Ýmislegt skemmtilegt
11.9.2007 | 05:12
Jahá, það hefur ýmislegt gengið á síðustu daga!
Ég fór í fyrsta ameríska partýið mitt, fór í fyrsta skiptið í skóla í ameríku, sá í annað skiptið á ævinni háhýsi í návígi (já, er ég ekki sveitó?), sá rústir af brú sem hrundi og spilaði póker í fyrsta skiptið í "alvörunni" (þ.e. í fyrsta skiptið með fólki sem tók spilið alvarlega. Mjög alvarlega). Já og svo vann ég tvo keiluleiki í röð! Það, skal ég segja ykkur, kom mér afskaplega mikið á óvart.
Partýið: Þetta var eiginlega tvöfalt afmælispartý hjá Joe vini mínum frá Sviss og vinkonu hans, Katie. Sem betur fer var ég búinn að hitta Katie og nokkra aðra vini hans Joe áður, svo mér leið ekki algjörlega utanvelta. Mér tókst meira að segja að læða inn einu "Push the Button" og einu "Something Kinda Ooooh", gestum til gífurlegrar hrifningar.
Skólinn: Er merkilegur. Í fyrsta lagi eru kennararnir gífurlega metnaðarfullir og himinhá skólagjöldin fara greinilega ekki til spillis. Hins vegar er ég bara með tvo kennara sem kenna mér tímana fjóra sem ég fer í. Annar þeirra er kurteis, settlegur svartur maður sem klæðist fínum skóm og rúllukragapeysum. Hann talar svo lágt að það er næstum því ómögulegt að hlusta á hann, sem er alls ekki gott. Ég held reyndar að ég sé ekki einn um það að skilja ekki orð af því sem hann segir því alltaf þegar hann biður okkur um að glósa þá líta nemendurnir upp ráðvilltir og leita svara í andlitum jafnráðvilltra samnemenda sinna.
Hinn kennarinn er ung, grimm pólsk lesbía sem á von á barni með kærustunni sinni. Þ.e. kærastan á von á barni. Það verður jólabarn. Þetta fengum við að vita strax í fyrsta tímanum. Hún virðist líka vera einn af vinsælustu kennurum skólans, enda eru tímarnir hennar þéttsettnir og fólk fylgir henni greinilega eftir. Hins vegar er ég smá hræddur við hana. Ég var að enda við að lesa yfir námslýsinguna á einu námskeiðinu og ég er einfaldlega hræddur. Ég veit ekki alveg til hvers hún ætlast af okkur ...
Ég er þess vegna farinn að íhuga alvarlega að skipta út tveimur kúrsum. Ég held að ein Grimmhildur og einn Bangsímon séu alveg nóg af hinu (Disney) góða fyrir mig. Er ekki líka skemmtilegra að hafa aðeins fjölbreyttara úrval? Júúúú, ég held það. Skipti um tíma á morgun! Nýju tímarnir verða: Creative Writing (úje) og African American Literature, sem hljómar mjög spennandi.
Háhýsi/borgir: St. Paul er mjög leiðinleg borg. Minneapolis er mjög skemmtileg borg. Fact.
Póker: Ég veit ekki hvort ég á að skrifa nokkuð um pókerinn. Þarf að halda póker-feisinu, bannað að segja of mikið.
Það eru líka meðfylgjandi myndir (og myndir af öðrum hlutum) hérna til hliðar! Enjoy! :D
Ég fór í fyrsta ameríska partýið mitt, fór í fyrsta skiptið í skóla í ameríku, sá í annað skiptið á ævinni háhýsi í návígi (já, er ég ekki sveitó?), sá rústir af brú sem hrundi og spilaði póker í fyrsta skiptið í "alvörunni" (þ.e. í fyrsta skiptið með fólki sem tók spilið alvarlega. Mjög alvarlega). Já og svo vann ég tvo keiluleiki í röð! Það, skal ég segja ykkur, kom mér afskaplega mikið á óvart.
Partýið: Þetta var eiginlega tvöfalt afmælispartý hjá Joe vini mínum frá Sviss og vinkonu hans, Katie. Sem betur fer var ég búinn að hitta Katie og nokkra aðra vini hans Joe áður, svo mér leið ekki algjörlega utanvelta. Mér tókst meira að segja að læða inn einu "Push the Button" og einu "Something Kinda Ooooh", gestum til gífurlegrar hrifningar.
Skólinn: Er merkilegur. Í fyrsta lagi eru kennararnir gífurlega metnaðarfullir og himinhá skólagjöldin fara greinilega ekki til spillis. Hins vegar er ég bara með tvo kennara sem kenna mér tímana fjóra sem ég fer í. Annar þeirra er kurteis, settlegur svartur maður sem klæðist fínum skóm og rúllukragapeysum. Hann talar svo lágt að það er næstum því ómögulegt að hlusta á hann, sem er alls ekki gott. Ég held reyndar að ég sé ekki einn um það að skilja ekki orð af því sem hann segir því alltaf þegar hann biður okkur um að glósa þá líta nemendurnir upp ráðvilltir og leita svara í andlitum jafnráðvilltra samnemenda sinna.
Hinn kennarinn er ung, grimm pólsk lesbía sem á von á barni með kærustunni sinni. Þ.e. kærastan á von á barni. Það verður jólabarn. Þetta fengum við að vita strax í fyrsta tímanum. Hún virðist líka vera einn af vinsælustu kennurum skólans, enda eru tímarnir hennar þéttsettnir og fólk fylgir henni greinilega eftir. Hins vegar er ég smá hræddur við hana. Ég var að enda við að lesa yfir námslýsinguna á einu námskeiðinu og ég er einfaldlega hræddur. Ég veit ekki alveg til hvers hún ætlast af okkur ...
Ég er þess vegna farinn að íhuga alvarlega að skipta út tveimur kúrsum. Ég held að ein Grimmhildur og einn Bangsímon séu alveg nóg af hinu (Disney) góða fyrir mig. Er ekki líka skemmtilegra að hafa aðeins fjölbreyttara úrval? Júúúú, ég held það. Skipti um tíma á morgun! Nýju tímarnir verða: Creative Writing (úje) og African American Literature, sem hljómar mjög spennandi.
Háhýsi/borgir: St. Paul er mjög leiðinleg borg. Minneapolis er mjög skemmtileg borg. Fact.
Póker: Ég veit ekki hvort ég á að skrifa nokkuð um pókerinn. Þarf að halda póker-feisinu, bannað að segja of mikið.
Það eru líka meðfylgjandi myndir (og myndir af öðrum hlutum) hérna til hliðar! Enjoy! :D
Athugasemdir
þú er fyndinn.
ég saknaði þess að sjá þig á torfhildarkvöld hér um daginn og að vera samfó í skólann.
en ég fórna því fyrir skemmtileg skrif (sem eiga eftir að verða enn betri þegar á líður "creative writing" kúrsinn )
Jóhanna Björk (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 11:17
Heyrðu svarti lágstemmdi maðurinn kenndi mér líka. Ég ákvað hinsvegar eftir fyrsta tímann að skipta, m.a. vegna þess hversu ótrúlega lágt hann talaði svo ég heyrði ekkert í honum, en líka reyndar vegna þess að námsefnið óverlappaði með kúrs sem ég hafði þegar tekið hérna heima.
Og já ég hef verið að stelast til að lesa bloggið þitt af forvitni yfir hvernig Hamline tekur á móti þér.
Una Sighvatsdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 17:03
Og já ég er sammála með St.Paul, ég vissi ekki hvert ég ætti að snúa mér til að finna eitthvað skemmtilegt í miðbænum, og það reyndist ekki vera margt. Nema Mickey's Diner, hamborgaravagninn, hann var ágætur. Annars fátt áhugavert.
Ég átti líka frekar erfitt með að ná áttum í þessum borgum, vegna skorts á landslagi og kennileitum. Á auðveldara með að rata í borgum eins og San Francisco og New York eftir aðeins vikustopp þar, heldur en í twin cities eftir 6 mánuði.
Una Sighvatsdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 17:11
Reyndar var allt lokað í St. Paul þegar við fórum þangað, svo ég er kannski smá fordómafullur ... hehe, en ég kíki þangað aftur! Og omg já hvað hann talar lágt! Þetta er ekki einu sinni fyndið lengur ... :S
lingur (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 22:30
Það sem mér finnst merkilegast í þessari færslu er keilan. Hvernig gastu unnið í keilu? Hvað gerðist? Hver ertu og hvað gerðirðu við Erling?
Baldvin Kári (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 00:29
You can call me the Dude. Or His Dudeness ... El Duderino ... ;)
lingur (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 02:07
Djöfull.. ég vissi ekki að þú spilaðir póker
ég skal taka af þér peningana einhvetíman þegar þú kemur aftur heim! ;)
p.s. Ég er með stelpu sem heitir Björg í Japönsku og ég kannast rosalega við hana, held að hún sé vinkona þín. Ég er að fara í shushi partý til hennar í kvöld og ætla að reyna að komast að því.
Blellert,
Stefán
bróðir þinn, stefán (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 18:07
hún heitir björk ...
Stefán (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 20:02
hmmm, Björk Guðmundsdóttir? Ég þekki hana vel (eða það segi ég amk fólki hérna ...)
Gæti verið að ég þekki hana, er ekki 100% viss ... þú verður bara að spyrja!
Ps. ertu búinn að gera eitthvað í sambandi við tónlistina fyrir myndina?? ;)
erlingur (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 00:26
Hæhæ. Ég var að reyna að senda þér tölvupóst á lingur (AT) simnet.is en fékk hann bara í hausinn aftur. Er ekki allt í lagi með póstinn þinn? Hvað sé um að ske?
Baldvin Kári (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 03:46
Hmmm .. þú ættir að geta sent meil núna, amk ...
erlingur (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.