Pub-Quiz og táragas
23.1.2009 | 13:14
Gáfumannahópurinn The Black Cherry sigraði með miklum yfirburðum á Pub-Quizzi Q-bars núna um daginn. Tileinka ég sigurinn Tinu Turner og Ankara.
Í verðlaun voru þrír mögulegir vinningar: 1) stóri potturinn (þ.e. e-ð um 14.000 kr, fer hækkandi með hverri keppni sem enginn dregur hann), 2) Átta bjórar og 3) Hvítvínsflaska. Og kannski rauð líka.
Á þessum tímum óvissu og kreppu hefði verið yndislegt að vinna peningana og deila þeim niður á þrjá meðlimina. Kannski ekki mikill peningur, en samt eitthvað.
Hins vegar var heppnin ekki með okkur og við drógum bjórana átta. Sem, þegar við pælum í því, er ekki svo slæmt heldur. Einn okkar þriggja er bindindismaður sem gerir það að verkum að bjórarnir átta skiptast milli tveggja, þ.e. fjórir á mann. Og hver bjór kostar 800 kr., sem þýðir að í raun erum við að spara okkur 3200 kr. með þessum vinning. Og þar sem 14.000 deilt með þremur er aðeins lítið hærri upphæð en rúmar þrjúþúsund krónur, þá getum við bara prísað okkur sæla. Jahá og amen.
Eftir stórsigurinn var ferð okkar vina (ásamt Queen B og DJ Glim) heitið að Alþingishúsinu þar sem kominn var saman skríll og lýður sem kastaði e-um óþverra í átt að húsinu og lögreglumönnum sem brugðust ókvæða við og sprautuðu táragasi yfir hópinn. Við sluppum ósærð, öllsömul, en þetta var mikið sjónarspil og merkilegt að upplifa svona á okkar friðsæla fróni.
Ég er algjörlega team-löðregla og team-friðsæl mótmæli. Hitt liðið þarf aðeins að fara að róa sig, enda hljóta svona læti að enda í stórslysi innan skamms.
Meginflokkur: Deiglan | Aukaflokkar: Brjálæði, Merkilegir atburðir | Breytt s.d. kl. 13:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.