Ég er svo mikill nörd
10.5.2008 | 01:22
Hvað gera menn þegar skólinn er búinn og bara eitt auðvelt próf eftir, þegar sólin skín og flestir halda sig utandyra?
Ef menn eru eins og ég, þá finna þeir gamlan lista úr tímaritinu Fangoria yfir 100 bestu hryllingsmyndir sem fólk hefur líklegast aldrei séð, telja hvað þeir hafa séð margar (42), og reyna svo að finna restina til þess að dánlóda.
Já, í dag hlóð ég niðu Maniac, Motel Hell, Mother's Day, Pin ..., Screamers, The Resurrected og Swamp Thing (og þar að auki Curtains, Gothic, Maniac Cop og The New York Ripper, sem voru ekki á listanum en hefðu allt eins getað verið þar) í fyrstu lotu.
Hvað ætli ég næli mér í í næstu lotu?
Ég er a.m.k. búinn að redda mér sjónvarpsefni næstu vikurnar ...
Í kvöld er svo smá skiptinema-dinner; síðasta skiptið þar sem við erum öll saman hérna við skólann. Og á morgun er afmæli. Svo er bíó. Svo próf. Svo útskrift. Svo koma foreldrarnir og systirin í heimsókn. Og svo er bara farið heim!
Þetta líður allt svo hratt!
Athugasemdir
HAHA! Það kommentar enginn hjá þér!
Djók, ég skal kommenta hjá þér: Já, þú ERT nörd.
Með kveðju frá the lovely Reykjavík,
-BK
BKRVK (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 12:08
Hæhæ. Sorrí að ég var að stríða þér. Þú ert ágætur.
Ertu ekki örugglega enn á lífi? Láttu vita af þér, api.
-BK
BKRVK (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 14:04
Er enn á lífi, í Kanada! Kem bráðum heim!! :D
Lingur "Lefty" Longtime (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 20:51
heyrðu Lingur, hvenær kemuru heim? :D
sigga (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.