Tónlistarspilari
23.1.2009 | 17:04
Ég er búinn að setja upp skemmtilegan tónlistarspilara hér til hliðar sem complimentar Lagalista bloggin mín (þ.e. Lagalista bloggIÐ mitt eina). Í framtíðinni munu þær færslur vera með linka á youtube vídjó og annað den slags og kannski einhverjar athugasemdir til að útskýra af hverju ég kýs að hlusta á viðkomandi lag yfir höfuð, en svo ættuð þið að geta hlustað á viðkomandi lag/lög í tónlistarspilaranum á meðan.
Sniðugt, já?
En já, fyrst ég skrifaði ekkert um lögin síðast þá eru hér fyrir neðan smá skemmtilegar staðreyndir um þessi lög sem skemmta mér konunglega þessa dagana:
Girls Aloud - Memory of You: Ótrúlegt en satt þá er þetta B-hlið á mun síðra lagi sem kom út nú á dögunum. Og ekki bara B-hlið, heldur B-hlið á vínyl-útgáfu lagsins! Reyndar eru aðdáendur Girls Aloud orðnir svo ástfangnir af þessu lagi að búið er að stofna facebook-grúppur sem krefjast þess að lagið verði gefið út á geisladisk eða til niðurhals. Þetta hefur vakið það mikla athygli að fréttamiðlar í Bretlandi skrifa um málið, eins og í þessari löngu, yfirgripsmiklu grein úr gæðaútgáfunni The Sun.
Hverju sem því líður, þá er þetta lag einfaldlega frábært. Fullkomið myrkt-diskópopp frá skemmtilegustu popptónlistarhöfundum samtímans.
Frank - Money in My Pocket & All I Ever Do: Ef einhver þekkir þessa bresku stúlknasveit sem kom, sá og tapaði árið 2006, þá verð ég hissa.
En hvað eru þær þá að gera á þessum lista? Jú, Xenomania-snillingarnir eru ábyrgir fyrir tónlistinni sem sveitin spilaði, þar á meðal einu besta óútgefna popplagi allra tíma: Money in My Pocket. Mig langar svo svo svo mikið að heyra það í sinni upprunalegu útgáfu (þ.e. útgáfuna sem lítill armur Xenomania-veldisins, hljómsveitin Mania, gaf út), því satt skal segja er söngur þeirra Frank-stúlkna ekki beint merkilegur. Mania-gellurnar sem sömdu lagið eru fullar af attitjúdi og svona grófu-girl power sem tapast svolítið í þessari útgáfu.
Samt sem áður er lagið magnað eitt og sér, sama hver syngur. Eins og með flest bestu Xenomania lögin er bakspilið grunsamlega einfalt á meðan laginu er skipt í fjölmarga kafla sem flækjast allverulega þegar líður á: byrjar á intrói, fer yfir í vers, þaðan í langa brú, þaðan í kórus, svo aftur vers, brú, kórus og svo: middle-eight; auka-middle-eigth; kórus; ný brú; auka kórus/shout-out (með oh! oh! oh! í bakgrunninum); og svo intróið endurtekið að lokum. Loves it.
All I Ever Do er öllu venjulegra og kannski ekkert sérstaklega merkilegt, en það er einhver melankólískur mid-tempó fílingur yfir því sem ég get ómögulega staðist og ég er búinn að vera með þetta lag á heilanum í nokkrar vikur.
Textinn eftir Miröndu Cooper er líka skemmtilegur.
Camille - Money Note: Já ... hvað á ég að segja? Ef þið eruð ekki búin að skoða vídjóið, þá mæli ég eindregið með því að þið gerið það. Annars er þetta bara stórfurðulegt en samt sem áður ofsagott lag. Hver er Camille? Ekki hugmynd .. but I like her!
Kylie Minogue - The One: Ég get ekki sagt að ég sé einhver mega Kylie aðdáandi, en þegar hún tekur sig til þá gefur hún stundum út alveg hreint stórmögnuð lög. The One er eitt af þeim. Melankólískt elektrópopp af bestu gerð. Pottþétt besta lagið af X-plötunni.
Little Boots (Buffetlibre vs. Sidechains remix) - Love Kills: Little Boots er ung stelpa frá Bretlandi sem BBC kaus nýlega mest spennandi nýju stjörnuna fyrir árið 2009.
Þetta lag er ábreiða (gubb) af gömlu Freddy Mercury lagi, og jeminn eini hvað það er flott! Þið getið meira að segja náð í það sjálf frítt (og löglega) hérna. Skrollið bara niður þangað til þið sjáið Little Boots. Þetta er í raun mjög sniðug síða þar sem hægt er að sækja án endurgjalds fullt af skemmtilegum lögum þar sem nýjar og nýlegar hljómsveitir kovera gömul lög sem þær fíla. Amazing.
Meginflokkur: Lagalistinn | Aukaflokkar: Brjálæði, Tónlist | Breytt s.d. kl. 17:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.