Myndavika

Þar sem ég er búinn að lofa því núna endalaust að birta myndir á þessu bloggi, þá fannst mér tilvalið að athuga myndir af hverju fólk vill sjá.

Þið megið því kommenta hér fyrir neðan með uppástungur að myndum sem ég á að taka, og svo mun ég ferðast um borgina með myndavélina næstu daga og reyna að verða við bónum ykkar. Líka gaman fyrir mig að gera eitthvað „spes“ - og kannski komast aðeins í burtu frá campusnum því maður er farinn að eyða skuggalega miklum tíma á sama stað.

Á morgun fær maður að hitta fyrstu „stjörnu“ vetrarins - sjálfan Werner Herzog! Hann kemur með eina af tveimur nýjum myndum sínum til að sýna og verður svo með Q&A á eftir. Miðað við það sem maður hefur heyrt, þá verður þetta Q&A örugglega mjög forvitnilegt (maðurinn er víst ekki alveg með fulle-fem).

Við megum hins vegar ekkert tala um þetta .. voða hush-hush. Má ekki blogga, facebook-eða twitter-statusa, o.s.frv. Ég brýt þessa reglu hiklaust þar sem engin skilur íslensku hvort eð er.

Svo er ég enn að reyna að læra utan að 13 blaðsíðna kafla úr „Shape of Things“ eftir Neil LaBute. Það er ekki að ganga eins vel og ég vildi :p

But anyway - kommentið með myndahugmyndir!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil sjá flottasta gay staðinn - og sérstaklega sjá uppáhalds borðið þitt þar :)

Jónki smali (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 14:03

2 identicon

Hvað segirðu um "Ground Zero"?

Steindór J. Erlingsson (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 20:43

3 identicon

þú veist að íslenska er komin á www.translate.google.com! Þannig að allir skilja íslensku þessa dagana.

Bergur (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 22:11

4 identicon

Ég vil bara fá myndir af þínu fagra fési og afturenda við öll tækifæri útum alla NY beibí! og reyndar er ég líka sjúk í skilti... þá td á hárgreiðslustofum eða hverju sem er!

Endalaust ást

Katrín Dröfn (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 17:05

5 identicon

Ég skrifa hér að handan og vil gjarnan sjá myndir af vistarverum þínum, svo myndi ég endilega vilja sjá timer-myndir en það myndi setja myndavélina þína í gríðarlega hættu á stuldi útí hinu stóra epli, þér og Baldvin í karókí með e-ð meaningful lag á skjánum, þér í annarlegu ástandi, þér að pósa í spegilinn að taka mynd af því, svona eins og á Fálkó..

Svo væri ekkert verra að sjá myndir af fallegasta gaystaðnum og náttla Angie og Ma

p.s. ég hætti næstum við að skrifa þetta komment því ruslpóstvörnin var svo erfið!

 glimmerknús

Bernie Mac (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband