Er þetta Kreppunni að þakka?
5.3.2009 | 18:46
Sumir vilja meina að eitt af því góða sem Kreppan hefur haft í för með sér, sé vinalegra viðmót landans. Ég á nú alveg eftir að sjá slík dæmi í verki til þess að geta sammælst þessari hugmynd, en eitt er þó víst að Apple á Íslandi er búið að ráða til sín nýja PR-manneskju sem er talsvert vinalegri en áður hefur þekkst.
Nýjasti fjöldapósturinn frá þeim var barasta skemmtilegur. Og fyndinn. Og mann langaði næstum því til að gleyma allri stirðbusalegri þjónustunni sem maður hefur þurft að sæta frá þessu fyrirtæki hingað til.
Þar sem ég elska Apple og allt sem það góða fyrirtæki skapar, þá finnst mér það nokkuð gott að útibúið á Íslandi skuli vera að lappa upp á ímynd sína. Verðin, þó svo þau séu enn há, eru heldur ekki eins hryllilega óyfirstíganleg og þau hafa oft virtst vera. Nýji iMakkinn kostar t.a.m. aðeins tæpar 250.000 kr.
Oh hvað mig langar í!!!
Athugasemdir
við skulum vinna víkingalottó saman!..eða þegar ég vinn þá skal ég gefa þér fullt af tölvum OG blue ray tæki og diska :D
Steinunn Erla (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 02:42
It's a deal! :p
Erlingur (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.