RÚV kýs að fjalla ekki um stærsta Gay Pride frá upphafi í fréttaannáli

Merkilegir viðburðir sem RÚV fjallaði um í staðinn:

* Fjölskyldufaðir sem lýsir fæðingu barns síns eins og um íþróttafrétt væri að ræða

* Hórkarl hjá KSÍ sem eyddi milljónum í vændiskonur

* Icesave ad nauseam   

* Þjóðhátíð í Eyjum, sem hefur ekkert breyst í þúsund ár og þar sem hápunkturinn er stórglæpamaður 

En nei, stærstu Hinsegin dagar frá upphafi, sem færðu Reykjavíkurborg örugglega nokkrar milljónir í kassann (og örugglega aðeins meira en það) þóttu ekki nógu merkilegir fyrir þennan annál. 

Ekki það að þetta komi mikið á óvart. RÚV fjallaðiu heldur ekkert mikið um þetta í fréttunum í ágúst ...  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband