Fjölgun í fjölskyldunni

Á mánudaginn síðasta fluttu inn á Fálkagötu 5 tvær litlar (lesist: stórar) skjaldbökur, sem fengu vinnuheitin Tuska og Pulsa, endavar ég fyrir löngu síðan búinn að ákveða að eignast dætur sem ég myndi svo skíra Tusku og Pulsu.

- "Tuska mín! Tuska mín, komdu að fá þér að borða! Fáðu þér Pulsu!"

eða ...

- "Pulsa mín! Pulsa mín, viltu ekki þrífa herbergið þitt? Ég skal bleyta Tusku."

Eins og sjá má eru þetta tilvalin nöfn og uppspretta endalausrar gleði fyrir alla þá sem bera ekki nöfnin sjálfir. En svo komst ég að því að Tuska var einfaldlega ekki kvenkyns, heldur karl. Og þar fyrir utan var Pusla eitthvað svo brussuleg að mér fannst vanta hæfilegra nafn á hana.

Nú hef ég komist að niðurstöðu. Dömur mínar og herrar, ég kynni fyrir ykkur Benjamín Tusku og Gilitrutt Pulsu Thoroddsen.

DSC00068 

DSC00067

 

 

 

 

 

 

 

 

DSC00070

 

 

 

 

 

 

 

 

Eru þær ekki sætar? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sætar, jú. En ég sem hélt að ég væri Tuska!!

dagga (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 12:03

2 identicon

Hahahaha...já, manstu eftir myndinni sem var einu sinni teiknuð, Tuska?? ;) hahahah
Sæt börn sem þú hefur eignast;)
Kv.
Prinsessa

Sigga (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 16:35

3 identicon

Stórskostlegt!!!

Saknaðarkveðjur frá mér og til lukku

Katrín Dröfn (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 09:55

4 identicon

hahahahah þetta fékk mig til að hlæja!! yndislegt!

hvar ertu núna? xxx 

tinna (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 18:19

5 identicon

Passaðu þig að blogga ekki of mikið.

BKNY (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 07:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband