Rúsínukonan
11.3.2008 | 22:13
Róisín Murphy sendi frá sér nýtt myndband í dag.
Ef ég ætti að vera grafalvarlegur, hlutlaus og þurr, þá myndi ég segja að nýja myndbandið væri prófessjónal, en að það vantaði eitthvað "oomph" sem er til staðar í öðrum myndböndum þessarar söngkonu. Útlit myndbandsins er til fyrirmyndar, eins eru búningarnir sem Murphy klæðist skemmtilegir, en það myndavélin hefði mátt hreyfast meira; það vantar smá myndrænt stuð til, enda er þetta dansvænt lag.
Ef ég ætti að segja það sem mér finnst, þá myndi ég segja OMG! Róisín Murphy er SVALASTA MANNESKJA Í FOKKING HEIMINUM!
Athugasemdir
ohhh þú segir svo skemmtilega frá að það er yndislegt! sakn sakn sakna þin! ...oh eg er samt alltaf svo lengi að finna út þessa summu í ruslpóstvörninni er svo óþolandi leleg í stærðfræði!! gubb gubb gubbi gubbs
Guðrún Halla (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 21:19
ef ég myndi segja þér að ég er að fara á festival með td henni og goldfrapp myndiru koma!?
Katrín (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.