Hugleiðingar um Óskarinn 2009

oscar statue

Það sem máli skiptir:

1. Danny Boyle vann

2. Sophia Loren er ennþá fabú

3. Einhver (í þetta skiptið Sean Penn) fékk að halda tilfinningaþrungna, pólitíska ræðu sem tengdist beinlínis myndinni sem hann vann verðlaunin fyrir.

Annað:

* Hugh Jackman tókst vel til.

* Beyonce stal senunni.

* Baz Luhrmann var ekki að fíla sitt hlutverk í sjóinu.

* SJP er með kryppu og er óþolandi.

* Jennifer Aniston hlýtur að hafa liðið illa uppi á sviði að kynna barnalegustu verðlaunin ásamt Jack Black á meðan gullparið Brangelina sat á fremsta bekk með græna demanta og nýfægð Colgatebrosin „on display“.

* Christopher Walken er orðinn gaaaamall. :(

* Meryl Streep er að taka við hlutverki Jack Nicholson sem svona omnipresent gamalmenni. Nema hvað að hún er ennþá sæt og æði. Hann er líka æði reyndar ... ji. 

Það sem skipti engu máli:

* The Curious Case of Benjamin Button.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sophia Loren leit út eins og umferðarslys.

Hugh Jackman getur sungið ágætlega. Er samt ekki standöpp-materíal.

Manst þú eftir ofur-skögultennta Kambódíumanninum sem var tilnefndur fyrir eitthvað og brosti sínu breiðasta? Ég er búinn að ylja mér við minninguna um hann en finn ekki mynd af honum á netinu.

Beyoncé mæmaði atriðið sitt meðan Hugh Jackman söng. Hann var másandi og blásandi í lélega headset-mækinn sinn meðan hún hreyfði varirnar undir dauðhreinsaðri stúdíóupptöku.

Ég hef ekki séð neina af þessum myndum því ég er í þýskri bíó-döbb-gíslingu. Hvernig lifðir þú af Sviss af?

Atli (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 04:45

2 identicon

Þú varst ekki skiptinemi í Af-Sviss, heldur í Sviss. Þetta vita allir.

Atli (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 04:47

3 Smámynd: Erlingur Óttar Thoroddsen

Af-Sviss? What?

Í Sviss voru langflestar myndir sýndar með texta. Það var algjör undantekning ef þær vöru döbbaðar. Og já, man eftir Kambódíumanninum en hef ekki haft áhuga á því að googla hann ennþá ...

Svo er ég ekki alveg sammála þér með Beyoncé - hún var hvorki móð né másandi, enda vanur dans-performer. Ég hef séð hana „live“ og get því staðfest að hún syngur óaðfinnanlega við allar aðstæður. Hugh Jackman er ekki jafnvanur performer og þess vegna var hann svona blásandi.

Og Sophia var kannski umferðarslys, en fabú umferðarslys nontheless. 

Erlingur Óttar Thoroddsen, 25.2.2009 kl. 08:29

4 identicon

Ég gerði innsláttarvilluna „Hvernig lifðir þú af Sviss af?“ í síðustu setningunni og var flissandi að reyna að breiða yfir það.

En vá, nú þykir mér týra. Er virkilega til land á þýska málsvæðinu sem fylgir ekki þessum döbb-fasisma? Þetta vissi ég ekki. Ég til Sviss í bíó.

Þegar Beyoncé var að skreyta allt í krúsídúllum í söngnum varð svo ótrúlega augljóst að varirnar fylgdu ekki. Svo heyrirðu alveg ef hljóðið kemur úr live-mæk á sviðinu eða hvort það er búið að rímastera það í drasl í stúdíói upp úr flawless rennsli númer 100. Hljóðið var allt, allt öðruvísi þegar hún söng. Að öllu þessu virtu er augljóst að hún mæmaði atriðið. Sem er ekkert slæmt endilega. Bara svoldil sérhlífni. 

Atli (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 16:26

5 Smámynd: Erlingur Óttar Thoroddsen

Jú, thine ears are good. Þetta var víst mime, skv. mínum heimildarmönnum (þ.e. Perez Hilton). Veit ekki akkuru, hún þarf nú ekkert á svoleiðis að halda, stelpuskjátan.

Erlingur Óttar Thoroddsen, 25.2.2009 kl. 19:20

6 identicon

Það er ekki gott að Danny Boyle vann því Slumdog Millionaire SÖKKAR! Hvað er svona frábært við þessa mynd? Ég hef enn ekki heyrt almennilega útskýringu á því. Hún er tekin upp og klippt eins og lélegt tónlistarmyndband, aðalpersónan er litlaus og leiðinleg, ástarsagan er illa uppbyggð og ósannfærandi og myndin er bara heimskuleg og einfeldningsleg.  Svo fannst mér alveg glatað að láta allar spurningarnar tengjast ævi hans í réttri tímaröð!  T.d. fékk ég kjánahroll þegar bróðir hans sagði "With this colt pistol i will shoot you" BARA svo að það væri hægt að troða colt þarna inn. Og hvernig veit blindur Indverskur krakki hvernig 100 dollara seðill lítur út?

Í fullkomnum heimi hefði Wall-E fengið óskarinn sem besta myndin, hún er klárlega besta mynd ársins.

Atli Sig (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband