Þegar vondir dagar verða góðir

Ég var í frekar fúlu skapi í dag. Var frekar þreyttur (því herbergisfélaginn minn er HÁLFVITI!) og svo var aftur að kólna um ca. grilljón gráður, þannig að þetta var allt saman ansi glataður dagur, að því er virtist.

Ég fór í ræktina, en var of þreyttur til þess að gera eitthvað af viti. Reyndi að eyða tímanum í að læra, las eitthvað eftir Charles Dickens og Robert Browning, en það var frekar stutt og tók lítinn tíma. Ég var nýbúinn að klára bókina sem ég var að lesa (Duma Key ... mjöööög góð!), og nennti ekki alveg að lesa hina sem ég var að byrja á (At the Mountains of Madness eftir H.P. Lovecraft ... lofar mjööööög góðu!) svo ég varð að finna mér eitthvað til þess að létta mér lund.

Svo ég fór í nálægasta mallið og eyddi smá pening. Það var mjög ánægjulegt. Ég mæli með því að fólk geri meira af því - ég sver það, að kaupa hluti er eins og að kaupa sér gleði og ánægju. Ég var a.m.k. miklu brosmildari eftir það.

Þegar ég fór í kvöldmat, þá var sérstakur "Caribbean" matseðill, og -  viti menn! - það var fullt af góðum mat í boði. Meðal annars stórar rækjur! Og tvær mismunandi tertur! Ég sem var farinn að venjast því að vera kominn með ógeð leið á matnum í "Sorin", sem er örugglega ljótasta og mest óaðlaðandi nafn á kaffiteríu sem ég get ímyndað mér. Fyrir utan kannski "Phlegm". 

Núna er ég saddur og ánægður. Mjög gott.

Boðskapur þessarar sögu: Ef þið eyðið pening til þess að öðlast hamingju, þá fáið þið kannski líka gott að borða um kvöldið. 

Meira grín með Opruh. Núna með Barbru Streisand líka! :D

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ahaah æ þetta er yndislegt grín herna! EN hvað varðar þina mjög svo yndislegu færslu minn kæri, ÞÁ guð hvað ég er fegin að þú komst í gott skap, mig er farið að langa að hella kaffi i klofið á þessum leiðinlega herb. felaga þinum! suss og skamm á hann, þú veist að þú getur sett hendina á honum í heitt vatn og þá pissar hann undir í svefni, eða bara kúkað á hann!...en í framkvæmd mæli ég með vatninu samt (það er svona minna subbó skiluru)........enn og aftur er ég að skrifa hér í miklum svefngalsa, þannig að brjost brjóst og góða nótt áður en ég segi e-ð sem særir bæygðunarkennd einhvers:*

Guðrún Halla (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband