Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Ef þið eruð háð ...
5.6.2008 | 12:18
... PerezHilton.com, eins og ég, þá er afskaplega hættulegt að fara ekki inn á síðuna hans í nokkra daga. Ég var t.d. að renna yfir allt sem ég hef misst af síðustu þrjá, fjóra dagana ... 20 síður aftur í tímann ... 2 klukkutímar af lífi mínu.
En sorglegt. En sorglegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Rauðkál
5.6.2008 | 11:03
Er til sú fæða sem batnar ekki með rauðkáli?
Það held ég ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kominn heim
3.6.2008 | 14:33
Ef þið eruð ekki enn búin að sjá mig, þá get ég a.m.k. látið ykkur vita að ég er kominn heim. Lenti á fimmtudaginn og flutti svo aftur á Fálkagötuna á laugardaginn!
Mjög gaman að vera kominn aftur þó svo maður sé strax farinn að sakna hinna og þessa úr Bandaríkjunum.
En endilega kíkið í heimsókn eða látið heyra í ykkur (ef ykkur langar .. ef þið munið ennþá eftir mér :p)! Ég verð meira og minna heima á alla daga í sumar, að skrifa BA-ritgerð og svoleiðis! :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)