Le pop
16.4.2008 | 15:39
Mér finnst það svolítið pirrandi fyndið að svokallaðar "indie"-poppgrúppur (t.d. Sprengjuhöllin, Alphabeat, Feist, The Ting Tings o.s.frv, o.s.frv.) eru að fá hrós frá öllum í heiminum (og gagnrýnendum líka) á meðan "venjulegar"-poppgrúppur eru ennþá litnar hornauga.
Ekki það að ég sé á móti indie-popp hljómsveitum (ofangreindar sveitir eru mjög góðar), en er þetta ekki hrikaleg hræsni? Það er alveg ótrúlega hæfileikaríkt fólk sem er að framleiða frábæra popptónlist í dag, en það þykir ekki mjög svalt að hlusta á hana, því hún er svo "fjöldaframleidd".
Ekki segja að þetta sé vegna þess að "þau semji ekki lögin sín sjálf". Feist varð fræg fyrir að covera lög.
Þetta er samt nýja uppáhaldslagið mitt: The Ting Tings og That's Not My Name
Frábært!
(ps. þegar ég segi "ótrúlega hæfileikaríkt fólk", og "frábæra popptónlist", þá er ég í raun og veru að tala um Dragonette, þó svo ég hafi ekki sett link á þau ...)
Athugasemdir
Kannski af því að "venjulegar" poppgrúppur eru flestar ótrúlega glataðar?
Nei segi bara svona. Mér finnst samt flest "venjuleg" popptónlist vera drasl, mín hugmynd að helvíti er að vera með FM957 í eyrunum allan daginn. En það er bara mín skoðun.
Hvenær má maður svo búast við þér aftur á klakann?
Atli Sig (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 02:14
Kem aftur í lok maí!
Erlingur Óttar Thoroddsen, 21.4.2008 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.