Færsluflokkur: Kvikmyndir
Burton Returns
22.11.2009 | 18:02
Ótrúlegt en satt, þá er bara tvær og hálf vika eftir af skólanum. Eftir það þá þarf ég að klára lokaverkefnið mitt - 3-5 mínútna langa stuttmynd fyrir Directing-tímann minn, og svo er ég bara floginn heim!
Það verður fínt að koma heim og hitta allt fólkið þar. Þó maður sé orðinn sjóaður í svona löngum námsferðum til útlanda, þá er samt alltaf spennandi að fara heim til Íslands um jólin og á sumrin. Líka, þegar ég vaknaði í morgun þá gat ég ekki hægt að hugsa um Góu Hraun, svo það verðu fínt að endurnýja kynni mín við íslenskt nammi. Amerískt nammi er ógeðslegt.
Þessi helgi er líklegast sú fyrsta rólega síðan ég kom hingað út. Mér tókst að klára meira og minna öll heimaverkefni fyrir Thanksgiving fríið í næstu viku, og hafði tíma til að heimsækja MoMA (Museum of Modern Art) í fyrsta skiptið í gær. Þar er verið að opna sýningu tileinkaða Tim Burton. Búið að hæpa þetta mikið upp hérna, og mjög spennandi að sjá hvernig þetta allt lítur út.
Sýning sjálf opnar ekki fyrr en í dag en hún stendur yfir til 26. apríl, svo það er nægur tími til að kíkja (svo fæ ég líka frítt inn því ég er nemi í Columbia, veió). Tilgangur ferðarinnar í gær var að fara í bíó - allar myndirnar hans Burton verða sýndar í stórum bíósal næsta hálfa árið. Í gær fór ég að sjá Edward Scissorhands og Batman Returns. Ég hef séð þær báðar margoft, en það var ótrúlega skemmtilegt að horfa á þær með troðfullum sal (týpu-hlutfallið var samt furðulegt: 50% venjulegt fólk, 25% emo/mainstream-goth/post-Burton-Twilight-kids, 25% ellilífeyrisþegar). Sérstaklega Batman Returns - Christopher Walken vakti sérstaklega mikla kátínu áhorfenda og myndin er uppfull af frábærum línum sem virka best í svona fullum sal.
Batman Returns er semsagt aftur orðin uppáhalds Batman myndin mín. Hún tekur sig það mátulega alvarlega að Christopher Nolan myndirnar virka hálf tilgerðarlegar í samanburði. Og Nolan myndirnar eru ekki með tónlist eftir Danny Elfman, heldur. Og Michael Keaton er svona tuttugusinnum svalari Batman en Christian Bale. Val Kilmer er svalari en Christian Bale.
Batman Returns er líka með langflottustu markaðsherferð allra Batman-myndanna.
Öll 8 plakötin má finna hér.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Skólarapp
14.9.2009 | 16:37
Það er aðeins erfiðara að byrja aftur í skóla en ég hélt. Aðallega erfitt að skipuleggja sig ... sérstaklega í þessari viku sem er að byrja.
Núna er í gangi svolítið sem kallast crit-week, sem þýðir að við þurfum ekki að mæta í tíma (bara fyrirlestra) en í staðinn þurfum við að mæta í myndavéla-og hljóð workshops og svo fylgjast með annars-árs nemum sýna verkefnin sem þeir unnu að í sumar. Þessi verkefni eru kölluð 8-12 myndir, því þau eiga að vera 8-12 mínútna löng, og sýningarnar eru þannig að þrír prófessorar og svo hópur af fyrsta árs nemum horfir á myndirnar í skólastofu, og síðan taka prófessorarnir sig til við að gagnrýna myndirnar í tætlur.
Þetta er víst mjög taugatrekkjandi fyrir þá sem eiga myndirnar, en mjög skemmtilegt fyrir hina. Okkur var einnig sagt að við myndum hlæja að þessu núna í ár en gráta á næsta ári þegar við sýnum okkar myndir ...
Þar sem þessar sýningar og svo worksjoppin eru á mismunandi tímum, þá þurfum við að skrá okkur í tímana og þurfum að passa upp á að tímarnir stangist ekki á. Sem mér þykir ótrúlega flókið í augnablikinu .. og ég er svolítið stressaður að ég sé búinn að tví-, ef ekki þríbóka mig í vikunni.
En þetta reeeeeddast, eins og við Íslendingar segjum.
Ég er líka byrjaður að gera tilraunir við eldamennsku hérna úti. Eldaði minn rómaða (lesist: ekki rómaða) núðlurétt í fyrradag og hann heppnaðist bara ágætlega. Svo gerði ég tortillur í gær, sem heppnuðust líka vel. Tortillurnar mínar og núðlurétturinn eiga það sameiginlegt að innihalda nákvæmlega sama hráefnið nema að það eru tortillur og salsasósa í þeim fyrri og núðlur og stir-fry sósa í þeim seinni. Svona er ég tilraunagjarn.
Talandi um að elda mat, þá ætla ég að lýsa kostum og ókostum þess að versla hérna í New York.
Kostir:
* Kjúklingur er ógeðslega ódýr.
Ókostir:
* Allt annað er ÓGEÐSLEGA dýrt.
Þar hafiði það.
Ég lofa að birta myndir bráðum! Tölvan mín er bara orðin svo yfirgengilega hægfara að ég þori ekki að tengja myndavélina mína við hana af hræðslu við að hún fari yfirum ... Ég ætla hins vegar að birta mynd af skemmtilegri mynd sem ég sá um daginn, Orphan. Mjöööög skemmtileg. Smá rusl, og alls ekki lógísk, en flott, skemmtileg og spennandi! Mæli með henni fyrir þá sem vilja heiladauða skemmtun.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hugleiðingar um Óskarinn 2009
24.2.2009 | 21:37
Það sem máli skiptir:
1. Danny Boyle vann
2. Sophia Loren er ennþá fabú
3. Einhver (í þetta skiptið Sean Penn) fékk að halda tilfinningaþrungna, pólitíska ræðu sem tengdist beinlínis myndinni sem hann vann verðlaunin fyrir.
Annað:
* Hugh Jackman tókst vel til.
* Beyonce stal senunni.
* Baz Luhrmann var ekki að fíla sitt hlutverk í sjóinu.
* SJP er með kryppu og er óþolandi.
* Jennifer Aniston hlýtur að hafa liðið illa uppi á sviði að kynna barnalegustu verðlaunin ásamt Jack Black á meðan gullparið Brangelina sat á fremsta bekk með græna demanta og nýfægð Colgatebrosin on display.
* Christopher Walken er orðinn gaaaamall. :(
* Meryl Streep er að taka við hlutverki Jack Nicholson sem svona omnipresent gamalmenni. Nema hvað að hún er ennþá sæt og æði. Hann er líka æði reyndar ... ji.
Það sem skipti engu máli:
* The Curious Case of Benjamin Button.
Fólk er fífl, pt. 1
14.2.2009 | 02:56
Kæru lesendur,
einhvern tímann á lífsleiðinni hafið þið án efa hugsað með ykkur að fólk sé fífl, einhverra hluta vegna. Kannski ekki í svo mörgum orðum, kannski ekki á svona grófan hátt, en ég leyfi mér að fullyrða að inntak merkingarinnar hafi verið keimlíkt hjá all flestum.
Lesendur góðir, þið eruð ekki einir. Ég, einnig, hef hugsað á svipaðan hátt. Efnistök þessa pistils, sem og þeirra sem honum munu fylgja, eru tileinkuð þessum tilfellum þegar okkur finnst, einfaldlega, fólk vera fífl.
Við byrjum á kvikmyndasýningu í Laugarásbíói.
Myndin sem um ræðir er My Bloody Valentine 3D, endurgerð samnefndrar myndar (sans 3D) frá 1981. Sú er kanadísk, nokkuð óþekkt, og ekkert sérstaklega merkileg nema horft sé á hana óklippta.
