MOA

Ameríkanar hafa mikið gaman af því að skammstafa hluti. MOA er, augljóslega, Mall of America, þar sem ég var í sex klukkutíma í dag. Mikið gaman, mikið stuð. Ég er voooooða þreyttur.

Þetta er engin smásmíði, þessi verslunarmiðstöð, og fyrstu klukkutímarnir fóru í það að ganga hringinn í kringum hverja hæð og átta sig á því hvaða búðir voru til staðar. Síðan fóru næstu klukkutímar í það að finna búðirnar aftur, enda ekki mjög auðvelt þegar um er að ræða 400 verslanir á þremur stórum hæðum. Já, og svo er líka skemmtigarður í miðri byggingunni en við fórum því miður ekki þangað að þessu sinni (þó svo mig hafi langað til þess ...)

Já, það er allt stórt í Ameríku. Eins og til dæmis The State Fair sem ég var að tala um um daginn (og lofaði myndum af ...) Það var alveg mega-stór sýning og það tók okkur þrjá klukkutíma að ganga kringum allt svæðið. Vegna þess hversu ótrúlega stórt þetta svæði var þá tókst okkur því miður ekki að kíkja á suma stærri sýningarbásana og misstum þess vegna af miklu, eins og t.d. stærsta svíni landsins og þvíumlíku. Það hefði nú verið ágætis mynd, ha?

Verst fannst mér þó að finna ekki hana Princess Kay of the Milky Way, hverrar andlit skorið í smjör var. Ég held reyndar að það sé ekki ennþá búið að krýna hana, annars hefði ég örugglega fundið hana. Ég fann því í staðinn Smjörprinsessuna frá því í fyrra, hana Audrey Mohr.



Og svona lítur hún út í alvörunni.



Ótrúleg list hér á ferð.

Annars eru komnar upp myndir á facebook síðunni minni! Ég held að fólk geti skoðað myndirnar án þess að vera meðlimir facebook, en kommentið bara og látið mig vita ef svo er ekki og þá birti ég þær hér í staðinn! :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fínar myndir. Gott veður. Fólk með geðveikisleg augnaráð. Þú virðist í góðum málum.

En þetta dj*f*lsins Last FM drasl sem þú ert með skyggir á bloggfærslurnar þínar og hindrar lestur minn. Vinsamlegast losaðu þig við þetta eða gerðu aðrar ráðstafanir. 

Baldvin Kári (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 02:22

2 Smámynd: Erlingur Óttar Thoroddsen

Já ... en þá veit fólk ekki hvað ég er búinn að hlusta mikið á nýja lagið með Britney Spears! ... en já, you have a point. Og ég er búinn að reyna að laga ... ég skal reyna meir ...

Erlingur Óttar Thoroddsen, 3.9.2007 kl. 05:18

3 identicon

Hafðu þökk. Þetta virðist komið í lag núna.

En í alvörunni ... Britney Spears?

Baldvin Kári (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 14:27

4 Smámynd: Erlingur Óttar Thoroddsen

Hallóóóó! NÝJA lagið með Britney, skiluru! She crazy! Og það byrjar á línunni: "It's Britney, bitch." Cooooool!

Erlingur Óttar Thoroddsen, 3.9.2007 kl. 14:46

5 identicon

OmG hvað þetta er fyndið!!! ég vil eiga mynd af mér í smjöri!! ætti kanski að taka mér þetta fyrir hendur koma síðan heit frá evrópu á næstu svona hátið!! hehehe

En gaman að lesa að allt gangi vel svo erum ég og gelllllan mjög heitar fyrir að koma og veita þér þá hamingju að fá okkur í heimsókn!! og er plaggatið ekki komið upp á vegg!!?

ást og lukka frá Mér

Katrín bcn (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 13:17

6 identicon

bwahahhahaha, Erlingur ég skora á þig að koma með frosið smjörlíkan af þér heim um jólin

Guðrún Hulda Pálsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 21:58

7 identicon

Hæhæ. Gengur allt vel þarna hjá þér? Er skólinn byrjaður - og er góð háskólaleikfimi?! Ég veit ekki afhverju, en ég gerði blogg - og það er þarna skrifað, ef þú kíkir einhvern tíma við. Svo ætla ég að kaupa myndavél... módernismi, aye. Kv. Berglind

Berglind Ýr (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 18:20

8 identicon

..þetta er bara dásamlegt! mig langar samt mest að henda mer í smjörið og baða mig nakin í því...nei nu fór eg með það eins og vanalega held eg, en eg læt það standa, þvi ég veit að þú saknar min sárt sárt, og þá er eins gott að fá mig bara beint i æð herna á netinu! heyrðu jaháts hvað við erum spenntar fyrir þvi að koma til þin, eg spurði katrinu án gríns hvort hun væri ekki buin að vera að kikja á för frá spáni (vá hvað þetta eru yndislegir kallar)  ahaha...heyrðu og já skemmtilegar myndir, ég se að þér leiðist ei, það er góðs viti! og ut í annað: ertu ekki kominn með skype enn? farðu að koma þer í það ef það er enn ógert, þá skal eg kannsk senda þer myndir á diski  (þessi kall er klárlega bestur!, eg pant vera hann!)

 hef það ei lengra að sinni, er nebbla með smá svefnagalsa og guð einn veit hvað eg gæti látið út mér ef ég held skrifunum áfram...þannig að brjóst brjóst og ríðingar, over and out

Gjellan! (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband