Helgin

Ég er búinn að tæma bókasafnið hérna við Hamline háskóla. Herbergið mitt er nú fullt af fræðibókum um kvikmyndir, hryllingsmyndir, hryllingsbókmenntir o.þ.h. Þetta eru bækur sem ég er bæði að kíkja á fyrir væntanlega BA-ritgerð og sömuleiðis fyrir væntanlega aðra ritgerð sem ég er að skrifa núna, um Stephen King söguna The Mist og kvikmyndaaðlögunina sem var framleidd í fyrra (a.k.a. mest niðurdrepandi kvikmynd allra tíma ... á góðan hátt).

En hvað nenni ég að lesa mikið í þessum bókum yfir helgina?

Svar: Fullt. EKKI NEITT.

Nei, í staðinn ætla ég að skype-horfa á X-Files með Baldvin, finna tónlistarmyndbönd í góðum gæðum svo ég geti skrifað DVD disk með þeim, fá mér vín í kvöld með skemmtilegu fólk og horfa á Across the Universe, og gera eins lítið af heimavinnu og ég mögulega get. 

Hvað ætlið þið að gera? Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætla einmitt líka að horfa á X-Files!

BKNY (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 22:48

2 identicon

ertu búinn að horfa á across the universe??

ég ELSKA hana!!!

steinunn (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 17:15

3 identicon

Já! Fór á hana tvisvar í bíó og er búinn að kaupa hana á DVD! Elska hana ÓTRÚLEGA MIKIÐ! :D

moi (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband