Hvað er að gerast?
14.2.2008 | 01:16
Smá update af lífinu og tilverunni:
* Gengur mjög vel í skólanum (þrátt fyrir mikla leti þegar kemur að heimalærdómi) og allir kúrsarnir þrír sem ég er að taka eru skemmtilegir. Þar má helst nefna "Adaptation"-kúrsinn minn, sem fókuserar á kvikmyndir sem eru skrifaðar upp úr bókum eða smásögum. Kennarinn er svo mikill bíónörd að það er yndislegt. Með mikla áherslu á nörd. Hún hefur mikið gaman af því að sýna brot úr myndum sem gerir það að verkum að 90 mínútna langir tímarnir eru mjög fljótir að líða. Skentlett.
* Ég horfði á Re-Animator í fyrsta skiptið núna um daginn. Af hverju ég var ekki búinn að horfa á þessa mynd áður er mér óskiljanlegt. Hún er ein af fáum hryllingsmyndum frá níunda áratugnum sem virkar ennþá í dag. Hún er bæði ógeðsleg og ógeðslega fyndin. Svona hundrað milljón sinnum betri en Return of the Living Dead eða From Beyond og denslags myndir.
* Og talandi um Re-Animator, þá er ég að skrifa ritgerð um smásöguna eftir H.P. Lovecraft og myndina hans Stuart Gordons. Mjög ólíkir hlutir hér á ferð. Mjög súr áhugaverð ritgerð.
* Listinn yfir bestu músíkvídjó ársins 2007 er enn í bígerð (lesist: ég hef ekkert gert í honum ennþá). Núna er ég búinn að fá flottan HQ-fæl með Denial laginu þeirra Sugababes, svo ég get hafist handa innan skamms.
* Girls Aloud er nýbúnar að eyða ca. 100.000 pundum í vídjó fyrir lagið Can't Speak French. Hvert peningurinn fór getur enginn sagt. Hann fór a.m.k. ekki í vídjóið.
* Veronica Mars er ennþá snilld.
Athugasemdir
Ég las það á ættfræðisíðu DV í dag að Ólína Þorvarðardóttir er náfrænka þín. Hvað hefur þú að segja um það, Erlingur?
Atli (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 19:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.