Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

RÚV kýs að fjalla ekki um stærsta Gay Pride frá upphafi í fréttaannáli

Merkilegir viðburðir sem RÚV fjallaði um í staðinn:

* Fjölskyldufaðir sem lýsir fæðingu barns síns eins og um íþróttafrétt væri að ræða

* Hórkarl hjá KSÍ sem eyddi milljónum í vændiskonur

* Icesave ad nauseam   

* Þjóðhátíð í Eyjum, sem hefur ekkert breyst í þúsund ár og þar sem hápunkturinn er stórglæpamaður 

En nei, stærstu Hinsegin dagar frá upphafi, sem færðu Reykjavíkurborg örugglega nokkrar milljónir í kassann (og örugglega aðeins meira en það) þóttu ekki nógu merkilegir fyrir þennan annál. 

Ekki það að þetta komi mikið á óvart. RÚV fjallaðiu heldur ekkert mikið um þetta í fréttunum í ágúst ...  


Áramótaheit

Jæja, á maður enn einu sinni að þykjast ætla að gera áramótaheit um að halda þessu bloggi lifandi næstu mánuði?

Já, ég held það barasta. Við sjáum svo bara hvernig gengur. Kannski kemur andinn oftar yfir mig á næsta ári. Og þá meina ég ekki vínandinn.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband