Færsluflokkur: Brjálæði
Fólk er fífl, pt. 1
14.2.2009 | 02:56
Kæru lesendur,
einhvern tímann á lífsleiðinni hafið þið án efa hugsað með ykkur að fólk sé fífl, einhverra hluta vegna. Kannski ekki í svo mörgum orðum, kannski ekki á svona grófan hátt, en ég leyfi mér að fullyrða að inntak merkingarinnar hafi verið keimlíkt hjá all flestum.
Lesendur góðir, þið eruð ekki einir. Ég, einnig, hef hugsað á svipaðan hátt. Efnistök þessa pistils, sem og þeirra sem honum munu fylgja, eru tileinkuð þessum tilfellum þegar okkur finnst, einfaldlega, fólk vera fífl.
Við byrjum á kvikmyndasýningu í Laugarásbíói.
Myndin sem um ræðir er My Bloody Valentine 3D, endurgerð samnefndrar myndar (sans 3D) frá 1981. Sú er kanadísk, nokkuð óþekkt, og ekkert sérstaklega merkileg nema horft sé á hana óklippta.
Svona er söguþræðinum lýst á imdb.com:
„Tom returns to his hometown on the tenth anniversary of the Valentine's night massacre that claimed the lives of 22 people. Instead of a homecoming, however, Tom finds himself suspected of committing the murders, and it seems like his old flame is the only one will believes he's innocent.“
Þetta á sér allt stað í nýtísklulegri þrívídd.
Nú, til að byrja með, hver sá sem fer á þessa mynd, þessa endurgerð, í þeim tilgangi að upplifa eitthvert kvikmyndakonfekt hlýtur að vera fífl. Ég meina, er einhver á okkar tímum, post-Scream og allt sem þeirri mynd fylgdi, sem horfir á unglingahryllingsmyndir og býst við því að þær séu góðar? Í alvörunni góðar? Ég meina, til er fólk eins og ég sem hefur lúmskt gaman af þessari tegund kvikmynda en af allt öðrum ástæðum en flest fólk sem leggur leið sína í kvikmyndahús.
Til þess að orða þetta einfaldar: maður fer ekki á mynd eins og My Bloody Valentine 3D til þess að sjá eitthvað gott. Maður fer vegna þess að mann langar til að sjá blóðsúthellingar í þrívídd. Punktur.
Víkjum þá aftur að umræddu kvikmyndahúsi á umræddri sýningu. Ímyndum okkur að við séum að horfa á þessa mynd, og að við höfum svona la-la gaman af henni því hún er alls ekki leiðinleg en heldur alls ekkert góð, og að allt í einu fari gaurarnir tveir sem sitja fyrir aftan mann að tala um hversu léleg myndin er.
Þetta í sjálfu sér er ekkert ófyrirgefanlegt, enda eru þeir bara að segja það sem allir eru að hugsa: myndin er léleg. En þeim nægir ekki að segja það upphátt, heldur verða þeir að ræða það líka af hverju myndin er léleg. Leikurinn, til dæmis, er þeim ekki að skapi og þeir minnast á það (nokkrum sinnum) að leikhópurinn þurfi ekki að halda í sér andanum þegar kemur að afhendingu Óskarsverðlaunanna í mánuðinum. Ha-ha.
Ég get alveg ímyndað mér þá fyrir aftan mig á nýju endurgerðinni á Friday the 13th, að ræða hversu léleg nýja myndin er miðað við yfirburðar kvikmyndalistina sem bar fyrir augu í þeirri upprunalegu.
EPIC FAIL.
Þér finna sig einnig knúna til að ýkja hlátur í hvert skipti sem eitthvað „hallærislegt“ gerist (hallærislegt í merkingunni eitthvað sem gerist vanalega í hryllingsmyndum; fólk sem deyr á sóðalegan hátt; fólk sem tekur vitlausar ákvarðanir; o.s.frv., o.s.frv.) Eftir mjög stuttan tíma er þetta orðið óþolandi og þá verður manni kannski spurn:
Hvort er hlægilegra: a) spaugilega léleg unglingahryllingsmynd eða, b) gaurarnir tveir sem borguðu sig inn á sömu mynd (sem heitir My Bloody Valentine 3D) og borguðu ekki bara almennt gjald heldur heilar 1200 kr. fyrir afnot af þrívíddargleraugum og sitja svo og telja sig gera gáfulegt grín að myndinni með því að kommenta á það sem fram fer á meðan kvikmyndagerðarmennirnir græða milljónir dollara (a.m.k. 50 milljónir enn sem komið er) á viðskiptum m.a. þeirra? Ég minni á að myndin sem þeir borguðu sig inn á heitir My Bloody Valentine 3D.
Vísbending: SVARIÐ ER EKKI VALMÖGULEIKI A).
Um myndina sjálfa er hægt að segja það að hún er ekki jafn góð og upprunalega kanadíska myndin, sem var sjálf ekkert sérstaklega góð hvort eð er. Þrívíddartæknin, hins vegar, er merkileg og kemur á óvart. Manni finnst maður vera að horfa á, ja, veruleikann en ekki flatt tjald. Það tók þó langan tíma að venjast gleraugunum og ég er ekki einu sinni viss um að mér hafi tekist að venjast þeim fullkomlega. Tæknin er sannarlega flott en það á enn eftir að laga hitt og þetta.
Ef það er satt sem ég heyri, að þar sem tæknin er fullkomnust þá þurfi maður engin gleraugu heldur sjá vel staðsettir myndvarpar um að skapa þrívíddina beint fyrir augum manns, þá hlakka ég til að sjá slíka tækni hér á landi!
Brjálæði | Breytt s.d. kl. 03:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þegar maður nennir ekki að blogga skrifar maður lista
7.2.2009 | 11:32
Síðustu daga hef ég gert fátt annað en að horfa á óháðar hryllingsmyndir, fokdýrar Hollywood myndir, stundað atvinnuleit af miklum eldmóð og tapað í pöbb-quizzum.
Meðal hápunkta þessara daga:
* Atvinnuleitin tókst það vel að ég fékk vinnu! Veió!
* Tókst að tryggja mér tvö DJ gigg á næstu dögum (14. feb og 20. mars! MARK YOUR CALENDAR!)
* Slumdog Millionaire er með betri myndum sem ég hef séð lengi.
* Valkyrie er með betri Tom Cruise myndum sem ég hef séð lengi (þetta er í sjálfu sér ekki mikið hrós, en hún var samt góð).
* Faye Dunaway er ÓTRÚLEG leikkona. Mommie Dearest er ógleymanleg mynd ... ji, ég veit ekki hvar ég á að byrja.
* Ég fékk nýja og góða hátalara á spottprís á útsölu hjá BT.
* Jamie Blanks, leikstjóri uppáhaldslélegumyndarinnar minnar (Valentine), fór aftur heim til Ástralíu eftir að Valentine floppaði stórt og gerði ódýra mynd sem heitir Storm Warning. Sú mynd er yndislega ógeðsleg og skemmtileg.
* Kláraði The Dead Zone (mjög mjög góð) og byrjaði að lesa Yosoy eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur (góð, enn sem komið er).
Meh-hlutar þessara daga:
* Sá óháðu myndina Donkey Punch (meh).
* Sá óháðu myndina Right at Your Door (meh, deilt með fimm, sinnum 0 = 0).
* Fékk aftur æði fyrir Sugababes eftir nokkrar vikur af stanslausu Girls Aloud áreiti.
Nadir:
* Sá fokdýru Hollywood myndina Confessions of a Teenage Drama Queen með LezLo Bihan í aðalhlutverki. Sjaldan hef ég séð jafn hryllilega mynd. Jesús, ég hélt ég myndi fá flog. Og ég FÍLA LezLo! Ég vona að SaMAN hafi áhrif á hana til hins betra ...
* The Black Cherries TÖPUÐU (já TÖPUÐU) Pöbb-Quizzi Q-Bars eftir tveggja vikna óbrotna sigurgöngu. VIÐ MUNUM MÆTA TVÍEFLD Í NÆSTU VIKU, SJÁIÐ BARA TIL!
Brjálæði | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í Fréttablaðinu í dag var viðtal við þrjá gaura sem ætla að setja af stað einhvers konar prógram fyrir ungt fólk til aðZZZZZZzzzzzzzzzzzzzzzz.
Fyrir utan það, þá komu þeir með einn góðan punkt í þessu viðtali: fyrst að krakkar niður í 16 ára eru farnir að borga nefskatt fyrir RÚV, er það þá ekki sjálfsagt að RÚV höfði til þessa hóps? Til dæmis með Rás 3, sem yrði þá eins og ríkisrekin FM957, nema bara án allra pínlegu stælanna og alls hryllilega málfarsins?
Ég býð mig fram til að stýra þessari stöð. Eða að minnsta kosti einum þætti. Hann gæti heitið Dreams of Number One. Eða Hvar er Birgitta?
Brjálæði | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tónlistarspilari
23.1.2009 | 17:04
Ég er búinn að setja upp skemmtilegan tónlistarspilara hér til hliðar sem complimentar „Lagalista“ bloggin mín (þ.e. „Lagalista“ bloggIÐ mitt eina). Í framtíðinni munu þær færslur vera með linka á youtube vídjó og annað den slags og kannski einhverjar athugasemdir til að útskýra af hverju ég kýs að hlusta á viðkomandi lag yfir höfuð, en svo ættuð þið að geta hlustað á viðkomandi lag/lög í tónlistarspilaranum á meðan.
Sniðugt, já?
En já, fyrst ég skrifaði ekkert um lögin síðast þá eru hér fyrir neðan smá skemmtilegar staðreyndir um þessi lög sem skemmta mér konunglega þessa dagana:
Girls Aloud - Memory of You: Ótrúlegt en satt þá er þetta B-hlið á mun síðra lagi sem kom út nú á dögunum. Og ekki bara B-hlið, heldur B-hlið á vínyl-útgáfu lagsins! Reyndar eru aðdáendur Girls Aloud orðnir svo ástfangnir af þessu lagi að búið er að stofna facebook-grúppur sem krefjast þess að lagið verði gefið út á geisladisk eða til niðurhals. Þetta hefur vakið það mikla athygli að fréttamiðlar í Bretlandi skrifa um málið, eins og í þessari löngu, yfirgripsmiklu grein úr gæðaútgáfunni The Sun.
Hverju sem því líður, þá er þetta lag einfaldlega frábært. Fullkomið myrkt-diskópopp frá skemmtilegustu popptónlistarhöfundum samtímans.
Frank - Money in My Pocket & All I Ever Do: Ef einhver þekkir þessa bresku stúlknasveit sem kom, sá og tapaði árið 2006, þá verð ég hissa.
En hvað eru þær þá að gera á þessum lista? Jú, Xenomania-snillingarnir eru ábyrgir fyrir tónlistinni sem sveitin spilaði, þar á meðal einu besta óútgefna popplagi allra tíma: Money in My Pocket. Mig langar svo svo svo mikið að heyra það í sinni upprunalegu útgáfu (þ.e. útgáfuna sem lítill armur Xenomania-veldisins, hljómsveitin Mania, gaf út), því satt skal segja er söngur þeirra Frank-stúlkna ekki beint merkilegur. Mania-gellurnar sem sömdu lagið eru fullar af attitjúdi og svona grófu-girl power sem tapast svolítið í þessari útgáfu.
Samt sem áður er lagið magnað eitt og sér, sama hver syngur. Eins og með flest bestu Xenomania lögin er bakspilið grunsamlega einfalt á meðan laginu er skipt í fjölmarga kafla sem flækjast allverulega þegar líður á: byrjar á intrói, fer yfir í vers, þaðan í langa brú, þaðan í kórus, svo aftur vers, brú, kórus og svo: middle-eight; auka-middle-eigth; kórus; ný brú; auka kórus/shout-out (með oh! oh! oh! í bakgrunninum); og svo intróið endurtekið að lokum. Loves it.
All I Ever Do er öllu „venjulegra“ og kannski ekkert sérstaklega merkilegt, en það er einhver melankólískur mid-tempó fílingur yfir því sem ég get ómögulega staðist og ég er búinn að vera með þetta lag á heilanum í nokkrar vikur.
Textinn eftir Miröndu Cooper er líka skemmtilegur.
Camille - Money Note: Já ... hvað á ég að segja? Ef þið eruð ekki búin að skoða vídjóið, þá mæli ég eindregið með því að þið gerið það. Annars er þetta bara stórfurðulegt en samt sem áður ofsagott lag. Hver er Camille? Ekki hugmynd .. but I like her!
Kylie Minogue - The One: Ég get ekki sagt að ég sé einhver mega Kylie aðdáandi, en þegar hún tekur sig til þá gefur hún stundum út alveg hreint stórmögnuð lög. The One er eitt af þeim. Melankólískt elektrópopp af bestu gerð. Pottþétt besta lagið af X-plötunni.
Little Boots (Buffetlibre vs. Sidechains remix) - Love Kills: Little Boots er ung stelpa frá Bretlandi sem BBC kaus nýlega „mest spennandi nýju stjörnuna“ fyrir árið 2009.
Þetta lag er „ábreiða“ (gubb) af gömlu Freddy Mercury lagi, og jeminn eini hvað það er flott! Þið getið meira að segja náð í það sjálf frítt (og löglega) hérna. Skrollið bara niður þangað til þið sjáið Little Boots. Þetta er í raun mjög sniðug síða þar sem hægt er að sækja án endurgjalds fullt af skemmtilegum lögum þar sem nýjar og nýlegar hljómsveitir kovera gömul lög sem þær fíla. Amazing.
Brjálæði | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pub-Quiz og táragas
23.1.2009 | 13:14
Gáfumannahópurinn The Black Cherry sigraði með miklum yfirburðum á Pub-Quizzi Q-bars núna um daginn. Tileinka ég sigurinn Tinu Turner og Ankara.
Í verðlaun voru þrír mögulegir vinningar: 1) stóri potturinn (þ.e. e-ð um 14.000 kr, fer hækkandi með hverri keppni sem enginn dregur hann), 2) Átta bjórar og 3) Hvítvínsflaska. Og kannski rauð líka.
Á þessum tímum óvissu og kreppu hefði verið yndislegt að vinna peningana og deila þeim niður á þrjá meðlimina. Kannski ekki mikill peningur, en samt eitthvað.
Hins vegar var heppnin ekki með okkur og við drógum bjórana átta. Sem, þegar við pælum í því, er ekki svo slæmt heldur. Einn okkar þriggja er bindindismaður sem gerir það að verkum að bjórarnir átta skiptast milli tveggja, þ.e. fjórir á mann. Og hver bjór kostar 800 kr., sem þýðir að í raun erum við að spara okkur 3200 kr. með þessum vinning. Og þar sem 14.000 deilt með þremur er aðeins lítið hærri upphæð en rúmar þrjúþúsund krónur, þá getum við bara prísað okkur sæla. Jahá og amen.
Eftir stórsigurinn var ferð okkar vina (ásamt Queen B og DJ Glim) heitið að Alþingishúsinu þar sem kominn var saman „skríll“ og „lýður“ sem kastaði e-um óþverra í átt að húsinu og lögreglumönnum sem brugðust ókvæða við og sprautuðu táragasi yfir hópinn. Við sluppum ósærð, öllsömul, en þetta var mikið sjónarspil og merkilegt að upplifa svona á okkar friðsæla fróni.
Ég er algjörlega team-löðregla og team-friðsæl mótmæli. Hitt liðið þarf aðeins að fara að róa sig, enda hljóta svona læti að enda í stórslysi innan skamms.
Brjálæði | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Dreams of number one last forever ...
18.1.2009 | 16:58
It's the only way to make you feel betttttteeeeeer!"
En ólíkt Rachel Stevens dreymir mig ekki um að eiga lag á toppnum, heldur langar mig bara í flottar sjónvarpsgræjur.
Hins vegar geri ég mér alveg grein fyrir því að a) ég er ekki forríkur (ennþá), og b) græjurnar sem mig langar mest í eru rán rán rándýrar.
Svo ég ætla að fara varlega til að byrja með.
Eins og með því að fá mér 24" LED Cinema Display skjá frá Apple. Helst vil ég samt bíða þangað til hann verður uppfærður og tengimöguleikarnir verða fleiri, því í augnablikinu er hann eingöngu hannaður fyrir Macbook tölvur og það er einfaldlega ekki nógu gott.
Mig langar nefnilega að tengja hann við aðra vöru sem er ekki enn komin út; nefnilega Mac Mini í nýrri og endurbættri útgáfu (sem er reyndar ennþá bara "rumored"). Upphaflega langaði mig í nýjan iMac, því þeir eru svo ógeðslega flottir, en svo talaði Kári mig í það að fá mér frekar Cinema Display skjá og Mac Mini, því þá get ég uppfært tölvuna í framtíðinni en átt skjáinn ennþá. Very smart thinking, Mr. Kári.
Og þar sem Cinema Display skjárinn er hi-def, þá þarf maður náttúrulega að fá sér almennilegan BluRay spilara til þess að njóta hans í botn.
Því miður er Apple ekki enn farið að framleiða tölvur með BluRay drifum, en það er aldrei að vita hverju þeir taka upp á í framtíðinni.
Best væri að sjálfsögðu að fá sér Playstation 3 tölvu, því þá fær maður tvær vörur fyrir eina: leikjatölvu og BluRay spilara. Reyndar get ég ekki ímyndað mér að ég eigi eftir að spila marga leiki, en ég vil ekki útiloka neitt.
Að tengja Playstation 3 við Mac Mini eða Cinema Display er ekki hægt (held ég .. please prove me wrong!) en í millitíðinni ætti maður að geta tengt e-skonar utanáliggjandi BluRay drif við Mac Mini tölvuna. Held ég. Vona ég. Þessi plön eru að sjálfsögðu öll á frumstigi eins og er.
Og eru líka bara byrjunin. Það segir sig sjálft að 24" skjár er engan veginn nógu stór til þess að njóta BluRay gæðanna til fullnustu. Nei, einhvern tímann í (náinn) framtíð ætla ég að fá mér milljón tommu sjónvarp eða bara skjávarpa og svo eitthvað brjálað hljóðkerfi. Þegar því takmarki verður náð, þá þýðir það líklegast að ég sé búinn að meika það feitt á einhverju sviði.
Ég hlakka mikið til þessa dags.
Brjálæði | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Besta Girls Aloud smáskífa síðan ... nei, bíddu ...
13.1.2009 | 20:50
Ég veit ekki af hverju, en B-hliðin á nýjustu smáskífu Girls Aloud, The Loving Kind, er svona tuttugu sinnum betri en lagið sem það á að fylgja.
B-hliðin kallast Memory of You en hét víst einu sinni Japan, sem þýðir að lagið er fjarskyldur ættingi lagsins Singapore sem var líka stórgóð B-hlið stelpnanna knáu.
Þó svo það virðist ótrúlegt að einhver skuli vera svo tregur að setja ekki lag eins ótrúlega gott og Memory of You á sjálfa breiðskífuna, þá skil ég þessa ákvörðun að sumu leyti.
Í fyrsta lagi, þá hefði Memory of You smellpassað á Tangled Up plötuna sem var smá myrk og „edgy“ og voða stílíseruð. Hins vegar er nýja Out of Control platan rosalega „villt“ og „skemmtileg“ og „quirky“. Ég vona að lagið hafi verið samið eftir Tangled Up, því annars er búið að kasta á glæ besta laginu sem komst aldrei á þá plötu og skella því saman með ansi annarsflokks smáskífu sveitarinnar. Svoleiðis gerir maður ekki.
Hins vegar eiga stelpurnar það til að gefa út frábærar B-hliðar öðru hverju. Androgynous Girls ... Hoxton Heroes ... Dog Without A Bone ... Kannski er þetta hluti af óumflýjanlegum og væntanlegum heimsyfirráðum Girls Aloud; áætlun sem við mannfólkið skiljum ekki enn en gegnir samt mikilvægum tilgangi í „stóru“ „myndinni“. (þ.e. THE BIG PICTURE).
ps. Það skal tekið fram að þrátt fyrir að því er virðist neikvæða umfjöllun um aðalsmáskífuna, The Loving Kind, þá finnst mér það lag stórgott. Sérstkalega í smáskífuversjóninni. Og sérstaklega þegar horft er á myndbandið með. En það er langt, langt, langt frá því að vera eins gott og Memory of You, því miður.
Brjálæði | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
The shame ...
7.2.2008 | 17:31
Og verðlaun fyrir ljótasta plakat ársins fær:
... sem ég er reyndar að fara að sjá í kvöld ...
Brjálæði | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þegar maður misskilur hlutina ...
7.2.2008 | 17:28
Ég er ekki mikið að rétta upp hönd í sumum tímunum hérna til að svara spurningum, en í dag þegar kennarinn spurði bekkinn hvort þeir gætu tekið saman ljóðið Washing Day eftir Önnu Barbauld í einföldu máli, þá þurfti ég endilega að hreyfa mig eitthvað í stólnum svo hann benti á mig.
Að sjálfsögðu ákvað ég að svara eftir bestu getu og útskýrði hvernig ljóðið fjallaði í raun og veru um kynjabaráttu þar sem þvottadagar voru "mikilvægir" fyrir konur á meðan karlmenn voru keisarar og tæknifrömuðir. Ég útskýrði hvernig heimilsstörf voru ættgeng fyrir konur (sbr. amma Barbaulds og áhugi hennar sjálfrar á deginum sem barn) á meðan völd og stærri embætti voru ættgeng fyrir karla. Ég tók sem dæmi að sápukúlur Barbaulds væru lítils virði miðað við loftbelgi Mongolfier bræðranna.
En nei. Ég gerðist sekur um grófa oftúlkun. Ljóðið er í raun og veru satíra á það hversu alvarlega allir litu á þvottadaginn. Sápukúlurnar og loftbelgurinn áttu að tákna það hversu "uppi í loftinu" karlmenn væru; að þeir væru of uppteknir af eigin leikföngum. Núna verð ég þekktur sem oftúlkarinn í bekknum. Gæti verið verra.
Brjálæði | Breytt 8.2.2008 kl. 05:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)