Það sem við þurfum að þola hérna úti ...

n667304842_493496_5503

Þessi mynd var ekki tekin í dag, heldur fyrir nákvæmlega viku síðan, eftir nokkra daga af góðu veðri. Svo ákvað einhver hálfviti þarna uppi að það þyrfti að snjóa aftur í Minnesota, því það er ekki eins og það hafi snjóað nóg síðasta hálfa árið. !!!!!!!!!!

Snjórinn á þessari mynd varði þó ekki lengur en ca. þrjá daga, því allt í einu hlýnaði umtalsvert, og um helgina var hægt að ganga um á stuttermabolum.

En einmitt núna í morgun, sem ég var að ganga frá kaffiteríunni og aftur upp í herbergi, fóru lítil snjókorn að dansa í kringum mig. 

Það er kominn apríl. Ef þetta endurtekur sig aftur, þá fer ég beint heim. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ - það tekur því ekki að koma heim því hér er allt á kafi í snjó...í alvöru ég er að bilast hérna á þessu landi  

Ella Magga (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 08:39

2 identicon

Haha, já - núna veistu hvernig mér hefur liðið síðustu mánuðina ;) Það er samt byrjað að hlýna *aðeins* hérna ... ekki nóg, samt ...

erlingur (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 04:58

3 identicon

Hérna í NY er 20 gráða hiti og sól. YYYYYYYYYYNDISLEGT!

BKNY (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 16:03

4 identicon

Oh, þegiðu Baldvin! :( Ég vona að þú þurfir að læra alla daga og getir ekkert verið úti.

I KID, I KID!

moi, again (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband