Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Til hamingju með afmælið, pabbi!

Þar sem faðir vor er orðinn 50 ára, þá er vel við hæfi að óska honum til hamingju!

En þar sem ég er ekki á landinu til að gera það í eigin persónu, þá datt mér í hug að nota tækninýjungar mér til aðstoðar.


Hvað er að gerast?

Smá update af lífinu og tilverunni:

* Gengur mjög vel í skólanum (þrátt fyrir mikla leti þegar kemur að heimalærdómi) og allir kúrsarnir þrír sem ég er að taka eru skemmtilegir. Þar má helst nefna "Adaptation"-kúrsinn minn, sem fókuserar á kvikmyndir sem eru skrifaðar upp úr bókum eða smásögum. Kennarinn er svo mikill bíónörd að það er yndislegt. Með mikla áherslu á nörd. Hún hefur mikið gaman af því að sýna brot úr myndum sem gerir það að verkum að 90 mínútna langir tímarnir eru mjög fljótir að líða. Skentlett.

* Ég horfði á Re-Animator í fyrsta skiptið núna um daginn. Af hverju ég var ekki búinn að horfa á þessa mynd áður er mér óskiljanlegt. Hún er ein af fáum hryllingsmyndum frá níunda áratugnum sem virkar ennþá í dag. Hún er bæði ógeðsleg og ógeðslega fyndin. Svona hundrað milljón sinnum betri en Return of the Living Dead eða From Beyond og denslags myndir.

* Og talandi um Re-Animator, þá er ég að skrifa ritgerð um smásöguna eftir H.P. Lovecraft og myndina hans Stuart Gordons. Mjög ólíkir hlutir hér á ferð. Mjög súr áhugaverð ritgerð.  

* Listinn yfir bestu músíkvídjó ársins 2007 er enn í bígerð (lesist: ég hef ekkert gert í honum ennþá). Núna er ég búinn að fá flottan HQ-fæl með Denial laginu þeirra Sugababes, svo ég get hafist handa innan skamms.

* Girls Aloud er nýbúnar að eyða ca. 100.000 pundum í vídjó fyrir lagið Can't Speak French. Hvert peningurinn fór getur enginn sagt. Hann fór a.m.k. ekki í vídjóið.

* Veronica Mars er ennþá snilld. 


Góð plata

41W0DAV2YAL._SS500_

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég veit að það ætti ekki að koma mér lengur á óvart, ekki eftir að hafa hlustað á hana svona þrjú þúsund sinnum, en platan Exile in Guyville með Liz Phair er einfaldlega ein af bestu plötum allra tíma.

For real.

Og hún virðist vera uppseld. A.m.k. á Amazon.com. 

Ég er ekki alveg viss hver valdi smáskífurnar af plötunni, en hérna eru þær báðar + meðfylgjandi vídjó. Bæði frábær lög (þau eru það öll), en kannski ekki "hittarar". Stærsti "hittarinn" af plötunni var samt lagið Fuck and Run sem, af augljósum ástæðum, fékk ekki mikla útvarpsspilun í Bandaríkjunum. En er samt ennþá lagið sem hún er þekkt fyrir. 

Stratford-On-Guy 

Never Said

 


Óguðlegur kuldi

Ég veit að það að tala eða skrifa um veðrið er ekki það skemmtilegasta sem maður gerir, en þegar það er svo kalt úti að maður getur einfaldlega ekki hugsað um annað en hversu kalt það er, þá verða svona færslur til.

Í dag er bara tíu stiga frost. Í gær var næstum því tuttugu og fimm stiga frost. Þessi kuldastig eru eyðileggjandi fyrir bæði líkama og sál. Ég ætla að vera inni það sem eftir er mánaðarins vikunnar.


The shame ...

 Og verðlaun fyrir ljótasta plakat ársins fær:

 

untraceable-a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

... sem ég er reyndar að fara að sjá í kvöld ... 


Þegar maður misskilur hlutina ...

Ég er ekki mikið að rétta upp hönd í sumum tímunum hérna til að svara spurningum, en í dag þegar kennarinn spurði bekkinn hvort þeir gætu tekið saman ljóðið Washing Day eftir Önnu Barbauld í einföldu máli, þá þurfti ég endilega að hreyfa mig eitthvað í stólnum svo hann benti á mig.

Að sjálfsögðu ákvað ég að svara eftir bestu getu og útskýrði hvernig ljóðið fjallaði í raun og veru um kynjabaráttu þar sem þvottadagar voru "mikilvægir" fyrir konur á meðan karlmenn voru keisarar og tæknifrömuðir. Ég útskýrði hvernig heimilsstörf voru ættgeng fyrir konur (sbr. amma Barbaulds og áhugi hennar sjálfrar á deginum sem barn) á meðan völd og stærri embætti voru ættgeng fyrir karla. Ég tók sem dæmi að sápukúlur Barbaulds væru lítils virði miðað við loftbelgi Mongolfier bræðranna.

En nei. Ég gerðist sekur um grófa oftúlkun. Ljóðið er í raun og veru satíra á það hversu alvarlega allir litu á þvottadaginn. Sápukúlurnar og loftbelgurinn áttu að tákna það hversu "uppi í loftinu" karlmenn væru; að þeir væru of uppteknir af eigin leikföngum. Núna verð ég þekktur sem oftúlkarinn í bekknum. Gæti verið verra.


Veronica Mars

Í gær byrjaði ég á þriðju seríunni af Veronicu Mars, a.k.a. bestu þáttaröð í heimi (fyrir utan ... slatta).

 Fyrir utan það hvað þetta eru frábærir, frábærir þættir, þá er það skemmtilegt að sjá hversu vel handritshöfundunum tekst að endurskapa "háskólalíf". Því núna er Veronica orðin stór og farin í háskóla. Fyrir utan góða veðrið í Kaliforníu, alla glæpina, morðin og nauðganirnar, og fyrir utan stærð herbergjanna, þá er háskólinn í Neptune ansi svipaður háskólanum mínum.

 

veronicamars

 


Lélegur hryllingur: Halloween 2007

Svo horfði ég líka á Halloween endurgerðina hans Rob Zombies. Vá hvað það var ömurleg mynd. Öööööömurleg.

Og það er ekki eins og ég líti á fyrstu Halloween myndina sem einhvern heilagan kaleik í kvikmyndaheiminum. Hún er góð; hún er mikilvæg í hryllingsmyndasögunni; hún skapaði einn eftirminnilegasta vondakall fyrr og síðar; en ég fíla hana ekkert sérstaklega mikið.

Af John Carpenter myndum þá fíla ég miklu meira seinni myndirnar hans. The Thing ... Big Trouble in Little China ... Prince of Darkness ... meira að segja The Fog og They Live eru myndir sem ég myndi miklu frekar horfa á í staðinn fyrir Halloween. Og af Halloween myndunum, þá er Halloween 4 myndin sem ég horfi hvað oftast á. Hún er líka eina framhaldsmyndin sem er eitthvað varið í.

Halloween 2007 er einfaldlega léleg mynd. Það er ekkert gott við hana. Hún er asnaleg og heimskuleg. Hún er augljós og illa gerð, ljót og leiðinleg. Allt sem gekk upp í fyrstu myndinni er asnalegt í þessari, vegna þess að Zombie hefur ekki hugmynd um hvað hann er að gera. Og allt sem hann bætir við ... maður verður að spyrja sig, til hvers? Til hvers?!

Öll "baksaga" Michael Myers er svo barnaleg og ósannfærandi að það er ótrúlegt. Hann býr hjá foreldrum sem blóta mikið og rífast. Honum er strítt í skólanum. Hann drepur ketti og mýs. Ergo, hann verður sálarlaus fjöldamorðingi. Miðað við það hversu langt Zombie gengur til að sýna fram á það hvernig Michael Myers var "skapaður" af ytri aðstæðum, þá er það hálf hlægilegt hversu ótrúverðugur hinn fullorðni Myers er miðað við unga Myers. Það er ekkert sem gerist í myndinni sem fær áhorfendurna til að trúa því að litli strákurinn sé svona illur (því hann er einfaldlega alltof kátur og hress í myndinni), svo þegar stóri vondi Myers birtist allt í einu eftir "15 árum síðar" titilinn, þá gæti hann allt eins verið allt önnur manneskja. Öll baksagan er tilgangslaus. (Sérstaklega atriðin með Frk. Zombie, Sheri Moon Zombie, að strippa ... !!!!)

Og ef Zombie ætlaði baksögunni að skapa einhverja samúð með eða búa til einhvern áhuga á Myers-persónunni í seinni hluta myndarinnar (sem er næstum því scene-by-scene endurgerð á upprunalegu myndinni), þá mistekst það algjörlega. Við höfum enga hugmynd um hvað það er sem drífur Myers áfram, þó svo það virðist vera eitt af aðalatriðum myndarinnar, og okkur er alveg sama. Þetta er Halloween mynd. Þær ganga út á eitt: Michael Myers drepur unglinga og er svo drepinn sjálfur. Svo hverfur líkið. Cue next sequel.

Unglingarnir sem Myers drepur í þessari mynd eru einstaklega pirrandi og illa leiknir. Það afskar samt ekki meðferðina sem þeir fá hjá Zombie. Nei, það er ekki nóg að drepa þessa leikara, heldur þurfa þeir líka að vera naktir og líða hrikalegar misþyrmingar sem geta ekki talist skemmtun á neinum mælikvarða. Þetta er það sem "torture-porn" undirgrein hryllingsmyndarinnar hefur fært okkur: Ljótar, leiðinlegar og einfaldlega óáhorfanlegar myndir.

Það versta við þetta allt saman er það að Zombie virðist vilja afsaka allt ofbeldið: "Það er ástæða fyrir þessu," öskra sum atriðin í myndinni. Fyrst drepur Myers bara fólk sem er leiðinlegt við hann eða kallar hann illum nöfnum. Svo drepur hann bara hvern sem er.

Ég veit ekki hvernig Rob Zombie tókst að púsla saman The Devil's Rejects - mynd sem var ekki bara vel gerð og skemmtileg, heldur innihélt margar senur sem voru allt að því íkónískar - en hann stígur stórt, asnalegt feilspor með þessari endurgerð. Og það er hálf írónískt að maðurinn sem sagði eftirfarandi um dýrar endurgerðir á ódýrum klassískum hryllingsmyndum (það er móðins í dag) skuli hafa skrifað og leikstýrt ekki bara verstu slíkri endurgerð, heldur líka þeirri sem sýnir það svart á hvítu hvernig nútíma kvikmyndagerðarmenn misskilja algjörlega bæði áhorfendur í dag og áhorfendur upprunalegu myndanna. Það var ekki mega-ofbeldi og pseudo-sálfræði sem gerði Halloween að metsölumynd árið 1978, og það virkar heldur ekki í dag.

"I feel it's the worst thing any filmmaker can do. I actually got a call from my agent and they asked me if I wanted to be involved with the remake of Chain Saw. I said no fucking way! Those movies are perfect - you're only going to make yourself look like an asshole by remaking them. Go remake something that's a piece of shit and make it good. Like with my movie (House of 1000 Corpses) I have elements of Chain Saw in it because I love that movie so much, but I wouldn't dare want to "remake" it. It's like a band trying to be another band. You can sound like The Beatles, but you can't be The Beatles." - Rob Zombie, hálfviti. 


Amicus hryllingur

Glöggir tóku kannski eftir því að ég horfði á Amicus antólógíuna Asylum (hohoho) um daginn, og þakka ég útsölu hjá Barnes & Noble það, því þeir voru að selja svona Amicus box á 30 dollara; þrjár myndir á tíu dollara. Yes prease. 

Fyrir þá sem þekkja ekki til, þá eru Amicus myndirnar svona eins og litla, ódýra systir Hammer-veldisins. Mjög svipaðar myndir; oftar en ekki "period"-myndir með fallegum ungum konum og ljótum gömlum köllum eins og Peter Cushing og Herbert Lom, sem hljóta að hafa haft EKKERT að gera á Amicus-árunum því þeir leika bókstaflega í öllum myndunum. Yfirleitt er eitthvað yfirnáttúrulegt á seyði í þessum myndum; draugagangur, varúlfar, vampírur, o.s.frv. Þær eru frekar blóðlitlar, en útlitið er skemmtilegt og leikararnir skemmta sér vel í ofleik sínum. 

Asylum var skemmtileg, en ekkert mikið merkilegri en það (minnti mig samt á Modest Mussorgsky - akkuru er ég ekki búinn að eigna mér tónlist eftir hann?), en næsta myndin sem fylgdi með í Amicus-boxinu var And Now the Screaming Starts!, sem er örugglega besti titill á hryllingsmynd sem fundinn hefur verið upp. Þar koma saman versta leikkona í heimi Stephanie Beacham, Peter Cushing og Herbert Lom, ásamt öðrum góðum, og öskra mikið saman. Þessi mynd er einnig áhugvarð fyrir þær sakir að hún var einu sinni til í risa-vídjóskápnum heima hjá Atla Frey og varð svona "stuff-of-legend"; titilinn var í fyrsta lagi nóg til að hræða unga áhrifagjarna drengi, og svo prófaði Atli einhvern tímann að setja hana í tækið og sá þá einhverja miður fallega senu, svo myndin var dæmd óáhorfanleg og viðbjóðsleg í kjölfarið. Ég hef aldrei gleymt henni síðan. Plottið er einum of flókið til að fara út í hér, eins og virðist vera venjan með þessar Amicus myndir. Þær eru allar meira og minna drauga-útgáfa af klassísku "whodunit" sögunni; einn geðsjúklingurinn er í raun yfirlæknir geðsjúkrahússins! Hver er hann?!; ein persónan er í raun og veru varúlfurinn ógurlegi! Hver?!; af hverju sér Stephanie Beacham fátæka vinnumanninn í garðinum alltaf augn-og handlausann í speglinum?! But why, indeed!

Þetta eru skemmtilegar myndir, en ekkert sérstaklega góðar. Sú besta sem ég hef séð hingað til var The House that Dripped Blood, sem var líka antólógía sem fjallaði um ýmsa íbúa draugahúss og hvernig fór fyrir þeim á endan. Það var frekar óhugnaleg mynd, satt skal segja. Ég er ekki enn búinn að horfa á síðustu myndina í boxinu - The Beast Must Die, en miðað við það hvað Peter Cushing er hrikalega svalur á coverinu, þá getur hún ekki verið annað en æðisleg. 

The Beast Must Die 


Þetta er uppáhaldslagið mitt í augnablikinu ...

... þetta og svona 10 önnur af plötunum Want 1 og Want 2 með Rufus Wainwright.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband