Hann er ógeðslega frægur

Já, í gær hitti ég ógeðslega frægan mann, forsetaframbjóðandann Barack Obama.*

Fyrir utan kannski Madonnu, þá er hann örugglega frægasta manneskja sem ég hef hitt á ævinni.

Hann hélt ræðu hérna í Target Center í Minneapolis og virkaði alveg eins og leiðtogi þjóðarinnar, þó svo hann sé það ekki alveg ennþá. Ég sver það samt, ef ég mætti kjósa hér á landi, þá myndi ég kjósa Obama í staðinn fyrir Clinton fjölskylduna einu sinni enn.

 Þó svo Hilary hafi verið uppi með húmorinn þegar hún sagði að það þyrfti Clinton til að hreinsa til eftir Bush, þá svaraði hún samt ekki spurningunni: Er það virkilega eðlilegt að í 300 milljón manna landi, voldugasta ríki veraldar, að fjölskyldumeðlimir gegni forsetaembættinu 16 ár í röð?

Sumthin's voodoo 'bout that, I tell 'ya.

 Ég vil samt frekar sjá hana í forsetastólnum en John "Elli" McCain, ofstækisbrjálæðinginn Huckabee eða hinn illa nefnda Mitt Romney. Hanskann í embættið!! Neiiii, ekki alveg.

Svo var einhver að tala um það að Romney notaði lagið "A Little Less Conversation" (... and a little more action) með Elvis Presley sem "framboðslagið" sitt; hann hlýtur að sjálfsögðu að gera sér grein fyrir því að það lag fjallar um skyndikynlíf, en ekki pólitísk átök?

Frú Clinton, eins og maðurinn hennar forðum, er með besta framboðslagið: "Suddenly I See" með KT Tunstall. Lesbíupopprokk eins og það gerist sykursætast. What's not to like. Bill notaði samt "Don't Stop" með Fleetwood Mac, sem verður alltaf besta framboðslagið því það var Christine Perfect (síðar McVie) sem samdi það, og allt sem hún semur er gull. 

 Þetta fer allt að koma í ljós á næstunni. Spennó spennó!

 

* það skal tekið fram að "hitti" hefur hér sömu merkingu og þegar ég "hitti" Björk Guðmundsdóttur í Ísbúð Vesturbæjar. Þ.e. hún var á sama stað á sama tíma og ég.

 ps. Ég setti smá tenglalista hér við hliðina. Hann er samt soldið gallaður því hann vill ekki birtast í stafrófsröð, og svo eru stjórnborðstólin hér á blog.is MJÖG ÓÞJÁL svo ég get ekki endurraðað listanum án þess að rústa honum. Svo verðum bara öll að lifa með þessu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit ekki enn þá með hvoru þeirra ég held. Vona bara að þau bjóði sig fram saman ... það væri flottast! Hillary/Obama eða Obama/Hillary!

Baldvin Kári (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband