Hvatning

Ég sá í dag tvær nýlegar kvikmyndir sem hvöttu áfram ódrepandi kvikmyndagerðaráhuga minn.

Sú fyrri, All the Boys Love Mandy Lane, vegna þess að hún var gerð fyrir næstum engan pening en var samt virkilega góð og situr nokkuð óþægilega eftir í manni löngu eftir að hún klárast.

all_the_boys_love_mandy_lane_movie_poster4 

 

Sú seinni, I Know Who Killed Me, vegna þess að ef svona hryllilega léleg mynd er framleidd og sýnd út um allan heim, þá á ég augljóslega erindi í þennan bransa.

i_know_who_killed_me 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að besta sönnunin um að ég og þú eigi erindi í þennan bransa séu meistaraverkin Date Movie, Epic Movie og Meet The Spartans. Handrit voru skrifuð fyrir þessar myndir(eða hvað), samþykkt af peningamönnum, fólk ráðið í að gera myndirnar, myndirnar teknar upp, klipptar og eftirunnar og svo gefnar út og þær græddu pening. Sýnir að hæfileikar skipta engu, bara að hafa munninn fyrir neðan nefið(ólíkt öllu fólki sem er með munn á hnakkanum) og kunna að selja sig. Maður ætti að vera fær um það, er það ekki?

Werner Herzog orðar þetta líka vel.  Hann sagði að peningar ættu ekki að vera nein fyrirstaða.  Bara leggja af stað og byrja að taka upp!

Atli Sig (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband