Lagalistinn
7.2.2009 | 10:55
Það er búið að vera mikið vandamál fyrir mig að velja lög í lagalistann síðustu daga, einfaldlega vegna þess að ég er búinn að hlusta á svo einhæfa tónlist upp á síðkastið. Ég ákvað því að hætta við að velja eitthvað flott og setja frekar inn það sem ég hef verið að hlusta á í raun og veru: Sugababes!
Og ekki bara einhverjum Sugababes lögum, heldur óútgefnum albúmslögum sem eru annað hvort mid-tempó eða ballöður! Áhugavert, ekki satt? (Nei - Heimurinn).
Ace Reject - Óumdeilanlega besta Sugababes lag allra tíma. Samið (að sjálfsögðu) af hinu ótrúlega Xenomania gengi, sem hefur einhvern veginn lag á því að semja tónlist sem við fyrstu hlustun vekur athygli fyrir að hljóma ólíkt öllu öðru sem maður hefur heyrt, en um leið og maður hlustar aftur þá er maður meira og minna hooked. Textinn í þessu brjálæðislega góða lagi er líka einhvers konar blanda af ljóðrænni popp-lýrík og svo nútímalegum vísunum (had to erase all your messages), sem gerir það að verkum að lagið er nútímalegt en samt sem áður tímalaust á sama tíma.
Eins og með flest bestu Xenomania-lögin, þá er uppbyggingin á þessu virkilega furðuleg, og það er varla hægt að segja hvar versin enda og viðlögin byrja.
Caught in a Moment - Ókei, það var smá lygi að segja að þetta væru allt óútgefin lög. Caught in a Moment er t.a.m. eitt af vinsælli lögum stelpnanna og af plötunni Three (eins og öll hin lögin hérna, nema Ace). Það er bara svo flooooootttttttt! Ef það yrði haldinn ballöðukeppni milli smáskífanna þeirra Sugababes, þá yrðu annað hvort Caught in a Moment eða Stronger (af Angels With Dirty Faces) sigurvegararnir. Persónulega myndi ég velja Caught, því raddirnar þeirra eru svo ótrúlega fallegar í því lagi.
Og svo eru lokaharmóníurnar í Caught (ooooh-ooooh-oooohs) flottari en í Stronger (oo-oh-oo-ooh-oo-wo-oh).
Conversation's Over - Ég rambaði óvart á þetta lag einhvern tímann fyrir nokkrum árum og fékk það á heilann. It's still there ...
Twisted - Hérna er hin hliðin á Xenomania-peningnum. Við hliðina á hverri einustu súper-pródúseruðu tilraunaflækju (eins og Ace Reject eða Biology með Girls Aloud, t.d.) stendur yndislega einfalt en samt sem áður skemmtilegt lag. Twisted er gott dæmi um svoleiðis lag sem liðið gaf Sugababes. Hérna er pródúksjónin strípuð niður í frekar einföld hljóðfæri og straightforward uppbyggingu. Samt voða voða flott.
We Could Have it All - Fyrstu 20 sekúndurnar af þessu lagi eru svo svalar. Og lagið er líka flott. Þetta er lagið sem ég gleymi alltaf að Sugababes hafi gert. En um leið er það eitt af þeirra flottustu lögum.
Fyrir þá sem hafa áhuga, þá eru fyrir ofan linkar af stelpunum að syngja Caught in a Moment, Stronger og Conversation's Over live. Mjög, mjög flott, sérstaklega fyrri tvö lögin. Hins vegar klúðrar Heidi sínum kafla í Conversation's Over all hrikalega, en hún brosir svo fallega í staðinn að maður fyrirgefur henni. :D
Meginflokkur: Lagalistinn | Aukaflokkur: Tónlist | Breytt s.d. kl. 11:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.