Svona er söguþræðinum lýst á imdb.com:
Tom returns to his hometown on the tenth anniversary of the Valentine's night massacre that claimed the lives of 22 people. Instead of a homecoming, however, Tom finds himself suspected of committing the murders, and it seems like his old flame is the only one will believes he's innocent.
Þetta á sér allt stað í nýtísklulegri þrívídd.
Nú, til að byrja með, hver sá sem fer á þessa mynd, þessa endurgerð, í þeim tilgangi að upplifa eitthvert kvikmyndakonfekt hlýtur að vera fífl. Ég meina, er einhver á okkar tímum, post-Scream og allt sem þeirri mynd fylgdi, sem horfir á unglingahryllingsmyndir og býst við því að þær séu góðar? Í alvörunni góðar? Ég meina, til er fólk eins og ég sem hefur lúmskt gaman af þessari tegund kvikmynda en af allt öðrum ástæðum en flest fólk sem leggur leið sína í kvikmyndahús.
Til þess að orða þetta einfaldar: maður fer ekki á mynd eins og My Bloody Valentine 3D til þess að sjá eitthvað gott. Maður fer vegna þess að mann langar til að sjá blóðsúthellingar í þrívídd. Punktur.
Víkjum þá aftur að umræddu kvikmyndahúsi á umræddri sýningu. Ímyndum okkur að við séum að horfa á þessa mynd, og að við höfum svona la-la gaman af henni því hún er alls ekki leiðinleg en heldur alls ekkert góð, og að allt í einu fari gaurarnir tveir sem sitja fyrir aftan mann að tala um hversu léleg myndin er.
Þetta í sjálfu sér er ekkert ófyrirgefanlegt, enda eru þeir bara að segja það sem allir eru að hugsa: myndin er léleg. En þeim nægir ekki að segja það upphátt, heldur verða þeir að ræða það líka af hverju myndin er léleg. Leikurinn, til dæmis, er þeim ekki að skapi og þeir minnast á það (nokkrum sinnum) að leikhópurinn þurfi ekki að halda í sér andanum þegar kemur að afhendingu Óskarsverðlaunanna í mánuðinum. Ha-ha.
Ég get alveg ímyndað mér þá fyrir aftan mig á nýju endurgerðinni á Friday the 13th, að ræða hversu léleg nýja myndin er miðað við yfirburðar kvikmyndalistina sem bar fyrir augu í þeirri upprunalegu.
EPIC FAIL.
Þér finna sig einnig knúna til að ýkja hlátur í hvert skipti sem eitthvað hallærislegt gerist (hallærislegt í merkingunni eitthvað sem gerist vanalega í hryllingsmyndum; fólk sem deyr á sóðalegan hátt; fólk sem tekur vitlausar ákvarðanir; o.s.frv., o.s.frv.) Eftir mjög stuttan tíma er þetta orðið óþolandi og þá verður manni kannski spurn:
Hvort er hlægilegra: a) spaugilega léleg unglingahryllingsmynd eða, b) gaurarnir tveir sem borguðu sig inn á sömu mynd (sem heitir My Bloody Valentine 3D) og borguðu ekki bara almennt gjald heldur heilar 1200 kr. fyrir afnot af þrívíddargleraugum og sitja svo og telja sig gera gáfulegt grín að myndinni með því að kommenta á það sem fram fer á meðan kvikmyndagerðarmennirnir græða milljónir dollara (a.m.k. 50 milljónir enn sem komið er) á viðskiptum m.a. þeirra? Ég minni á að myndin sem þeir borguðu sig inn á heitir My Bloody Valentine 3D.
Vísbending: SVARIÐ ER EKKI VALMÖGULEIKI A).
Um myndina sjálfa er hægt að segja það að hún er ekki jafn góð og upprunalega kanadíska myndin, sem var sjálf ekkert sérstaklega góð hvort eð er. Þrívíddartæknin, hins vegar, er merkileg og kemur á óvart. Manni finnst maður vera að horfa á, ja, veruleikann en ekki flatt tjald. Það tók þó langan tíma að venjast gleraugunum og ég er ekki einu sinni viss um að mér hafi tekist að venjast þeim fullkomlega. Tæknin er sannarlega flott en það á enn eftir að laga hitt og þetta.
Ef það er satt sem ég heyri, að þar sem tæknin er fullkomnust þá þurfi maður engin gleraugu heldur sjá vel staðsettir myndvarpar um að skapa þrívíddina beint fyrir augum manns, þá hlakka ég til að sjá slíka tækni hér á landi!
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 03:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þegar maður nennir ekki að blogga skrifar maður lista
7.2.2009 | 11:32
Síðustu daga hef ég gert fátt annað en að horfa á óháðar hryllingsmyndir, fokdýrar Hollywood myndir, stundað atvinnuleit af miklum eldmóð og tapað í pöbb-quizzum.
Meðal hápunkta þessara daga:
* Atvinnuleitin tókst það vel að ég fékk vinnu! Veió!
* Tókst að tryggja mér tvö DJ gigg á næstu dögum (14. feb og 20. mars! MARK YOUR CALENDAR!)
* Slumdog Millionaire er með betri myndum sem ég hef séð lengi.
* Valkyrie er með betri Tom Cruise myndum sem ég hef séð lengi (þetta er í sjálfu sér ekki mikið hrós, en hún var samt góð).
* Faye Dunaway er ÓTRÚLEG leikkona. Mommie Dearest er ógleymanleg mynd ... ji, ég veit ekki hvar ég á að byrja.
* Ég fékk nýja og góða hátalara á spottprís á útsölu hjá BT.
* Jamie Blanks, leikstjóri uppáhaldslélegumyndarinnar minnar (Valentine), fór aftur heim til Ástralíu eftir að Valentine floppaði stórt og gerði ódýra mynd sem heitir Storm Warning. Sú mynd er yndislega ógeðsleg og skemmtileg.
* Kláraði The Dead Zone (mjög mjög góð) og byrjaði að lesa Yosoy eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur (góð, enn sem komið er).
Meh-hlutar þessara daga:
* Sá óháðu myndina Donkey Punch (meh).
* Sá óháðu myndina Right at Your Door (meh, deilt með fimm, sinnum 0 = 0).
* Fékk aftur æði fyrir Sugababes eftir nokkrar vikur af stanslausu Girls Aloud áreiti.
Nadir:
* Sá fokdýru Hollywood myndina Confessions of a Teenage Drama Queen með LezLo Bihan í aðalhlutverki. Sjaldan hef ég séð jafn hryllilega mynd. Jesús, ég hélt ég myndi fá flog. Og ég FÍLA LezLo! Ég vona að SaMAN hafi áhrif á hana til hins betra ...
* The Black Cherries TÖPUÐU (já TÖPUÐU) Pöbb-Quizzi Q-Bars eftir tveggja vikna óbrotna sigurgöngu. VIÐ MUNUM MÆTA TVÍEFLD Í NÆSTU VIKU, SJÁIÐ BARA TIL!
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tveggja orða gagnrýni um kvikmyndina Gone Baby Gone (2007), leikstýrðri af Ben Affleck og með bróður hans, „leikaranum“ Casey Affleck, í aðalhlutverki
21.1.2009 | 13:55
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Rogue (2007)
18.1.2009 | 18:38
Fyrir nokkrum árum komu foreldrar mínir heim frá Bandaríkjunum og gáfu mér kvikmyndina Wolf Creek. Þetta væri ekki frásögum færandi nema fyrir það að Wolf Creek er ansi hrottaleg og ógeðfelld hryllingsmynd og miðað við það sem ég hafði heyrt um hana, þá var ég ekkert sérstaklega spenntur fyrir henni.
En fyrst ég átti hana núna, þá fannst mér ég verða að horfa á hana, sem ég og gerði, og - voulá! - mér fannst hún bara ansi fín. Flott, vel gerð, spennandi og svolítið andstyggileg. Ég er enginn sérstakur aðdáandi hinna svokölluðu torture-porn mynda sem fylgdu í kjölfar Hostel, en sem betur fer er leikstjóri Wolf Creek, Greg McLean, svona hundrað sinnum færari en Eli Roth.
Ég var því ansi spenntur þegar ég heyrði að næsta mynd McLeans yrði Rogue - spennumynd um risakrókódí. Að mínu mati er alls ekki nóg til af myndum um risakrókódíla. Sú síðasta sem var næstum því þess virði að sjá var Lake Placid, sem flaut þó nær eingöngu á nokkrum góðum bröndurum og skemmtilegum leikarahóp.
Þessi tegund kvikmynda - þ.e. menn vs. náttúran/dýr/skrímsli - er í miklu uppáhaldi hjá mér, og ef sagan gerist í frumskógi þá eru næstum því 100% líkur á því að ég eigi eftir að fíla hana, sama hversu léleg hún er. Sjá t.d. Anaconda og Congo, sem eru snilldarverk í dulargervi.
Ég byrjaði því að horfa á Rogue með góðar vonir um að hún yrði mjög skemmtileg mynd. Hvernig æxluðust svo málin?
Jú, ég get ekki neitað því að myndin var skemmtileg. Hún byrjar ansi vel, með skemmtilegum persónum og góðum áströlskum húmor. Ástralska landslagið er sömuleiðis mjög fallegt og fyrri hluti myndarinnar lítur afskaplega vel út. McLean byggir spennuna upp hægt og rólega - kannski einum of hægt og rólega fyrir minn smekk - og passar sig á því að sýna krókódílinn stóra ekki of mikið. Óheppnar sögupersónur hverfa sporlaust og einu ummerkin um hvarfið er hreyfing í ánni sem þær stóðu við o.s.frv. Allt er þetta ágætlega gert en ekkert sérstaklega spennandi.
Þegar atburðarrásin fer almennilega í gang verður skemmtilegra að horfa, og þó svo myndin verði aldrei beinlínis leiðinleg þá er það ákveðinn galli að hún fer mjög troðnar slóðir í því hvernig eftirlifendurnir reyna að koma sér undan krókódílnum og í því hvernig krókódíllinn geymir fórnarlömb sín. Miðað við það hversu McLean virðist vera fær um að stjórna myndavélinni og hvernig hann nær að skapa áhugaverðar persónur, þá er hann ekkert sérstaklega laginn við að búa til frumlegar aðstæður til þess að koma persónunum og myndavélinni fyrir í.
Stóran hluta myndarinnar gat ég heldur ekki annað en séð hliðstæður milli hins ástralska McLeans og hins breska Neil Marshall. Báðir byrjuðu þeir feril sinn með ódýrum myndum sem eru voða þeirra-lenskar og tengjast úlfum á einn eða annan hátt (þ.e. Marshall með Dog Soldiers og svo Wolf Creek hjá McLean). Og svo fylgja þeir þessum fyrstu myndum sínum eftir með menn vs. náttúran mynd; Marshall með hina stórkostlegu The Descent og svo McLean með Rogue. En þar sem Marshall virðist fara fram frekar en eitthvað annað, þá er ekki annað hægt að segja um Rogue en að hún er veldur talsverðum vonbrigðum miðað við forvera hennar.
Þó svo skemmtileg B-hryllingsmynd um risakrókódíl sé alltaf ánægjuleg afþreying, þá vonaðist ég til þess að McLean myndi krydda aðeins upp á klisjuna. En því miður steinliggur Rogue í meðalmennskunni hvað varðar söguþráð og framvindu, og það eina sem upphefur hana er góður húmorinn og fínir leikarar. Ja, eða fín leikkona: Radha Mitchell er mjög skemmtileg í sínu hlutverki, en því miður fær hún ekki að vera aksjón-konan sem hún er kynnt sem í byrjun.
Ég mæli því eingöngu með Rogue fyrir þá sem fíluðu t.d. Anaconda, þó svo mér hafi persónulega fundist sú mynd miklu skemmtilegri. Það er enginn Jon Voight í Rogue. :(
2.5/5
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 18:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
When there is no more room in hell ...
15.1.2009 | 16:07
Þegar maður hefur lítið að gera og helgin nálgast er stundum ágætt að leyfa sér smá hryllingsmyndamaraþon. Ég geri þetta nú ekki oft - síðasta skiptið var á hrekkjavöku og þar á undan ... man ekki hvenær það var. En á morgun, föstudaginn 16. janúar, ætla ég að taka fyrir eina þekktustu seríu hrollvekjugreinarinnar, þ.e. Dead-myndirnar hans George Romeros.
Lænuppið verður því eitthvað á þessa leið (glöggir geta kannski séð það fyrir ...): Night of the Living Dead fyrst, svo Dawn of the Dead (er að spá í að horfa á evrópska-köttið hans Argentos í fyrsta sinn, enda er sú útgáfa styttri), þá Day of the Dead og að lokum Land of the Dead, sem ég var að fá á 299 kr. á útsölu í Skífunni. Nei, það er nefnilega ekki bara rusl sem fæst þar.
Ef þið voruð glögg hér að ofan þá takið þið kannski eftir því að á þennan lista vantar síðustu Dead-myndina; Diary of the Dead sem kom út í fyrra. Ég sá þá mynd í bíó í Minneapolis og langaði til þess að gubba því hún var svo hrikalega léleg og yfirgengilega gervileg. Romero hefur yfirleitt tekist það vel að blanda saman hrylling, ádeilu og húmor, en í Diary misheppnaðist þessi blanda allsvakalega.
Í staðinn fyrir Diary, þá er það ekki ómögulegt að ég setji í tækið endurgerðina af Dawn í staðinn, ja eða kannski bara endurgerðina af Night sem Savini gerði í byrjun níunda áratugarins. Þetta fer að sjálfsögðu allt eftir stemningu, þreytu og matar/drykkjarbirgðum.
Ég hef ekki horft á þessar myndir í nokkuð langan tíma svo ég er vel spenntur fyrir þessu maraþoni og mun eflaust birta hér nánar útlistanir á tilfinningum mínum í garð þessara mynda svona snemma árs 2009.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
The shame ...
7.2.2008 | 17:31
Og verðlaun fyrir ljótasta plakat ársins fær:
... sem ég er reyndar að fara að sjá í kvöld ...
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Lélegur hryllingur: Halloween 2007
5.2.2008 | 06:04
Svo horfði ég líka á Halloween endurgerðina hans Rob Zombies. Vá hvað það var ömurleg mynd. Öööööömurleg.
Og það er ekki eins og ég líti á fyrstu Halloween myndina sem einhvern heilagan kaleik í kvikmyndaheiminum. Hún er góð; hún er mikilvæg í hryllingsmyndasögunni; hún skapaði einn eftirminnilegasta vondakall fyrr og síðar; en ég fíla hana ekkert sérstaklega mikið.
Af John Carpenter myndum þá fíla ég miklu meira seinni myndirnar hans. The Thing ... Big Trouble in Little China ... Prince of Darkness ... meira að segja The Fog og They Live eru myndir sem ég myndi miklu frekar horfa á í staðinn fyrir Halloween. Og af Halloween myndunum, þá er Halloween 4 myndin sem ég horfi hvað oftast á. Hún er líka eina framhaldsmyndin sem er eitthvað varið í.
Halloween 2007 er einfaldlega léleg mynd. Það er ekkert gott við hana. Hún er asnaleg og heimskuleg. Hún er augljós og illa gerð, ljót og leiðinleg. Allt sem gekk upp í fyrstu myndinni er asnalegt í þessari, vegna þess að Zombie hefur ekki hugmynd um hvað hann er að gera. Og allt sem hann bætir við ... maður verður að spyrja sig, til hvers? Til hvers?!
Öll "baksaga" Michael Myers er svo barnaleg og ósannfærandi að það er ótrúlegt. Hann býr hjá foreldrum sem blóta mikið og rífast. Honum er strítt í skólanum. Hann drepur ketti og mýs. Ergo, hann verður sálarlaus fjöldamorðingi. Miðað við það hversu langt Zombie gengur til að sýna fram á það hvernig Michael Myers var "skapaður" af ytri aðstæðum, þá er það hálf hlægilegt hversu ótrúverðugur hinn fullorðni Myers er miðað við unga Myers. Það er ekkert sem gerist í myndinni sem fær áhorfendurna til að trúa því að litli strákurinn sé svona illur (því hann er einfaldlega alltof kátur og hress í myndinni), svo þegar stóri vondi Myers birtist allt í einu eftir "15 árum síðar" titilinn, þá gæti hann allt eins verið allt önnur manneskja. Öll baksagan er tilgangslaus. (Sérstaklega atriðin með Frk. Zombie, Sheri Moon Zombie, að strippa ... !!!!)
Og ef Zombie ætlaði baksögunni að skapa einhverja samúð með eða búa til einhvern áhuga á Myers-persónunni í seinni hluta myndarinnar (sem er næstum því scene-by-scene endurgerð á upprunalegu myndinni), þá mistekst það algjörlega. Við höfum enga hugmynd um hvað það er sem drífur Myers áfram, þó svo það virðist vera eitt af aðalatriðum myndarinnar, og okkur er alveg sama. Þetta er Halloween mynd. Þær ganga út á eitt: Michael Myers drepur unglinga og er svo drepinn sjálfur. Svo hverfur líkið. Cue next sequel.
Unglingarnir sem Myers drepur í þessari mynd eru einstaklega pirrandi og illa leiknir. Það afskar samt ekki meðferðina sem þeir fá hjá Zombie. Nei, það er ekki nóg að drepa þessa leikara, heldur þurfa þeir líka að vera naktir og líða hrikalegar misþyrmingar sem geta ekki talist skemmtun á neinum mælikvarða. Þetta er það sem "torture-porn" undirgrein hryllingsmyndarinnar hefur fært okkur: Ljótar, leiðinlegar og einfaldlega óáhorfanlegar myndir.
Það versta við þetta allt saman er það að Zombie virðist vilja afsaka allt ofbeldið: "Það er ástæða fyrir þessu," öskra sum atriðin í myndinni. Fyrst drepur Myers bara fólk sem er leiðinlegt við hann eða kallar hann illum nöfnum. Svo drepur hann bara hvern sem er.
Ég veit ekki hvernig Rob Zombie tókst að púsla saman The Devil's Rejects - mynd sem var ekki bara vel gerð og skemmtileg, heldur innihélt margar senur sem voru allt að því íkónískar - en hann stígur stórt, asnalegt feilspor með þessari endurgerð. Og það er hálf írónískt að maðurinn sem sagði eftirfarandi um dýrar endurgerðir á ódýrum klassískum hryllingsmyndum (það er móðins í dag) skuli hafa skrifað og leikstýrt ekki bara verstu slíkri endurgerð, heldur líka þeirri sem sýnir það svart á hvítu hvernig nútíma kvikmyndagerðarmenn misskilja algjörlega bæði áhorfendur í dag og áhorfendur upprunalegu myndanna. Það var ekki mega-ofbeldi og pseudo-sálfræði sem gerði Halloween að metsölumynd árið 1978, og það virkar heldur ekki í dag.
"I feel it's the worst thing any filmmaker can do. I actually got a call from my agent and they asked me if I wanted to be involved with the remake of Chain Saw. I said no fucking way! Those movies are perfect - you're only going to make yourself look like an asshole by remaking them. Go remake something that's a piece of shit and make it good. Like with my movie (House of 1000 Corpses) I have elements of Chain Saw in it because I love that movie so much, but I wouldn't dare want to "remake" it. It's like a band trying to be another band. You can sound like The Beatles, but you can't be The Beatles." - Rob Zombie, hálfviti.