Jólakveðja frá Heidi Klum

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Núna er kominn 1. desember sem þýðir að nú má hlusta á jólalög aftur! Og í tilefni dagsins er byrjað að snjóa á fullu hérna í St. Paul. Þeir kalla þetta snjóstorm, innfæddir, sem er ekki það sama og íslenskur snjóstormur. Það er t.d. voða lítill vindur. En hins vegar er búist við því að það verði 6 þumlunga snjófall bara í dag! Það eru rúmlega 15 sentímetrar af snjó!

Ef þessi dagur er ekki tilvalinn til að hlusta á jólalagið hennar Heidi Klum, Wonderland, þá veit ég ekki hvað. Ef þið hlustið á það núna, þá þurfið þið aldrei aftur að heyra það og þá verða jólin kannski bærilegri?



Hræðilegasta jólalag allra tíma? Eða það besta?

Ég er a.m.k. búinn að hlusta á nokkur ágæt jólalög í dag. "Ég hlakka svo til" er náttúrulega alltaf skemmtilegast.

Hvað er uppáhaldsjólalagið ykkar?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit svo sannarlega ekki hvort er betra, myndbandið eða lagið

Diddi (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 13:15

2 identicon

Jiminn eini... þetta er svo hriiiiikalegt lag/myndband ég bara veit ekki hvað.

Það jafnast ekkert á við Jólahjól ;) 

Sólveig Rós (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 17:09

3 identicon

hæ.. eg aftur en omg hahahahahahaha eg man þegar við vorum að horfa a þetta með baldvin.. var ekki einhver sem datt a golfið ur hlatri?

jedudda.. eg elska hana allavega og jolalagið sem mer finns ömurlegast er: ef eg nenni! það er ogeð

Birna (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband