Færsluflokkur: Fjölmiðlar
OMFG!
20.2.2009 | 19:24
Ésús.
Ok.
Í fyrsta lagi: Kylie Minogue kynnti þær. THE KYLIE!
Í öðru lagi: Sjáiði þetta intró? Sjáiði Kimberley að kíkja bakvið tjöldin?
OMFG.
Stelpurnar í Girls Aloud komu, sáu og stórsigruðu á Brits verðlaunaafhendingunni um daginn. Þær voru að vísu bara tilnefndar til tveggja verðlauna og unnu því miður bara önnur verðlaunin - fyrir bestu smáskífu ársins: The Promise. (Hin tilnefningin var fyrir bestu hljómsveit ársins).
The Promise er lag sem er ómögulegt að ná út úr hausnum á sér eftir svo lítið sem eina hlustun. Og svo er eins og það verði betra og betra í hvert skipti sem maður hlustar á það. Mér, t.d., þótti lagið ekkert sérstaklega merkilegt þegar ég heyrði það fyrst - fannst það ágætt og skemmtilegt, en alls ekkert spes þannig séð - en samt sem áður hefur því tekist að klifra upp iTunes Top 25 listann minn á metrahaða (er nr. 11 með 113 spilanir, og þar eru ekki með taldar spilanir á album version útgáfunni, sem eru 29 talsins!).
Hvað um það. Þótt þær hafi sigrað fyrir besta lag þá lá stærsti sigurinn í flutningi þeirra á þessu lagi sama kvöld. Þær nýttu tækifærið til þess að koma fram í fyrsta skipti á þessum virti verðlaunum mjög vel og hreinlega rústuðu allri mögulegri samkeppni. Atriðið þeirra var STÓRKOSTLEGT! Ég meina, intróið og umgjörðin eru svo yfirdrifið yndisleg að það er ekki annað hægt en að brosa! Og ég vil ekkert heyra um sönginn. Sjáið bara Kimberley bak við gulltjöldin í byrjuninni!! Er það ekki nóg fyrir ykkur?
Og já, The Promise er nú opinberlega búið að taka við toppsætinu af I Said Never Again (But Here We Are) fyrir bestu notkun á 1-2-3-4! byrjun. Heyr heyr og til hamingju!
ps. fylgjið þessum link og smellið á watch in high-quality ef þið viljið njóta stríðnissvips Kimbu til fullnustu!
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í Fréttablaðinu í dag var viðtal við þrjá gaura sem ætla að setja af stað einhvers konar prógram fyrir ungt fólk til aðZZZZZZzzzzzzzzzzzzzzzz.
Fyrir utan það, þá komu þeir með einn góðan punkt í þessu viðtali: fyrst að krakkar niður í 16 ára eru farnir að borga nefskatt fyrir RÚV, er það þá ekki sjálfsagt að RÚV höfði til þessa hóps? Til dæmis með Rás 3, sem yrði þá eins og ríkisrekin FM957, nema bara án allra pínlegu stælanna og alls hryllilega málfarsins?
Ég býð mig fram til að stýra þessari stöð. Eða að minnsta kosti einum þætti. Hann gæti heitið Dreams of Number One. Eða Hvar er Birgitta?
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)