Laugardagur til lukku
10.10.2009 | 14:41
Jæja, þá er dagurinn runninn upp - sjálfur myndavikudagurinn. Sem þýðir í raun og veru að ég ætla að taka myndirnar, flestar, í dag. Sem þýðir að hin svokallaða myndavika er eiginlega bara myndadagur. Sem þýðir að ég laug í fyrri færslunni ... ég var ekki eins duglegur og ég ætlaði. Gekk ekki um göturnar með myndavélina, tók ekki myndir af öllu merkilegu sem fyrir augu mín bar.
En ég ætla að gera það í dag. Promise. Ég ætla að gefa mér smá túristadag í dag. Fara niður í Chelsea. Kannski í Greenwich Village. Mögulega lengra niður. Central Park verður án efa áfangastaður. O.s.frv. Hver veit nema ég taki myndir af íbúðinni minni, líka .. þó svo að það séu allar líkur á því að íbúðin mín verði ekki íbúðin mín mikið lengur (það eru góðar fréttir, ekki slæmar), en ég tala meir um það þegar ég get.
Rennum aðeins yfir það sem þið hafið beðið mig um að mynda (í engri sérstakri röð):
* Túristar frá the midwest. Plús stig ef þeir eru í I ♥ New York bol (Auður)
* Rónar að tefla í Central Park (Atli Sig)
* Allir celeb vinir mínir og skrítið fólk (Steinunn) - er í lagi ef ég slæ þessum kategoríum saman?? :p
* Stonewall Inn 53 Christopher St + annað frá Greenwich Village (Matti)
* Flottasti gay-staðurinn + uppáhaldsborðið mitt þar (Jón Þór)
* Ground-Zero (Steindór)
* Myndir af mínu fagra fési + afturenda, plús skilti, t.d. á hárgreiðslustofum (Katrín)
* Hornið á 1st street og 1st avenue, helst með íkorna í rammanum (Linnea)
* Vistarverur mínar, timer-myndir í borginni, ég og Baldvin í karókí að syngja eitthvað skemmtilegt lag, ég í annarlegu ástandi, ég að pósa í spegli (eins og á Fálkó), fallegasti gay staðurinn, og Angelina og Madonna (Birna) - þetta eru jafnmargar myndir og allir hinir eru með til samans. Hún Birna biður ekki um lítið! En þar sem hún átti afmæli í gær, þá reyni ég mitt besta! :)
Vonandi næ ég að birta eitthvað af þessum myndum seinna í dag/kvöld!
Athugasemdir
úú ég hlakka til að sjá :D
en var samt að fatta eitt núna sem þú mátt taka mynd af bara þegar þú hefur tíma..
Upper east side!!!! og góður plús ef blair og chuck verða inná einni mynd :D
Steinunn Erla (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 20:44
Hvar eru svo myndirnar :)
Ella Magga (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.