Kuldi, próf og smá horror!

Hér er búið að vera óeðlilega kalt síðustu daga, svona um -20° C. Í dag finnst okkur vera frekar hlýtt því það er bara -3° C ...

Annars taumlaus gleði í gangi hjá mér. Í því sem ég var að læra á fullu fyrir próf (því núna eru "finals" í gangi), þá fann ég fyrir tilviljun titil á kvikmynd sem ég hef verið að hugsa um í næstum því 15 ár!

Já, 15 ár!

Þetta byrjaði allt einhvern tímann árið 1992 þegar ég sá hina merkilegu heimildamynd Fear in the Dark, sem fjallaði um hryllingsmyndir og alls kyns hluti þeim tengdum. Í þessari mynd voru sýnd brot úr fjölmörgum hryllingsmyndum sem hafa síðar komist í mikið uppáhald hjá mér: Opera, Hellraiser, Texas Chain Saw Massacre, og fleiri fleiri.

Fyrir utan allar "frægu" myndirnar sem skörtuðu íkónum sem var mjög auðvelt að þekkja (s.s. Pinhead, Michael Myers eða Gunnar Hansen), þá var slatti af myndum sem ég þekkti ekki þá en hef hægt og rólega verið að bera kennsl á síðan. Þar ber kannski helst að nefna fyrrnefnda óperumynd, enda var flottasta senan úr henni eitt af brotunum í myndinni.

Hins vegar hefur ein mynd - eða brot úr einni mynd - alltaf setið eftir í huga mér, en fyrir utan brotið þá vissi ég ekkert um myndina. Og þar sem það eru talsvert mörg ár síðan ég sá Fear in the Dark þá var ég ekki einu sinni viss um að ég mundi rétt eftir senunni sem var þar sýnd. Mig rámaði í hóp af fólki ... svo var maður sem hristist allur til ... og kona sem fylgdist hrædd með ... og svo allt í einu var fullt af blóði og ógeði sem kom upp úr manninum og ... já, við skulum bara segja að það sem gerðist svo var nógu eftirminnilegt til að skilja eftir ógleymanlegt far í minningum mínum.

Og í dag, skal ég ykkur segja, í dag þá fann ég ekki bara titilinn á þessari mynd heldur SJÁLFA SENUNA! Á YouTube! Guði sé lof fyrir YouTube!

Mér finnst eins og ég hafi verið að ljúka við heilapúsluspil sem ég hef verið að setja saman síðan 1992. Þetta eru mikið gleðitíðindi.

Dömur mínar og herrar, ég kynni fyrir ykkur indónesísku hryllingsmyndina Ratu ilmu hitam (Queen of Black Magic) frá 1979. **VARÚÐ** Þetta er alls ekki fyrir viðkvæmar sálir! Þið eigið aldrei eftir að gleyma þeim myndum sem koma fram í þessari klippu. Trúið mér! Í 15 ár hef ég munað þessi andartök ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eg er að lata senuna hlaðast niður en er með a pasu og er að velta fyrir mer hvort eg eigi nokkuð að vera að horfa.. u know me.. scream gerði mer illt hvað þa þetta.. omg

Birna (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 23:27

2 identicon

oj eg horfði a milli litlafingurs og baugfingurs en lokaði þeim baðum þegar hausinn for af og slökkti! oj

Birna (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband