Hist og her

Jæja, það eru næstum því tvær vikur síðan ég skrifaði eitthvað síðast. Ástæðan fyrir þessari lægð er einfaldlega sú að það hefur nákvæmlega ekkert merkilegt gerst síðustu tvær vikurnar. Bara búið að vera kalt og kalt og kalt. Janúar og Febrúar eru ekki beint skemmtilegustu mánuðir ársins, en þegar það er milljón stiga frost á hverjum degi, þá eru þeir ennþá verri. Ég fer helst ekki út úr "húsi" (þ.e. herbergi) í þessum kulda, og ef ég myndi fara eitthvað, þá eru tómstundir þessa stundina afskaplega takmarkaðar. Maður fer helst í bíó. Og kannski á bar. 

En það er svosem allt í lagi því eftir tíu daga verð ég í San Francisco að njóta góða veðursins! Já, Spring Break is upon us, eins og þeir segja hérna, og ég ætla að vera á eins hlýjum stað og mögulegt er. Hlýjum og skemmtilegum!

Af lesmálum, þá er ég önnum kafinn við að lesa nýju bókina hans Stephen King, Duma Key. Hún er bara asskoti góð! Mjög löng (e-ð um 600 síður) en aldrei leiðinleg.

Af bíómálum, þá er ég búinn að sjá eftirfarandi myndir nýlega: Vantage Point = la la; The Signal = 1/3 góð; Jumper = Skemmtileg en ekki góð.

Af sjónvarpsmálum, þá verð ég að segja að mér fannst síðasti Lost þátturinn ekkert sérstaklega spes. A.m.k. sá slakasti í seríunni hingað til. Of mikið drama, of lítið creepy, og allt of mikið af spurningamerkjum.  

Af tónlistarmálum, þá eru nýju plöturnar frá Goldfrapp og Sheryl Crow að gera mig afskaplega glaðan þessa dagana. En - gasp - nýja lagið hennar Ashlee Simpson er að gera mig klikkaðan, það er svo geðveikt! 

 Svo ætla ég að skilja ykkur eftir með smá Opruh Winfrey grín ... looove it!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekkert gott í bíó þar sem þú býrð? Ég meina...fyrst þú ert að fara á myndir eins og Vantage Point og Untracable getur ekki verið margt í boði.  Er t.d. Diary Of The Dead t.d. ekki sýnd þarna? Eða Be Kind Rewind? Eða In Bruges?

Atli Sig (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 02:22

2 identicon

Haha! Opruh-grínið hjá MadTV er alltaf jafnfyndið!!!

BKNY (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 04:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband