Montblogg
3.12.2007 | 16:23
Já, ég bara verð!
Ég er í einum kúrs hérna sem heitir "Creative Writing" þar sem við skrifum ljóð og smásögur og svoleiðis. Ég hef nú aldrei verið neitt sérstaklega mikið fyrir ljóðin, svo ég fókusaði ekkert sérstaklega mikið á þann part, en núna erum við í smásögunum og vorum að fá fyrstu söguna okkar til baka með kommentum frá kennaranum.
Minni sögu fylgdi heil blaðsíða af kommentum sem enduðu á þessum orðum: "Anyway, this is such an accomplished piece of writing. Consider sending it out for publication. Thank you!"
!!!
Já, þetta gleður mitt litla hjarta! Sérstaklega þar sem ég þjáist af ólæknandi sjúkdóm sem lýsir sér þannig að mér finnst allt sem ég geri lélegt um leið og ég sendi það fram mér - þó mér finnist það kannski æðislegt á meðan ég er að skrifa það. Um leið og ég sleppi takinu, þá er það strax orðið ömurlegt. Svo það er fínt að fá svona "professional" álit til að slá í mig eitthvað vit.
Ég er í einum kúrs hérna sem heitir "Creative Writing" þar sem við skrifum ljóð og smásögur og svoleiðis. Ég hef nú aldrei verið neitt sérstaklega mikið fyrir ljóðin, svo ég fókusaði ekkert sérstaklega mikið á þann part, en núna erum við í smásögunum og vorum að fá fyrstu söguna okkar til baka með kommentum frá kennaranum.
Minni sögu fylgdi heil blaðsíða af kommentum sem enduðu á þessum orðum: "Anyway, this is such an accomplished piece of writing. Consider sending it out for publication. Thank you!"
!!!
Já, þetta gleður mitt litla hjarta! Sérstaklega þar sem ég þjáist af ólæknandi sjúkdóm sem lýsir sér þannig að mér finnst allt sem ég geri lélegt um leið og ég sendi það fram mér - þó mér finnist það kannski æðislegt á meðan ég er að skrifa það. Um leið og ég sleppi takinu, þá er það strax orðið ömurlegt. Svo það er fínt að fá svona "professional" álit til að slá í mig eitthvað vit.
Athugasemdir
Frábært! Til hamingju, snillingur. Nú verð ég bara forvitin og langar að lesa meistaraverkið.
Halldóra (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 17:36
Já, ég hef alltaf vitað þetta, og farðu nú bara að trúa því Frábært hjá þér, hlakka til að lesa söguna
Ella Magga (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 19:41
Til hamingju með þetta. Biddu kennarann að benda þér á tímarit þar sem þú gætir mögulega fengið söguna birta! Væri hægt að fá að lesa söguna?
Steindór J. Erlingsson (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 09:07
Til hamingju. Mikið verður gaman þegar lesningin á náttborðinu mínu verða ritverk eftir EÓT, við afi erum stolt og glöð. Hlökkum til að sjá þig 21.
Anna Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 12:02
Veió! Ég bæti mér hér með í hóp hamingjuóskenda: Til hamingju!
Og ég segi líka eins og aðrir: Er hægt að fá að lesa söguna? :)
Baldvin Kári (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.