Færsluflokkur: OMG!
OMFG!
20.2.2009 | 19:24
Ésús.
Ok.
Í fyrsta lagi: Kylie Minogue kynnti þær. THE KYLIE!
Í öðru lagi: Sjáiði þetta intró? Sjáiði Kimberley að kíkja bakvið tjöldin?
OMFG.
Stelpurnar í Girls Aloud komu, sáu og stórsigruðu á Brits verðlaunaafhendingunni um daginn. Þær voru að vísu bara tilnefndar til tveggja verðlauna og unnu því miður bara önnur verðlaunin - fyrir bestu smáskífu ársins: The Promise. (Hin tilnefningin var fyrir bestu hljómsveit ársins).
The Promise er lag sem er ómögulegt að ná út úr hausnum á sér eftir svo lítið sem eina hlustun. Og svo er eins og það verði betra og betra í hvert skipti sem maður hlustar á það. Mér, t.d., þótti lagið ekkert sérstaklega merkilegt þegar ég heyrði það fyrst - fannst það ágætt og skemmtilegt, en alls ekkert spes þannig séð - en samt sem áður hefur því tekist að klifra upp iTunes Top 25 listann minn á metrahaða (er nr. 11 með 113 spilanir, og þar eru ekki með taldar spilanir á album version útgáfunni, sem eru 29 talsins!).
Hvað um það. Þótt þær hafi sigrað fyrir besta lag þá lá stærsti sigurinn í flutningi þeirra á þessu lagi sama kvöld. Þær nýttu tækifærið til þess að koma fram í fyrsta skipti á þessum virti verðlaunum mjög vel og hreinlega rústuðu allri mögulegri samkeppni. Atriðið þeirra var STÓRKOSTLEGT! Ég meina, intróið og umgjörðin eru svo yfirdrifið yndisleg að það er ekki annað hægt en að brosa! Og ég vil ekkert heyra um sönginn. Sjáið bara Kimberley bak við gulltjöldin í byrjuninni!! Er það ekki nóg fyrir ykkur?
Og já, The Promise er nú opinberlega búið að taka við toppsætinu af I Said Never Again (But Here We Are) fyrir bestu notkun á 1-2-3-4! byrjun. Heyr heyr og til hamingju!
ps. fylgjið þessum link og smellið á watch in high-quality ef þið viljið njóta stríðnissvips Kimbu til fullnustu!
OMG! | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Will Young og ég
27.1.2009 | 12:37
Breska poppstjarnan Will Young (þ.e. fyrsta Idolstjarna heimsins) var staddur á Íslandi nú um helgina og fór (að sjálfsögðu) á Q-bar þar sem hann dansaði við óföngulegt fylgdarlið sitt.
Sem betur fer var Valdi með augun opin og tók eftir manninum og benti mér á hann. Í dágóða stund veltum við því fyrir okkur hvort við ættum að segja eitthvað við stjörnuna, en hann virtist ekki vekja mikla athygli Q-bars gesta, og að lokum ákvað ég að slá til enda myndi ég sjá eftir öðru daginn eftir.
Svo urðum við líka að segja/gera eitthvað, því Gunni vinur okkar er var ástfanginn af Will Young en hafði ekki nennt með í bæinn sökum svetts og þ.h.
Ég gekk því upp að Will Young, spurði hvort hann væri ekki Will Young (jú, þetta var hann) og sagðist vera mikill aðdáandi (sem er ekki alveg satt, en hann á nú samt nokkur flott lög). Því næst spurði hann mig hvar allt fólkið væri (það var frekar tómt á Q-bar þessa stundina, og ég sagði honum bara að bíða, sem hann og gerði) og ég hrósaði honum fyrir að hafa minnst á Emilíönu Torrini í breska X-Factor fyrr í vetur og bað um að fá að taka í höndina á honum. Hann varð við þeirri beiðni. Svo fór ég að dansa. Dansa.
Nokkrar staðreyndir um þessa upplifun:
* Will Young er talsvert minni in person heldur en hann virðist vera í sjónvarpinu. Þetta á víst við um 90% fræga fólksins.
* Will Young er mjög kurteis.
Aðrar breskar en ekkert sérstaklega vel þekktar poppstjörnur sem hafa tekið upp myndband á Íslandi, sem ég hefði frekar verið til í að hitta á Q-bar heldur en Will Young:
Aðrar breskar en ekkert sérstaklega vel þekktar poppstjörnur sem hafa EKKI tekið upp myndband í Íslandi (ennþá), sem ég hefði frekar verið til í að hitta HVAR SEM ER heldur en Will Young:
OMG! | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Besta Girls Aloud smáskífa síðan ... nei, bíddu ...
13.1.2009 | 20:50
Ég veit ekki af hverju, en B-hliðin á nýjustu smáskífu Girls Aloud, The Loving Kind, er svona tuttugu sinnum betri en lagið sem það á að fylgja.
B-hliðin kallast Memory of You en hét víst einu sinni Japan, sem þýðir að lagið er fjarskyldur ættingi lagsins Singapore sem var líka stórgóð B-hlið stelpnanna knáu.
Þó svo það virðist ótrúlegt að einhver skuli vera svo tregur að setja ekki lag eins ótrúlega gott og Memory of You á sjálfa breiðskífuna, þá skil ég þessa ákvörðun að sumu leyti.
Í fyrsta lagi, þá hefði Memory of You smellpassað á Tangled Up plötuna sem var smá myrk og edgy og voða stílíseruð. Hins vegar er nýja Out of Control platan rosalega villt og skemmtileg og quirky. Ég vona að lagið hafi verið samið eftir Tangled Up, því annars er búið að kasta á glæ besta laginu sem komst aldrei á þá plötu og skella því saman með ansi annarsflokks smáskífu sveitarinnar. Svoleiðis gerir maður ekki.
Hins vegar eiga stelpurnar það til að gefa út frábærar B-hliðar öðru hverju. Androgynous Girls ... Hoxton Heroes ... Dog Without A Bone ... Kannski er þetta hluti af óumflýjanlegum og væntanlegum heimsyfirráðum Girls Aloud; áætlun sem við mannfólkið skiljum ekki enn en gegnir samt mikilvægum tilgangi í stóru myndinni. (þ.e. THE BIG PICTURE).
ps. Það skal tekið fram að þrátt fyrir að því er virðist neikvæða umfjöllun um aðalsmáskífuna, The Loving Kind, þá finnst mér það lag stórgott. Sérstkalega í smáskífuversjóninni. Og sérstaklega þegar horft er á myndbandið með. En það er langt, langt, langt frá því að vera eins gott og Memory of You, því miður.
OMG! | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Og þið spyrjið af hverju ég elska Girls Aloud?
4.2.2008 | 04:33
Being able to plan for and make our necessary things - instead of relying on accidents, or nature, to supply them - is one of the first signs that a society has achieved civilization. And what could be more necessary than pop? What else should we aim to pump out in such greedy, thrilling, giddying amounts?
The factory is a democratic place. Sometimes, the people working on the floor come cruising in on a Monday morning, still wearing Saturday nights make-up and Sunday mornings smile, and say, Sod this. They pull off their hair-nets, and jump on the conveyor belt themselves. They announce that they are pop stars, now. They make a band.
Thats allowed, in the factory, because we are a manufacturing country, and that means we are also allowed to manufacture ourselves. We are allowed to change our futures. We are Girls Aloud.
And in the band we manufacture, we dont have to smile, if we dont want to. We wont have dance routines that ruin our hair. We dont sing songs where we pretend that were scared, or that we cant run in our heels, or that we dont know exactly what we want. We dont need no beauty sleep. We think youre off your head. We text as we eat. We flirt while we work. We flick our finger at the world below. If wed know, or if wed cared, we would have stood around in the kitchen in our underwear.
When Jack Kerouac wrote On The Road in 1957, he said the people he loved the most were the Fabulous Yellow Roman Candles, who were mad to live, mad to talk, . We saw it on a t-shirt once. But anyone who was mad to live wouldnt want to be a Roman Candle. Roman Candles are the rubbish ones. Theyre over in thirty seconds. They dont even spin, or fly. If we were a firework, wed be a limousine full of dynamite. And wed put the fire out with vodka. If we could be bothered.
If you know someone who sounds like us, well give you a tenner. If you like someone better than us, frankly, we dont care. Were Girls Aloud. Were Made In Britain."
OMG! | Breytt s.d. kl. 04:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hann er ógeðslega frægur
4.2.2008 | 04:05
Já, í gær hitti ég ógeðslega frægan mann, forsetaframbjóðandann Barack Obama.*
Fyrir utan kannski Madonnu, þá er hann örugglega frægasta manneskja sem ég hef hitt á ævinni.
Hann hélt ræðu hérna í Target Center í Minneapolis og virkaði alveg eins og leiðtogi þjóðarinnar, þó svo hann sé það ekki alveg ennþá. Ég sver það samt, ef ég mætti kjósa hér á landi, þá myndi ég kjósa Obama í staðinn fyrir Clinton fjölskylduna einu sinni enn.
Þó svo Hilary hafi verið uppi með húmorinn þegar hún sagði að það þyrfti Clinton til að hreinsa til eftir Bush, þá svaraði hún samt ekki spurningunni: Er það virkilega eðlilegt að í 300 milljón manna landi, voldugasta ríki veraldar, að fjölskyldumeðlimir gegni forsetaembættinu 16 ár í röð?
Sumthin's voodoo 'bout that, I tell 'ya.
Ég vil samt frekar sjá hana í forsetastólnum en John "Elli" McCain, ofstækisbrjálæðinginn Huckabee eða hinn illa nefnda Mitt Romney. Hanskann í embættið!! Neiiii, ekki alveg.
Svo var einhver að tala um það að Romney notaði lagið "A Little Less Conversation" (... and a little more action) með Elvis Presley sem "framboðslagið" sitt; hann hlýtur að sjálfsögðu að gera sér grein fyrir því að það lag fjallar um skyndikynlíf, en ekki pólitísk átök?
Frú Clinton, eins og maðurinn hennar forðum, er með besta framboðslagið: "Suddenly I See" með KT Tunstall. Lesbíupopprokk eins og það gerist sykursætast. What's not to like. Bill notaði samt "Don't Stop" með Fleetwood Mac, sem verður alltaf besta framboðslagið því það var Christine Perfect (síðar McVie) sem samdi það, og allt sem hún semur er gull.
Þetta fer allt að koma í ljós á næstunni. Spennó spennó!
* það skal tekið fram að "hitti" hefur hér sömu merkingu og þegar ég "hitti" Björk Guðmundsdóttur í Ísbúð Vesturbæjar. Þ.e. hún var á sama stað á sama tíma og ég.
ps. Ég setti smá tenglalista hér við hliðina. Hann er samt soldið gallaður því hann vill ekki birtast í stafrófsröð, og svo eru stjórnborðstólin hér á blog.is MJÖG ÓÞJÁL svo ég get ekki endurraðað listanum án þess að rústa honum. Svo verðum bara öll að lifa með þessu.
OMG! | Breytt s.d. kl. 04:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)