Færsluflokkur: Deiglan
Burton Returns
22.11.2009 | 18:02
Ótrúlegt en satt, þá er bara tvær og hálf vika eftir af skólanum. Eftir það þá þarf ég að klára lokaverkefnið mitt - 3-5 mínútna langa stuttmynd fyrir Directing-tímann minn, og svo er ég bara floginn heim!
Það verður fínt að koma heim og hitta allt fólkið þar. Þó maður sé orðinn sjóaður í svona löngum námsferðum til útlanda, þá er samt alltaf spennandi að fara heim til Íslands um jólin og á sumrin. Líka, þegar ég vaknaði í morgun þá gat ég ekki hægt að hugsa um Góu Hraun, svo það verðu fínt að endurnýja kynni mín við íslenskt nammi. Amerískt nammi er ógeðslegt.
Þessi helgi er líklegast sú fyrsta rólega síðan ég kom hingað út. Mér tókst að klára meira og minna öll heimaverkefni fyrir Thanksgiving fríið í næstu viku, og hafði tíma til að heimsækja MoMA (Museum of Modern Art) í fyrsta skiptið í gær. Þar er verið að opna sýningu tileinkaða Tim Burton. Búið að hæpa þetta mikið upp hérna, og mjög spennandi að sjá hvernig þetta allt lítur út.
Sýning sjálf opnar ekki fyrr en í dag en hún stendur yfir til 26. apríl, svo það er nægur tími til að kíkja (svo fæ ég líka frítt inn því ég er nemi í Columbia, veió). Tilgangur ferðarinnar í gær var að fara í bíó - allar myndirnar hans Burton verða sýndar í stórum bíósal næsta hálfa árið. Í gær fór ég að sjá Edward Scissorhands og Batman Returns. Ég hef séð þær báðar margoft, en það var ótrúlega skemmtilegt að horfa á þær með troðfullum sal (týpu-hlutfallið var samt furðulegt: 50% venjulegt fólk, 25% emo/mainstream-goth/post-Burton-Twilight-kids, 25% ellilífeyrisþegar). Sérstaklega Batman Returns - Christopher Walken vakti sérstaklega mikla kátínu áhorfenda og myndin er uppfull af frábærum línum sem virka best í svona fullum sal.
Batman Returns er semsagt aftur orðin uppáhalds Batman myndin mín. Hún tekur sig það mátulega alvarlega að Christopher Nolan myndirnar virka hálf tilgerðarlegar í samanburði. Og Nolan myndirnar eru ekki með tónlist eftir Danny Elfman, heldur. Og Michael Keaton er svona tuttugusinnum svalari Batman en Christian Bale. Val Kilmer er svalari en Christian Bale.
Batman Returns er líka með langflottustu markaðsherferð allra Batman-myndanna.
Öll 8 plakötin má finna hér.
Deiglan | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er þetta Kreppunni að þakka?
5.3.2009 | 18:46
Sumir vilja meina að eitt af því góða sem Kreppan hefur haft í för með sér, sé vinalegra viðmót landans. Ég á nú alveg eftir að sjá slík dæmi í verki til þess að geta sammælst þessari hugmynd, en eitt er þó víst að Apple á Íslandi er búið að ráða til sín nýja PR-manneskju sem er talsvert vinalegri en áður hefur þekkst.
Nýjasti fjöldapósturinn frá þeim var barasta skemmtilegur. Og fyndinn. Og mann langaði næstum því til að gleyma allri stirðbusalegri þjónustunni sem maður hefur þurft að sæta frá þessu fyrirtæki hingað til.
Þar sem ég elska Apple og allt sem það góða fyrirtæki skapar, þá finnst mér það nokkuð gott að útibúið á Íslandi skuli vera að lappa upp á ímynd sína. Verðin, þó svo þau séu enn há, eru heldur ekki eins hryllilega óyfirstíganleg og þau hafa oft virtst vera. Nýji iMakkinn kostar t.a.m. aðeins tæpar 250.000 kr.
Oh hvað mig langar í!!!
Hugleiðingar um Óskarinn 2009
24.2.2009 | 21:37
Það sem máli skiptir:
1. Danny Boyle vann
2. Sophia Loren er ennþá fabú
3. Einhver (í þetta skiptið Sean Penn) fékk að halda tilfinningaþrungna, pólitíska ræðu sem tengdist beinlínis myndinni sem hann vann verðlaunin fyrir.
Annað:
* Hugh Jackman tókst vel til.
* Beyonce stal senunni.
* Baz Luhrmann var ekki að fíla sitt hlutverk í sjóinu.
* SJP er með kryppu og er óþolandi.
* Jennifer Aniston hlýtur að hafa liðið illa uppi á sviði að kynna barnalegustu verðlaunin ásamt Jack Black á meðan gullparið Brangelina sat á fremsta bekk með græna demanta og nýfægð Colgatebrosin on display.
* Christopher Walken er orðinn gaaaamall. :(
* Meryl Streep er að taka við hlutverki Jack Nicholson sem svona omnipresent gamalmenni. Nema hvað að hún er ennþá sæt og æði. Hann er líka æði reyndar ... ji.
Það sem skipti engu máli:
* The Curious Case of Benjamin Button.
OMFG!
20.2.2009 | 19:24
Ésús.
Ok.
Í fyrsta lagi: Kylie Minogue kynnti þær. THE KYLIE!
Í öðru lagi: Sjáiði þetta intró? Sjáiði Kimberley að kíkja bakvið tjöldin?
OMFG.
Stelpurnar í Girls Aloud komu, sáu og stórsigruðu á Brits verðlaunaafhendingunni um daginn. Þær voru að vísu bara tilnefndar til tveggja verðlauna og unnu því miður bara önnur verðlaunin - fyrir bestu smáskífu ársins: The Promise. (Hin tilnefningin var fyrir bestu hljómsveit ársins).
The Promise er lag sem er ómögulegt að ná út úr hausnum á sér eftir svo lítið sem eina hlustun. Og svo er eins og það verði betra og betra í hvert skipti sem maður hlustar á það. Mér, t.d., þótti lagið ekkert sérstaklega merkilegt þegar ég heyrði það fyrst - fannst það ágætt og skemmtilegt, en alls ekkert spes þannig séð - en samt sem áður hefur því tekist að klifra upp iTunes Top 25 listann minn á metrahaða (er nr. 11 með 113 spilanir, og þar eru ekki með taldar spilanir á album version útgáfunni, sem eru 29 talsins!).
Hvað um það. Þótt þær hafi sigrað fyrir besta lag þá lá stærsti sigurinn í flutningi þeirra á þessu lagi sama kvöld. Þær nýttu tækifærið til þess að koma fram í fyrsta skipti á þessum virti verðlaunum mjög vel og hreinlega rústuðu allri mögulegri samkeppni. Atriðið þeirra var STÓRKOSTLEGT! Ég meina, intróið og umgjörðin eru svo yfirdrifið yndisleg að það er ekki annað hægt en að brosa! Og ég vil ekkert heyra um sönginn. Sjáið bara Kimberley bak við gulltjöldin í byrjuninni!! Er það ekki nóg fyrir ykkur?
Og já, The Promise er nú opinberlega búið að taka við toppsætinu af I Said Never Again (But Here We Are) fyrir bestu notkun á 1-2-3-4! byrjun. Heyr heyr og til hamingju!
ps. fylgjið þessum link og smellið á watch in high-quality ef þið viljið njóta stríðnissvips Kimbu til fullnustu!
Deiglan | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í Fréttablaðinu í dag var viðtal við þrjá gaura sem ætla að setja af stað einhvers konar prógram fyrir ungt fólk til aðZZZZZZzzzzzzzzzzzzzzzz.
Fyrir utan það, þá komu þeir með einn góðan punkt í þessu viðtali: fyrst að krakkar niður í 16 ára eru farnir að borga nefskatt fyrir RÚV, er það þá ekki sjálfsagt að RÚV höfði til þessa hóps? Til dæmis með Rás 3, sem yrði þá eins og ríkisrekin FM957, nema bara án allra pínlegu stælanna og alls hryllilega málfarsins?
Ég býð mig fram til að stýra þessari stöð. Eða að minnsta kosti einum þætti. Hann gæti heitið Dreams of Number One. Eða Hvar er Birgitta?
Deiglan | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Pub-Quiz og táragas
23.1.2009 | 13:14
Gáfumannahópurinn The Black Cherry sigraði með miklum yfirburðum á Pub-Quizzi Q-bars núna um daginn. Tileinka ég sigurinn Tinu Turner og Ankara.
Í verðlaun voru þrír mögulegir vinningar: 1) stóri potturinn (þ.e. e-ð um 14.000 kr, fer hækkandi með hverri keppni sem enginn dregur hann), 2) Átta bjórar og 3) Hvítvínsflaska. Og kannski rauð líka.
Á þessum tímum óvissu og kreppu hefði verið yndislegt að vinna peningana og deila þeim niður á þrjá meðlimina. Kannski ekki mikill peningur, en samt eitthvað.
Hins vegar var heppnin ekki með okkur og við drógum bjórana átta. Sem, þegar við pælum í því, er ekki svo slæmt heldur. Einn okkar þriggja er bindindismaður sem gerir það að verkum að bjórarnir átta skiptast milli tveggja, þ.e. fjórir á mann. Og hver bjór kostar 800 kr., sem þýðir að í raun erum við að spara okkur 3200 kr. með þessum vinning. Og þar sem 14.000 deilt með þremur er aðeins lítið hærri upphæð en rúmar þrjúþúsund krónur, þá getum við bara prísað okkur sæla. Jahá og amen.
Eftir stórsigurinn var ferð okkar vina (ásamt Queen B og DJ Glim) heitið að Alþingishúsinu þar sem kominn var saman skríll og lýður sem kastaði e-um óþverra í átt að húsinu og lögreglumönnum sem brugðust ókvæða við og sprautuðu táragasi yfir hópinn. Við sluppum ósærð, öllsömul, en þetta var mikið sjónarspil og merkilegt að upplifa svona á okkar friðsæla fróni.
Ég er algjörlega team-löðregla og team-friðsæl mótmæli. Hitt liðið þarf aðeins að fara að róa sig, enda hljóta svona læti að enda í stórslysi innan skamms.
Deiglan | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)