Life imitates art
7.4.2008 | 05:35
Í enskutíma hérna úti erum við að lesa Howards End eftir E.M. Forster og vorum að enda við að lesa ritgerð sem fjallar um það hvernig Forster notar setningar og málsgreinar til þess að "lauma að" litlum þversögnum sem virka eins og peð í þversagnakenndu, togstreitu-fylltu heildarverkinu.
Hugtakið "double turn" er t.d. eignað Forster, þar sem hann átti það til að skrifa setningar sem byrjuðu á einn veg en enduðu svo skyndilega á allt annan hátt. Þetta gerir það að verkum að lesandinn fer að efast um hitt og þetta í textanum, eins og t.d. gildismat persónanna (eða sögumannsins).
Ein stelpa í tímanum var spurð hvað henni fyndist um þessa ritgerð og hvort hún væri sammála Kenneth Graham, sem skrifaði hana. Hún svaraði eitthvað á þessa leið: "I feel that Graham persuasively argued the fact that Forster's double-turns do serve the purpose of adding contrast to the overall text, as well as drawing attention to several of the major, important themes, and stuff."
Haha. Hún sagði óviljandi bókmenntafræðibrandara.
Og enginn hlær, nema nördinn ég.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.