Nú snjóar bara!
6.11.2007 | 02:27
Já, það byrjaði að snjóa hérna í dag. Ekkert mikið. Það sá ekki á jörðinni eftir á, en svo sannarlega snjór. Og svo er líka orðið ógeðslega kalt, sem er ekki gaman. Sem betur fer er búið að setja hitann á dormið!
Hinsvegar er ég ekki ánægður út í skólayfirvöld þessa dagana. Af einhverjum fáránlegum ástæðum var ákveðið upp úr þurru (eða a.m.k. án þess að láta vita af því) að setja takmarkanir á netaðgang nemenda. Ég get semsagt bara verið í 2 klukkutíma í einu á netinu og eftir þann tíma þarf ég að tengja mig aftur. Ekkert flókið, bara pirrandi.
Það er samt ekki það slæma. Nei, hryllingurinn sem fylgir þessu er sá að núna er búið að loka fyrir allt torrent-dánlód sem þýðir að ég get ekki lengur stolið lögum og myndum af netinu. Þetta er náttúrulega ömurlegt í alla staði. Hvernig á ég að lifa það af að heyra ekki nýjustu útleknu lög allra minna uppáhaldslistamanna?? Eða horft á myndir sem ég tími ekki að sjá í bíó eða kaupa eða leigja??
Ha???!!!
Og ekki getur maður kvartað. "Hey, ég get ekki lengur stolið tónlist af netinu. FIX IT!" Ég held að fólk myndi ekki hlusta.
Það sem maður þarf að þola hérna!
Athugasemdir
iTunes music store, maður!
Halldóra (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 03:07
Er nammi pakkinn kominn?
ella magga (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 09:54
Já, nammið er komið! Takk kærlega fyrir það :D
Erlingur (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 17:41
Tek undir með HK! iTunes er málið ... kaupir lag á dollara stykkið ... ég keypti Across the Únívers þannig :)
Baldvin Kári (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 18:10
En ef ég ákveð svo seinna að kaupa geisladiskinn, sem ég geri oft, þá vil ég ekki borga tvisvar sinnum fyrir lagið/lögin.
Og svo treysti ég ekki iTunes lögum. Þeau eru ekki í jafngóðum gæðum og á geisladiskum (bara 192 kps) og svo eru allskonar takmarkanir á þeim.
Erlingur (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.