Færsluflokkur: Le Horror
Þegar maður nennir ekki að blogga skrifar maður lista
7.2.2009 | 11:32
Síðustu daga hef ég gert fátt annað en að horfa á óháðar hryllingsmyndir, fokdýrar Hollywood myndir, stundað atvinnuleit af miklum eldmóð og tapað í pöbb-quizzum.
Meðal hápunkta þessara daga:
* Atvinnuleitin tókst það vel að ég fékk vinnu! Veió!
* Tókst að tryggja mér tvö DJ gigg á næstu dögum (14. feb og 20. mars! MARK YOUR CALENDAR!)
* Slumdog Millionaire er með betri myndum sem ég hef séð lengi.
* Valkyrie er með betri Tom Cruise myndum sem ég hef séð lengi (þetta er í sjálfu sér ekki mikið hrós, en hún var samt góð).
* Faye Dunaway er ÓTRÚLEG leikkona. Mommie Dearest er ógleymanleg mynd ... ji, ég veit ekki hvar ég á að byrja.
* Ég fékk nýja og góða hátalara á spottprís á útsölu hjá BT.
* Jamie Blanks, leikstjóri uppáhaldslélegumyndarinnar minnar (Valentine), fór aftur heim til Ástralíu eftir að Valentine floppaði stórt og gerði ódýra mynd sem heitir Storm Warning. Sú mynd er yndislega ógeðsleg og skemmtileg.
* Kláraði The Dead Zone (mjög mjög góð) og byrjaði að lesa Yosoy eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur (góð, enn sem komið er).
Meh-hlutar þessara daga:
* Sá óháðu myndina Donkey Punch (meh).
* Sá óháðu myndina Right at Your Door (meh, deilt með fimm, sinnum 0 = 0).
* Fékk aftur æði fyrir Sugababes eftir nokkrar vikur af stanslausu Girls Aloud áreiti.
Nadir:
* Sá fokdýru Hollywood myndina Confessions of a Teenage Drama Queen með LezLo Bihan í aðalhlutverki. Sjaldan hef ég séð jafn hryllilega mynd. Jesús, ég hélt ég myndi fá flog. Og ég FÍLA LezLo! Ég vona að SaMAN hafi áhrif á hana til hins betra ...
* The Black Cherries TÖPUÐU (já TÖPUÐU) Pöbb-Quizzi Q-Bars eftir tveggja vikna óbrotna sigurgöngu. VIÐ MUNUM MÆTA TVÍEFLD Í NÆSTU VIKU, SJÁIÐ BARA TIL!
Le Horror | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)