Góð plata
12.2.2008 | 06:29
Ég veit að það ætti ekki að koma mér lengur á óvart, ekki eftir að hafa hlustað á hana svona þrjú þúsund sinnum, en platan Exile in Guyville með Liz Phair er einfaldlega ein af bestu plötum allra tíma.
For real.
Og hún virðist vera uppseld. A.m.k. á Amazon.com.
Ég er ekki alveg viss hver valdi smáskífurnar af plötunni, en hérna eru þær báðar + meðfylgjandi vídjó. Bæði frábær lög (þau eru það öll), en kannski ekki "hittarar". Stærsti "hittarinn" af plötunni var samt lagið Fuck and Run sem, af augljósum ástæðum, fékk ekki mikla útvarpsspilun í Bandaríkjunum. En er samt ennþá lagið sem hún er þekkt fyrir.
Stratford-On-Guy
Never Said
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.