Hugleiðingar á laugardagsmorgni

Eftir að hafa heimsótt bar-klúbbinn Drink í gær hef ég komist að eftirfarandi óhrekjanlegum staðreyndum:

* Allir barþjónar í Bandaríkjunum hafa horft á Cocktail oftar en einu sinni og eru með alla klúbb-barþjóna-taktana á hreinu. Þessir taktar fela m.a. í sér að hella í glös á meðan þeir kasta öðrum glösum upp í loftið og ná að grípa þau um leið og fyrra glasið er fullt; að vera dónalegir á skemmtilegan hátt hvor við annan og við gesti staðarins; að þeir eru óeðlilega fljótir að afgreiða pantanir, stórar sem litlar; að þeir eru með tippsið sitt oft límt við ennið á sér.

Ég held að ekkert af þessu eigi við um íslenska barþjóna.

* Ameríkanar eru mjög hrifnir af rapp-hip-hop-urban-r&b "danstónlist" sem er samt varla danstónlist heldur frekar leiðinleg takttónlist. Sumir staðir spila bara þessa tónlist. Aðrir staðir spila 70% þessa tónlist og 30% aðra tónlist, sem er stundum betri en stundum verri. Drink er einn af seinni stöðunum.

* Það er til mjög mikið af amerískum lögum sem allir innfæddir þekkja en við á Íslandi höfum aldrei heyrt, þrátt fyrir að vera gegnsýrð af amerískri tónlist. Þar á meðal eru lög eins og Crazy Bitch og Save a Horse, Ride a Cowboy, sem var tileinkað kvenfólkinu á staðnum, gestum til mikillar gleði.

* Amerískar stelpur eiga það til að reyna að dansa eins og dansarar í grófustu rappvídjóunum, þrátt fyrir það að eiga sjálfar engan möguleika á því að komast í slíkt vídjó.

* Amerískir klúbbar spila ekki evrópska tónlist sem þýðir að þeir spila ekki breska tónlist sem þýðir að ég á aldrei eftir að heyra Rachel Stevens öskra "I said never again - but here we are!" (þrátt fyrir að hafa heyrt hana í skóbúð í verslunarmiðstöðinni Har Mar Mall).

* Ameríkanar geta skemmt sér á reyklausum stöðum án þess að kvarta yfir ólykt sem er að mestu leyti ímynduð.

Áður en við fórum á Drink þá fór ég í fyrsta skiptið á hafnaboltaleik. Og þá meina ég alvöru hafnaboltaleik! Nánari lýsing + myndir í næstu færslu, eruði ekki spennt?!?!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú myndir skrifa um eitthvað annað en evrópska danstónlist og hafnabolta þá hefði ég kannski eitthvað að segja.

Baldvin Kári (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 03:46

2 identicon

You are living the american dream

guðrún hulda (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 12:59

3 identicon

Takk fyrir afmæliskveðjuna:) ég var obboslega glöð!!
Ég vil fá að sjá myndir af glæsilega herberginu þínu:D
Farðu svo að fá þér skype svo ég geti nú hringt í þig! Lov U!

Sigga (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 12:42

4 identicon

ef þú þarf að kvarta undan herbergisfélaganum þínum þá er til sérstök heimasíða fyrir það. :)

kveðja, steve 

stefán (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband