Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Besta Girls Aloud smáskífa síðan ... nei, bíddu ...
13.1.2009 | 20:50
Ég veit ekki af hverju, en B-hliðin á nýjustu smáskífu Girls Aloud, The Loving Kind, er svona tuttugu sinnum betri en lagið sem það á að fylgja.
B-hliðin kallast Memory of You en hét víst einu sinni Japan, sem þýðir að lagið er fjarskyldur ættingi lagsins Singapore sem var líka stórgóð B-hlið stelpnanna knáu.
Þó svo það virðist ótrúlegt að einhver skuli vera svo tregur að setja ekki lag eins ótrúlega gott og Memory of You á sjálfa breiðskífuna, þá skil ég þessa ákvörðun að sumu leyti.
Í fyrsta lagi, þá hefði Memory of You smellpassað á Tangled Up plötuna sem var smá myrk og edgy og voða stílíseruð. Hins vegar er nýja Out of Control platan rosalega villt og skemmtileg og quirky. Ég vona að lagið hafi verið samið eftir Tangled Up, því annars er búið að kasta á glæ besta laginu sem komst aldrei á þá plötu og skella því saman með ansi annarsflokks smáskífu sveitarinnar. Svoleiðis gerir maður ekki.
Hins vegar eiga stelpurnar það til að gefa út frábærar B-hliðar öðru hverju. Androgynous Girls ... Hoxton Heroes ... Dog Without A Bone ... Kannski er þetta hluti af óumflýjanlegum og væntanlegum heimsyfirráðum Girls Aloud; áætlun sem við mannfólkið skiljum ekki enn en gegnir samt mikilvægum tilgangi í stóru myndinni. (þ.e. THE BIG PICTURE).
ps. Það skal tekið fram að þrátt fyrir að því er virðist neikvæða umfjöllun um aðalsmáskífuna, The Loving Kind, þá finnst mér það lag stórgott. Sérstkalega í smáskífuversjóninni. Og sérstaklega þegar horft er á myndbandið með. En það er langt, langt, langt frá því að vera eins gott og Memory of You, því miður.
Brjálæði | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)