Helgin
11.4.2008 | 20:45
Ég er búinn að tæma bókasafnið hérna við Hamline háskóla. Herbergið mitt er nú fullt af fræðibókum um kvikmyndir, hryllingsmyndir, hryllingsbókmenntir o.þ.h. Þetta eru bækur sem ég er bæði að kíkja á fyrir væntanlega BA-ritgerð og sömuleiðis fyrir væntanlega aðra ritgerð sem ég er að skrifa núna, um Stephen King söguna The Mist og kvikmyndaaðlögunina sem var framleidd í fyrra (a.k.a. mest niðurdrepandi kvikmynd allra tíma ... á góðan hátt).
En hvað nenni ég að lesa mikið í þessum bókum yfir helgina?
Svar: Fullt. EKKI NEITT.
Nei, í staðinn ætla ég að skype-horfa á X-Files með Baldvin, finna tónlistarmyndbönd í góðum gæðum svo ég geti skrifað DVD disk með þeim, fá mér vín í kvöld með skemmtilegu fólk og horfa á Across the Universe, og gera eins lítið af heimavinnu og ég mögulega get.
Hvað ætlið þið að gera?
Athugasemdir
Ég ætla einmitt líka að horfa á X-Files!
BKNY (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 22:48
ertu búinn að horfa á across the universe??
ég ELSKA hana!!!
steinunn (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 17:15
Já! Fór á hana tvisvar í bíó og er búinn að kaupa hana á DVD! Elska hana ÓTRÚLEGA MIKIÐ! :D
moi (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.