Hvað er að gerast?!

Ég er nýkominn heim frá Chicago, veðrið er yndislegt, ég er úthvíldur og ánægður og ætla að byrja daginn á því að fara í ræktina og búinn að setja saman skemmtilegan sumar-fjör-playlista til að stytta mér stundir, en ...

... íþróttafötin mín eru HORFIN!

Ég er búinn að leita alls staðar. Þau eru ekki í herberginu mínu. Þau eru ekki niðri í þvottahúsinu þar sem ég gæti mögulega hafa gleymt þeim (en ég held samt ekki). Ég get ekki ímyndað mér hvar annars staðar þau gætu verið. 

Ég sé fyrir mér þrjá möguleika: 1) Einhver stal þeim úr þurrkaranum síðast þegar ég þvoði þau, og svo tók ég ekki eftir að þau vantaði fyrr en núna í dag. 2) Herbergisfélaginn minn stal þeim til þess að pirra mig; við tölum eiginlega aldrei saman, svo hann veit að ég á ekki eftir að spyrja hann fyrr en allt annað hefur verið reynt. Þetta er kannski það sem honum finnst fyndið. 3) Íþróttafötin hafa einhvern veginn horfið yfir í aðra vídd inni í herberginu mínu. Þetta meikar sens því ég var að horfa á X-Files þátt um daginn þar sem fólk gat gert ýmislegt áhugavert í mismunandi víddum. Hvorki líf né dauði skipti máli, því það var alltaf hægt að fá "hinn" sig úr annarri vídd til þess að halda áfram lífinu í þessari ... Já, nei.

Hvað skal ég gera?!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held þú vitir hvaða kenningu ég styð. *hóst*TVÖ*hóst* Og hvers vegna.

Baldvin Kári (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 20:32

2 identicon

Hann á afmæli í dag! hann á afmæli í dag! hann á afmæli hann Erlingur hann á afmæli í dag! veiiiiiii:* Innilega til hamingju með afmælið kallinn minn, sorry en eg legg ekki í vidjó upptökur eins og er ahah...vona að þu eigir yndislegan dag:)

 þín Guðrún Halla:*

Guðrún Halla sæta og fallega (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 12:03

3 identicon

Jiiiiiiiiiiiiiiiii Erlingur, prófastressið er að fara svo með mig að afmæliskveðjan er að koma degi of seint
Til hamgingju með afmælið elsku sponsið mitt! Vona að þú hafir haft það ótrúúúlega gott og fengið þér eins og einn bjór eða 10 bjóra;) Hlakka svooooo til að sjá þig í maí :D

Sigga (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 13:13

4 identicon

Kærar þakkir til ykkar beggja! Hlakka til að sjá ykkur mjög bráðlega!!! :D :D :D

Erlingur (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband