Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Night of the Broken Toe

Nei, hún brotnaði reyndar ekki, en hún er samt blá og marin. Ég lenti í þeim óskemmtilegu aðstæðum í gær að stór, þungur staur datt beint ofan á tána mína og ég hef verið hálf-haltrandi síðan þá. Ég tek glaður á móti öllum samúðarkveðjum.

Eins og sjá má, þá er afskaplega langt síðan ég skrifaði hérna síðast, en það er allt svokallaðri BA-ritgerð að kenna. Mér tókst að klára og skila á réttum tíma (nokkrum dögum fyrr, meira að segja) og hef verið í hálfgerðu spennufalli síðan. Svo fékk ég einkunnina fyrir ritgerðina núna í fyrradag og hún var 9, sem eru mikil gleðitíðindi!

Ég hef eytt deginum í dag fagnandi með því að baka brauð og taka til í íbúðinni minni. Mikið stuð! Svo verður kannski eitthvað meira og skemmtilegra gert í kvöld á Q-bars "balli" með Birnu og Evu a.k.a. DJ-Glimmer (kannski með special guest appearance by yours truly!)

Nú þegar háskólagöngu minni er (ó)formlega lokið í bili, þá veit ég varla hvað ég á að gera við tímann. Ég held ég gerist bara snillingur í bakstri og prjónaskap (það er orðið svo kalt að maður verður að eiga eitthvað úr lopa) og horfi þess á milli á alla sjónvarpsþættina sem ég hef verið latur við að fylgjast með síðustu ár. Trúiði því að ég er ennþá ekki búinn með aðra seríu af Desperate Housewives og er bara kominn á þátt 16 af fyrstu seríu Heroes? Ég þarf að taka mig á ... Kannski ég skrifi eitthvað meir hér líka, enda óumdeilanlega spennandi tilvera sem bíður mín næstu vikur og mánuði!

Að lokum vil ég mæla með því að allir taki sig til og horfi á Oliver Stone myndirnar JFK og Nixon, svona back-to-back, til þess að gíra sig upp fyrir nýjustu forsetamyndina hans, W, um George W. Bush. Ef marka má nýja trailerinn fyrir hana þá er W eins konar gamansamur lokapunktur í "þríleik" þar sem JFK var spennumynd og Nixon epísk tragedía. JFK hefur lengi verið ein af mínum uppáhaldsmyndum, en Nixon er lítið verri og eiginlega stórkostlega góð!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband