Skólarapp
14.9.2009 | 16:37
Það er aðeins erfiðara að byrja aftur í skóla en ég hélt. Aðallega erfitt að skipuleggja sig ... sérstaklega í þessari viku sem er að byrja.
Núna er í gangi svolítið sem kallast crit-week, sem þýðir að við þurfum ekki að mæta í tíma (bara fyrirlestra) en í staðinn þurfum við að mæta í myndavéla-og hljóð workshops og svo fylgjast með annars-árs nemum sýna verkefnin sem þeir unnu að í sumar. Þessi verkefni eru kölluð 8-12 myndir, því þau eiga að vera 8-12 mínútna löng, og sýningarnar eru þannig að þrír prófessorar og svo hópur af fyrsta árs nemum horfir á myndirnar í skólastofu, og síðan taka prófessorarnir sig til við að gagnrýna myndirnar í tætlur.
Þetta er víst mjög taugatrekkjandi fyrir þá sem eiga myndirnar, en mjög skemmtilegt fyrir hina. Okkur var einnig sagt að við myndum hlæja að þessu núna í ár en gráta á næsta ári þegar við sýnum okkar myndir ...
Þar sem þessar sýningar og svo worksjoppin eru á mismunandi tímum, þá þurfum við að skrá okkur í tímana og þurfum að passa upp á að tímarnir stangist ekki á. Sem mér þykir ótrúlega flókið í augnablikinu .. og ég er svolítið stressaður að ég sé búinn að tví-, ef ekki þríbóka mig í vikunni.
En þetta reeeeeddast, eins og við Íslendingar segjum.
Ég er líka byrjaður að gera tilraunir við eldamennsku hérna úti. Eldaði minn rómaða (lesist: ekki rómaða) núðlurétt í fyrradag og hann heppnaðist bara ágætlega. Svo gerði ég tortillur í gær, sem heppnuðust líka vel. Tortillurnar mínar og núðlurétturinn eiga það sameiginlegt að innihalda nákvæmlega sama hráefnið nema að það eru tortillur og salsasósa í þeim fyrri og núðlur og stir-fry sósa í þeim seinni. Svona er ég tilraunagjarn.
Talandi um að elda mat, þá ætla ég að lýsa kostum og ókostum þess að versla hérna í New York.
Kostir:
* Kjúklingur er ógeðslega ódýr.
Ókostir:
* Allt annað er ÓGEÐSLEGA dýrt.
Þar hafiði það.
Ég lofa að birta myndir bráðum! Tölvan mín er bara orðin svo yfirgengilega hægfara að ég þori ekki að tengja myndavélina mína við hana af hræðslu við að hún fari yfirum ... Ég ætla hins vegar að birta mynd af skemmtilegri mynd sem ég sá um daginn, Orphan. Mjöööög skemmtileg. Smá rusl, og alls ekki lógísk, en flott, skemmtileg og spennandi! Mæli með henni fyrir þá sem vilja heiladauða skemmtun.
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkur: Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 16:45 | Facebook
Athugasemdir
Það er gott að kennararnir byrja strax að venja ykkur við gagnrýna umfjöllun, því fagið sem þú ætlar að fara út í einkennist af skefjalausri gagnrýni.
Steindór J. Erlingsson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.