Betra seint en aldrei!

Jæja, hérna koma þá fyrstu myndirnar.

Eins og sést, þá tókst mér ekki að ná myndir af öllu á listanum, en hafið engar áhyggjur - þetta er svona verkefni „in progress“ og ég mun halda áfram þar til öllum myndum hefur verið náð.

Annars er það af mér að frétta að í dag lék ég í fyrsta skipti á „sviði“ fyrir framan Directing Actors bekkinn minn. Ég og Pei-Ju vinkona mín tókum 13 blaðsíðna langa senu úr leikritinu/kvikmyndinni The Shape of Things eftir Neil LaBute, og tókst ágætlega vel til. Ég var ekkert smá stressaður áður en við byrjuðum, enda hef ég ekki leikið á sviði síðan í, hvað, 1. bekk í grunnskóla, þegar ég var sögumaður í Þyrnirósu?

(Jú, ók .. svo komu meistaraverkin um Afa gamla, þar sem Atli Freyr lék afgreiðslukonu í rauðri dragt ... og já, líka Páls-Óskars-Eurovision-senan ógleymanlega ... og svo kannski líka dimmisjón „atriðin“ við útskriftina í MH ... tvisvar sinnum!)

Hvað um það. Þegar leiknum var lokið, þá komst ég að því að þetta var ekki jafn hryllilegt og ég hafði búist við. Jú, þetta var frekar scary á köflum og ég var mjög hræddur um að gleyma línunum mínum (þetta voru 13 - ÞRETTÁN! - blaðsíður) en ég var greinilega búinn að undirbúa mig vel, svo það var ekkert vandamál. Ég held samt að ég reyni að halda mig sem mest fyrir aftan myndavélina ... held að það sé frekar „my thing“ ...

Tisho kemur svo í heimsókn núna á föstudaginn svo ég fæ fleiri tækifæri til þess að túristast aðeins. Sem er mjög fínt, því það er engin lygi að maður býr liggur við í skólanum. Við erum bókstaflega alltaf þar. Ein stofan - 511 - sem er svona stór bíósalur/fyrirlestrarsalur - er sérstaklega skelfileg staðsetning og ég held að flest okkar séu komin með ógeð á henni, enda eyðum við sirkabát 119212 klukkutímum á viku þar. (Samt flott stofa og fínn staður :P)

Þegar hann kemur þá fæ ég frekari afsökun til að fara út og taka fleiri myndir, svo búist við fleiri öppdeitum á næstunni! :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með leiklistasigurinn! Bíð spenntur eftir fleiri myndum.

Steindór J. Erlingsson (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 06:12

2 identicon

halló elskan! Glimmer vill fá að sjá þig á sviði! Það væri yndislegt.. en þú vannst nú leiksigur í Trash aloud aldrei gleyma því þó það hafi ekki verið á sviði!

faðmlög til hins stóra eplis!

Bernie Mac (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband