Færsluflokkur: Tónlist
Hvaða tónlist er ég?
4.2.2008 | 03:37
Heimaverkefnið mitt fyrir næsta "Advanced Creative Writing" tíma er að búa til geisladisk með tónlist sem "representar" mig. Hvernig er það hægt?!
Ég hélt að þetta yrði ekkert mál, sérstaklega þar sem ég er ALLTAF annað hvort hlustandi á eða talandi um tónlist, en núna er ég búinn að eyða nokkrum klukkutímum í að búa þenna geisladisk til.Fyrst setti ég saman einn stóran lista sem ég ætlaði svo að hægt og rólega að sigta út úr. Á þeim lista enduðu ca. 70 lög ...
Og ég er búinn að lenda í svo furðulegum erfiðleikum. Eins og t.d.: Hvaða Prokofiev-verk er meira ég en eitthvað annað?
Eða: Hvort er mikilvægara fyrir mig, Stevie Nicks eða Fleetwood Mac?
Hver má missa sín á listanum: Goldfrapp eða Blondie?
Núna er ég farinn að hugsa meira svona "segir textinn í þessu lagi eitthvað um mig?", en svo fer ég að spá ... breytir það einhverju máli um hvað Alison Goldfrapp syngur í Utopia? Eða gátu-lögin hennar Tori Amos? Um hvað snúast þau? Meira að segja Stevie Nicks á það til að ruglumbulla eitthvað kjaftæði út úr sér, en ég fíla það samt.
Svo á ég líka erfitt með að útiloka ný lög sem ég fíla mjög mikið í augnablikinu. Eins og Foundations með henni Kate Nash. Er það ekki bara besta breakup-lag síðustu ára?! Og er hægt að kalla Rufus Wainwright "nýjan" bara af því ég er nýbyrjaður að hlusta á hann?
Eins og er, þá eru núna 22 lög á playlistanum mínum, sem þýðir að ég þarf að henda ca. tveimur eða þremur í viðbót (fer eftir lengd). Þetta er allt of erfitt. En ég lofa að birta listann þegar hann er tilbúinn!
ps. ég er búinn að ákveða að í stað þess að blogga sjaldan og um margt, margt í einu, að þá ætla ég að gera eins og Perez Hilton margir útlenskir bloggarar og blogga oft og stutt í einu. Og kannski byrja að flokka færslurnar eftir umfjöllunarefni. Sem þýðir að þessi færsla flokkast undir ...
TÓNLIST! :)
Tónlist | Breytt s.d. kl. 03:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)