Svo margt!

Já, það er svo margt að skrifa um! Við skulum bara taka þetta step-by-step og vona að ég gleymi engu ...

1. New York

Um helgina var miðsvetrarfrí í skólanum svo mér datt í hug að fara til New York að heimsækja hann Baldvin! Sem ég og gerði og það var afskaplega skemmtileg ferð. Fyrir utan að sjá típíska ferðamannastaði á borð við Frelsisstyttuna, Empire State bygginguna og Times Square, þá hjálpaði ég Baldvin að gera stuttmynd fyrir skólann sinn, söng sex sinnum karókí (m.a. Avril Lavigne! úje!), fór á seleb-skemmtistað á flottasta staðnum í bænum en sá engin seleb :( (hins vegar voru Ashley Olsen og Lance Armstrong víst að kyssast þar á mánudaginn! :D), og naut þess að vera í þessari stórkostlegu borg.


"Why'd you have to go and make things so complicated!" :)

Voða skemmtileg ferð og fá Baldvin og Elín sérstakar kveðjur! Gaman að hitta "gömlu" vinina aftur!

2. They Suck

Stuttmyndin They Suck er tilbúin. TILBÚIN!

Já, þetta er sama myndin og ég hef verið að gera síðustu hundrað árin. Betra seint en aldrei, yes? Hohoho ... Ég er búinn að dunda mér við að búa til smá pakat og hér er afraksturinn:



Smá fótósjopp djobb. Gaman að þessu.

Ég er líka búinn að ákveða að stofna kvikmyndagerðarfélagið Hægt og bítandi og verður They Suck fyrsta mynd þess félags. Tvöfalda merkingin er augljós, en ég ætla samt að útskýra hana:

1) Hægt - vegna þess að ég geri allt svo hægt
2) Bítandi - vegna þess að myndin er um vampírur

Clever, yes?

3. Halloween

Hrekkjavaka var haldin hér á landi núna á miðvikudaginn og það var voða skemmtilegt. Flottasti búningurinn var án efa samlokukonan í kaffiteríunni sem klæddi sig eins og belja (dýrið). Ég vildi að ég hefði tekið mynd af því ...

Ég ákvað, eftir mikla umhugsun, að vera Eurotrash vampíra. Það var frekar einfaldur búningur en ég held að hann hafi virkað alveg ágætlega. Þjóðverjarnir sem ég eyði mestum tíma með voru allir í svipuðum gír, svo ég smellpassaði í hópinn.


"I want to drink your blooooood!"

Hins vegar er hægt að geta þess að mikill skandall kom upp í skólanum eftir Hrekkjavökuna því einhverjir í "skólaelítunni" (þ.e. e-ir meðlimir ruðningsliðsins, klappstýrur og meðlimir nemendaráðsins) klæddu sig upp í "blackface". U.þ.b. 200 myndir af þessu fólki voru hengdar upp um alla veggi skólans (og voru svo rifnar niður) og nú er víst búið að reka e-a úr ruðningsliðinu og það er allt í rugli. Baby mama drama, just the way I like it! :)

Hrekkjavöku-hryllingsmynda-maraþonið mitt var frekar aumt, en þó tókst mér að horfa á einhverjar myndir. Hérna er listi yfir þær, í gæðaröð:

Death Proof - Mjööööög góð
Bug - Mjööööög góð
Demons - Trashy ass fun
Feast - Trashy ass fun
Return of the Living dead - Trashy ass fun
Planet Terror - Lala
Lizard in a Woman's Skin - Lala
Hellraiser 3 - Ojjjjjjjjjjjjjjjjjjjjj


Á sjálfan 31. október horfði ég svo á Freddy's Dead: The Final Nightmare (þ.e. "síðustu" Nighmare on Elm Street myndina, eða nr. 6 (það eru samt tvær í viðbót ...)) sem mér fannst viðeigandi því ég held barasta að það sé fyrsta alvöru hryllingsmyndin sem ég man eftir að hafa séð, á Stöðvarfirði árið nítjánhundruðnítutíuoglítið (man ik nákvæmlega hvenær ...)

Hún fær því að sjálfsögðu að vera Mjöööööög góð (en er í raun á veru e-s staðar á milli Trashy ass fun og Ojjjjjjjjjjjjjjjjjj).

Semi/non-horror ...
Cruising - Mjöööööög góð
Carlito's Way - Mjöööööög góð

+ nokkrir X-Files þættir úr 7. seríu m/ BK og G&T - Mjööööööööööööööög gott!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkominn aftur í bloggheima og takk fyrir að setja þessa fallegu mynd af mér á netið.

BTW: XFÆLS + G&T = FOKKING FRAMÚRSKARANDI !!!

PS: fór aftur á tælenska staðinn áðan. Fékk mér sama réttinn aftur. Luv it.

Baldvin Kári (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 06:38

2 identicon

VEEEEIIII!!! Ég sá einmitt trailerinn í gær, hann er æði!

Það væri samt algjör snilld ef við gætum öll séð hana saman, en það eru víst ekki miklar líkur á að við náum því, sökum landfræðilegrar stöðu okkar :( Hvenær fæ ég að sjá hana?? :-D

kv. Baby McBibbs

...PS: ætli það séu til óskarsverðlaun fyrir hraðtal?? ;)

Bryndís (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 13:24

3 identicon

Ég sendi þér mail á elli_smellur, en fékk villumeldingu- geturðu sent mér mailið þitt? :)

Bryndís (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 18:42

4 identicon

hæbs ákvað bara að kvitta fyrir mig svo þú vissir að ég væri nú að fylgjast með þér og væri nú ekki búin að gleyma þér ;)

Fríða (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 14:51

5 identicon

TIL HAMINGJU!!! þvílík gleði hlýtur að ríkja í fallega hjartanu þínu! hvenær, hvar og hvernig væri hægt að sjá sigurinn!?

Katrín (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 22:29

6 identicon

omg!!!! ertu með blogg???? og notaru facebook frekar en myspace???!

i am in shock! datt í hug að skella mér inná blogspottið þitt og það leiddi mig hingað á moggablogg!! hahaha hí á þig! en ég er allavega búin að liggja yfir því síðan ég fann það, alveg áðan, og er búin að hlæja mikið og sakna þín meira!! og svo er ekki hægt að kommenta aftur í tímann! en ætla mér að fylgjast ógesslega vel með þessu, svo ég segi bara eins og ru paul: YOU BETTER WORK :D

1/2 Dj Bling (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 23:13

7 identicon

Hæ Fríða, ég er heldur ekki búinn að gleyma þér ;)

Erlingur (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband