kannski eins gott því mér fannst hún yndisleg. Svo yndisleg að ég fór að sjá hana aftur fannst hún jafnvel ennþá betri þá!
Útlit myndarinnar er eins yfirgengilega Burtonískt og hægt er að ímynda sér, og ég get vel trúað því að það eitt eigi eftir að hrinda fólki frá henni, en að mínu mati er Sweeney Todd einmitt fyrirbæri sem þurfti á þessu sérstaka útliti að halda. Tónlistin, söguþráðurinn, "boðskapurinn" - allt saman passar þetta við Burtoníska útlitið.
Og talandi um tónlistina. Amazing! Og talandi um Amazing. Angela Lansbury lék í þessu verki þegar það var fyrst sett upp á Broadway. Og talandi um Angelu Lansbury. Þá er hægt að kaupa upptöku á leikritinu á DVD með Frk. Murder, She Wrote!
AMAZING!
Asylum - Amicus mynd sem er ekki annað hægt en að elska. Peter Cushing, Herbert Lom, Britt Ekland, Charlotte Rampling og fleiri í Z-hrollvekju antólógíu: Geðlæknir sækir um stöðu á gömlu hæli en kemst að því að fyrrverandi forstöðumaðurinn er sjálfur orðinn brjálaður. Ef hann getur fundið út hver sjúklinganna er forstöðumaðurinn brjálaði, þá fær hann starfið.
Yndislegt.
Antibodies - Þýsk mynd sem er einstaklega ógeðfelld og óþægileg en mjög vel heppnuð. Frábærlega vel tekin upp. Mjög vel leikin. Mjög áhrifarík. Maður gleymir henni ekki í bráð. En hverjum datt í hug að setja inn tölvuteiknuð dádýr á versta mögulega stað í myndinni? Omg, hálfviti!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kominn til Minneapolis!
23.1.2008 | 15:59
Til þess að gera morguninn yndislegri, þá áttaði ég mig skömmu síðar á því að ég hafði óvart borgað leigubílstjóranum 20 dollurum meira en ég átti að gera og var því staurblankur (enda greinilega samantekin ráð hjá Nemendaskrá HÍ og LÍN að leggja ekki inn á mig námslánin, þó svo einkunnirnar mínar séu komnar inn á Ugluna fyrir LÖNGU síðan!!) Ég fékk því smá panic-attack; staddur á flugvellinum með engan pening og síma sem var liggur-við inneignarlaus. Ég sendi því sms í von um að það kæmist til móður minnar góðu. Það komst á áfangastað og mamma reddaði peningamálunum snöggvast, svo mér tókst að taka subwayið aftur til Manhattan þar sem ég flatmagaði hjemme hos Baldvin næstu klukkutímana. Horft var á X-Files og drukkið var gin, eins og vera ber.
En að lokum komst ég loks á leiðarenda. Það hlýjaði mér um hjartaræturnar þegar flugvélin lenti og flugstjórinn tilkynnti farþegum að hitastigið í tvíburaborgunum væri ca. -1 gráða Fahrenheit (þ.e. -18 gráður celcius). Það var einstaklega sársaukafullt að anda þegar ég steig út úr vélinni. Góðir félagar mínir sóttu mig og það var mjög skemmtilegt að hitta þá. Helmingur þeirra skiptinema sem er eftir fer í næstu viku svo við verðum bara fjögur eftir, en það er góður hópur svo ég er bara hress með það.
Í morgun er ég svo búinn að endurraða helmingnum mínum í litla herberginu á heimavistinni, komplett með Pál Óskar í græjunum.. Núna er ég með koju og smá letipláss undir henni. Vantar bara baunapokastól eða eitthvað þvíumlíkt og þá verður þetta allt tilbúið.
Og svo er hann Heath Ledger bara dáinn! Smá sjokk og mjög sorglegt. Ég held að ég verði að horfa á Brokeback Mountain eða eitthvað til að minnast hans! :(
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Já!!!
14.1.2008 | 23:13
Þetta er líka skemmtileg lesning:
< Pitchfork gagnrýnir Girls Aloud / Sugababes, The Sound of Girls Aloud / Overloaded Rating: 8.5 / 8.5
Ég myndi líka setja link á fjögurra stjörnu gagnrýni Allmusic.com en síðan virðist liggja niðri í augnablikinu. Alas.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)