Það hefur kannski ekki farið framhjá neinum ...

... en Goldfrapp (a.k.a. Uppáhaldshljómsveit Erlings ársins 2006, a.k.a. Það Eina Sem Erlingur Hlustaði Á Árið 2006, Og Stóran Hluta 2007 Líka) ætlar að gefa út nýja plötu í lok febrúar.

Svona lítur plötuumslagið út:



Gordjöss, yes?

Og talandi um fegurð, þá mæli ég með því að fólk horfi á fyrsta vídjóið af þessari nýju plötu, við lagið A&E. Ótrúlega flott myndband, eins og var við að búast, og skemmtilega "öðruvísi" lag. Sem er samt ekkert svo öðruvísi ef maður hefur heyrt acoustic útgáfuna af Fly Me Away. Eða ef maður leggur saman hljóðið af fyrstu plötunni og popp-músík templatin af þeim seinni tveimur. Þá fær maður út A&E. Þetta er bara lógískt framhald. Frábært lag!

Þetta er þó ekki eina flotta myndbandið sem hefur komið út á þessum fáu dögum sem liðnir eru af árinu 2008. Nei, góðvinkonur mínar í Sugababes ákváðu að birta nýja myndbandið sitt við lagið Denial á heimasíðunni sinni. Og þó svo ég viti að margir fíla ekki the 'babes eins mikið og ég, þá er ekki hægt að neita því að þetta myndband er einfaldlega stórfenglegt! Ég held að þessi tvö myndbönd, Denial og A&E, verði kandídatar fyrir bestu myndbönd ársins 2008 í lok ársins, og ég bíð spenntur eftir að sjá fleiri!

Photobucket

En hvað með bestu myndbönd ársins 2007?

Já, ég er ekki alveg búinn með listana mína fyrir síðasta ár, en myndbandalistinn verður ekki birtur fyrr en eftir að ég er kominn aftur til Am'ríku þar sem harði diskurinn minn góði er, því mig langar að taka smá screencaps og solls ...

En hér er ein vísbending um myndband sem verður mjög ofarlega á þeim lista ... Hafiði séð þetta?

Photobucket

Annars hef ég verið að liggja mikið í leti síðustu daga, sem þýðir að ég er búinn að liggja á MySpace óeðlilega mikið, og einhvern veginn hef ég komist inn á spam-póstlista eða farið inn á spam-prófíl eða eitthvað, og núna er ég farinn að fá ca. 100 friend-requests á hverjum degi frá fögrum, lítið klæddum ungum konum sem heita klámmyndanöfnum. Þetta er ofsalega pirrandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband