Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Hugleiðingar um Óskarinn 2009
24.2.2009 | 21:37
Það sem máli skiptir:
1. Danny Boyle vann
2. Sophia Loren er ennþá fabú
3. Einhver (í þetta skiptið Sean Penn) fékk að halda tilfinningaþrungna, pólitíska ræðu sem tengdist beinlínis myndinni sem hann vann verðlaunin fyrir.
Annað:
* Hugh Jackman tókst vel til.
* Beyonce stal senunni.
* Baz Luhrmann var ekki að fíla sitt hlutverk í sjóinu.
* SJP er með kryppu og er óþolandi.
* Jennifer Aniston hlýtur að hafa liðið illa uppi á sviði að kynna barnalegustu verðlaunin ásamt Jack Black á meðan gullparið Brangelina sat á fremsta bekk með græna demanta og nýfægð Colgatebrosin on display.
* Christopher Walken er orðinn gaaaamall. :(
* Meryl Streep er að taka við hlutverki Jack Nicholson sem svona omnipresent gamalmenni. Nema hvað að hún er ennþá sæt og æði. Hann er líka æði reyndar ... ji.
Það sem skipti engu máli:
* The Curious Case of Benjamin Button.
Conundrum
24.2.2009 | 21:27
Nú þegar maður er nýbúinn að sækja sér nýjustu útgáfuna af Firefox, komplett með íslensku viðmóti og alles, hvað á maður þá að gera þegar Apple kynnir til leiks nýjustu útgáfuna af Safari?
Ég þori varla að prófa hana. Ég er svo sáttur við nýja Firefox og allar skemmtilegu viðbæturnar sem ég er búinn að sækja mér. Ég er að spá í að kjósa blissful ignorance þegar kemur að Safari og sækja ekki nýju útgáfuna.
A.m.k. ekki fyrr en um helgina.
Apple | Breytt 25.2.2009 kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
OMFG!
20.2.2009 | 19:24
Ésús.
Ok.
Í fyrsta lagi: Kylie Minogue kynnti þær. THE KYLIE!
Í öðru lagi: Sjáiði þetta intró? Sjáiði Kimberley að kíkja bakvið tjöldin?
OMFG.
Stelpurnar í Girls Aloud komu, sáu og stórsigruðu á Brits verðlaunaafhendingunni um daginn. Þær voru að vísu bara tilnefndar til tveggja verðlauna og unnu því miður bara önnur verðlaunin - fyrir bestu smáskífu ársins: The Promise. (Hin tilnefningin var fyrir bestu hljómsveit ársins).
The Promise er lag sem er ómögulegt að ná út úr hausnum á sér eftir svo lítið sem eina hlustun. Og svo er eins og það verði betra og betra í hvert skipti sem maður hlustar á það. Mér, t.d., þótti lagið ekkert sérstaklega merkilegt þegar ég heyrði það fyrst - fannst það ágætt og skemmtilegt, en alls ekkert spes þannig séð - en samt sem áður hefur því tekist að klifra upp iTunes Top 25 listann minn á metrahaða (er nr. 11 með 113 spilanir, og þar eru ekki með taldar spilanir á album version útgáfunni, sem eru 29 talsins!).
Hvað um það. Þótt þær hafi sigrað fyrir besta lag þá lá stærsti sigurinn í flutningi þeirra á þessu lagi sama kvöld. Þær nýttu tækifærið til þess að koma fram í fyrsta skipti á þessum virti verðlaunum mjög vel og hreinlega rústuðu allri mögulegri samkeppni. Atriðið þeirra var STÓRKOSTLEGT! Ég meina, intróið og umgjörðin eru svo yfirdrifið yndisleg að það er ekki annað hægt en að brosa! Og ég vil ekkert heyra um sönginn. Sjáið bara Kimberley bak við gulltjöldin í byrjuninni!! Er það ekki nóg fyrir ykkur?
Og já, The Promise er nú opinberlega búið að taka við toppsætinu af I Said Never Again (But Here We Are) fyrir bestu notkun á 1-2-3-4! byrjun. Heyr heyr og til hamingju!
ps. fylgjið þessum link og smellið á watch in high-quality ef þið viljið njóta stríðnissvips Kimbu til fullnustu!
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fólk er fífl, pt. 1
14.2.2009 | 02:56
Kæru lesendur,
einhvern tímann á lífsleiðinni hafið þið án efa hugsað með ykkur að fólk sé fífl, einhverra hluta vegna. Kannski ekki í svo mörgum orðum, kannski ekki á svona grófan hátt, en ég leyfi mér að fullyrða að inntak merkingarinnar hafi verið keimlíkt hjá all flestum.
Lesendur góðir, þið eruð ekki einir. Ég, einnig, hef hugsað á svipaðan hátt. Efnistök þessa pistils, sem og þeirra sem honum munu fylgja, eru tileinkuð þessum tilfellum þegar okkur finnst, einfaldlega, fólk vera fífl.
Við byrjum á kvikmyndasýningu í Laugarásbíói.
Myndin sem um ræðir er My Bloody Valentine 3D, endurgerð samnefndrar myndar (sans 3D) frá 1981. Sú er kanadísk, nokkuð óþekkt, og ekkert sérstaklega merkileg nema horft sé á hana óklippta.
Svona er söguþræðinum lýst á imdb.com:
Tom returns to his hometown on the tenth anniversary of the Valentine's night massacre that claimed the lives of 22 people. Instead of a homecoming, however, Tom finds himself suspected of committing the murders, and it seems like his old flame is the only one will believes he's innocent.
Þetta á sér allt stað í nýtísklulegri þrívídd.
Nú, til að byrja með, hver sá sem fer á þessa mynd, þessa endurgerð, í þeim tilgangi að upplifa eitthvert kvikmyndakonfekt hlýtur að vera fífl. Ég meina, er einhver á okkar tímum, post-Scream og allt sem þeirri mynd fylgdi, sem horfir á unglingahryllingsmyndir og býst við því að þær séu góðar? Í alvörunni góðar? Ég meina, til er fólk eins og ég sem hefur lúmskt gaman af þessari tegund kvikmynda en af allt öðrum ástæðum en flest fólk sem leggur leið sína í kvikmyndahús.
Til þess að orða þetta einfaldar: maður fer ekki á mynd eins og My Bloody Valentine 3D til þess að sjá eitthvað gott. Maður fer vegna þess að mann langar til að sjá blóðsúthellingar í þrívídd. Punktur.
Víkjum þá aftur að umræddu kvikmyndahúsi á umræddri sýningu. Ímyndum okkur að við séum að horfa á þessa mynd, og að við höfum svona la-la gaman af henni því hún er alls ekki leiðinleg en heldur alls ekkert góð, og að allt í einu fari gaurarnir tveir sem sitja fyrir aftan mann að tala um hversu léleg myndin er.
Þetta í sjálfu sér er ekkert ófyrirgefanlegt, enda eru þeir bara að segja það sem allir eru að hugsa: myndin er léleg. En þeim nægir ekki að segja það upphátt, heldur verða þeir að ræða það líka af hverju myndin er léleg. Leikurinn, til dæmis, er þeim ekki að skapi og þeir minnast á það (nokkrum sinnum) að leikhópurinn þurfi ekki að halda í sér andanum þegar kemur að afhendingu Óskarsverðlaunanna í mánuðinum. Ha-ha.
Ég get alveg ímyndað mér þá fyrir aftan mig á nýju endurgerðinni á Friday the 13th, að ræða hversu léleg nýja myndin er miðað við yfirburðar kvikmyndalistina sem bar fyrir augu í þeirri upprunalegu.
EPIC FAIL.
Þér finna sig einnig knúna til að ýkja hlátur í hvert skipti sem eitthvað hallærislegt gerist (hallærislegt í merkingunni eitthvað sem gerist vanalega í hryllingsmyndum; fólk sem deyr á sóðalegan hátt; fólk sem tekur vitlausar ákvarðanir; o.s.frv., o.s.frv.) Eftir mjög stuttan tíma er þetta orðið óþolandi og þá verður manni kannski spurn:
Hvort er hlægilegra: a) spaugilega léleg unglingahryllingsmynd eða, b) gaurarnir tveir sem borguðu sig inn á sömu mynd (sem heitir My Bloody Valentine 3D) og borguðu ekki bara almennt gjald heldur heilar 1200 kr. fyrir afnot af þrívíddargleraugum og sitja svo og telja sig gera gáfulegt grín að myndinni með því að kommenta á það sem fram fer á meðan kvikmyndagerðarmennirnir græða milljónir dollara (a.m.k. 50 milljónir enn sem komið er) á viðskiptum m.a. þeirra? Ég minni á að myndin sem þeir borguðu sig inn á heitir My Bloody Valentine 3D.
Vísbending: SVARIÐ ER EKKI VALMÖGULEIKI A).
Um myndina sjálfa er hægt að segja það að hún er ekki jafn góð og upprunalega kanadíska myndin, sem var sjálf ekkert sérstaklega góð hvort eð er. Þrívíddartæknin, hins vegar, er merkileg og kemur á óvart. Manni finnst maður vera að horfa á, ja, veruleikann en ekki flatt tjald. Það tók þó langan tíma að venjast gleraugunum og ég er ekki einu sinni viss um að mér hafi tekist að venjast þeim fullkomlega. Tæknin er sannarlega flott en það á enn eftir að laga hitt og þetta.
Ef það er satt sem ég heyri, að þar sem tæknin er fullkomnust þá þurfi maður engin gleraugu heldur sjá vel staðsettir myndvarpar um að skapa þrívíddina beint fyrir augum manns, þá hlakka ég til að sjá slíka tækni hér á landi!
Fólk er fífl | Breytt s.d. kl. 03:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þegar maður nennir ekki að blogga skrifar maður lista
7.2.2009 | 11:32
Síðustu daga hef ég gert fátt annað en að horfa á óháðar hryllingsmyndir, fokdýrar Hollywood myndir, stundað atvinnuleit af miklum eldmóð og tapað í pöbb-quizzum.
Meðal hápunkta þessara daga:
* Atvinnuleitin tókst það vel að ég fékk vinnu! Veió!
* Tókst að tryggja mér tvö DJ gigg á næstu dögum (14. feb og 20. mars! MARK YOUR CALENDAR!)
* Slumdog Millionaire er með betri myndum sem ég hef séð lengi.
* Valkyrie er með betri Tom Cruise myndum sem ég hef séð lengi (þetta er í sjálfu sér ekki mikið hrós, en hún var samt góð).
* Faye Dunaway er ÓTRÚLEG leikkona. Mommie Dearest er ógleymanleg mynd ... ji, ég veit ekki hvar ég á að byrja.
* Ég fékk nýja og góða hátalara á spottprís á útsölu hjá BT.
* Jamie Blanks, leikstjóri uppáhaldslélegumyndarinnar minnar (Valentine), fór aftur heim til Ástralíu eftir að Valentine floppaði stórt og gerði ódýra mynd sem heitir Storm Warning. Sú mynd er yndislega ógeðsleg og skemmtileg.
* Kláraði The Dead Zone (mjög mjög góð) og byrjaði að lesa Yosoy eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur (góð, enn sem komið er).
Meh-hlutar þessara daga:
* Sá óháðu myndina Donkey Punch (meh).
* Sá óháðu myndina Right at Your Door (meh, deilt með fimm, sinnum 0 = 0).
* Fékk aftur æði fyrir Sugababes eftir nokkrar vikur af stanslausu Girls Aloud áreiti.
Nadir:
* Sá fokdýru Hollywood myndina Confessions of a Teenage Drama Queen með LezLo Bihan í aðalhlutverki. Sjaldan hef ég séð jafn hryllilega mynd. Jesús, ég hélt ég myndi fá flog. Og ég FÍLA LezLo! Ég vona að SaMAN hafi áhrif á hana til hins betra ...
* The Black Cherries TÖPUÐU (já TÖPUÐU) Pöbb-Quizzi Q-Bars eftir tveggja vikna óbrotna sigurgöngu. VIÐ MUNUM MÆTA TVÍEFLD Í NÆSTU VIKU, SJÁIÐ BARA TIL!
Merkilegir atburðir | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lagalistinn
7.2.2009 | 10:55
Það er búið að vera mikið vandamál fyrir mig að velja lög í lagalistann síðustu daga, einfaldlega vegna þess að ég er búinn að hlusta á svo einhæfa tónlist upp á síðkastið. Ég ákvað því að hætta við að velja eitthvað flott og setja frekar inn það sem ég hef verið að hlusta á í raun og veru: Sugababes!
Og ekki bara einhverjum Sugababes lögum, heldur óútgefnum albúmslögum sem eru annað hvort mid-tempó eða ballöður! Áhugavert, ekki satt? (Nei - Heimurinn).
Ace Reject - Óumdeilanlega besta Sugababes lag allra tíma. Samið (að sjálfsögðu) af hinu ótrúlega Xenomania gengi, sem hefur einhvern veginn lag á því að semja tónlist sem við fyrstu hlustun vekur athygli fyrir að hljóma ólíkt öllu öðru sem maður hefur heyrt, en um leið og maður hlustar aftur þá er maður meira og minna hooked. Textinn í þessu brjálæðislega góða lagi er líka einhvers konar blanda af ljóðrænni popp-lýrík og svo nútímalegum vísunum (had to erase all your messages), sem gerir það að verkum að lagið er nútímalegt en samt sem áður tímalaust á sama tíma.
Eins og með flest bestu Xenomania-lögin, þá er uppbyggingin á þessu virkilega furðuleg, og það er varla hægt að segja hvar versin enda og viðlögin byrja.
Caught in a Moment - Ókei, það var smá lygi að segja að þetta væru allt óútgefin lög. Caught in a Moment er t.a.m. eitt af vinsælli lögum stelpnanna og af plötunni Three (eins og öll hin lögin hérna, nema Ace). Það er bara svo flooooootttttttt! Ef það yrði haldinn ballöðukeppni milli smáskífanna þeirra Sugababes, þá yrðu annað hvort Caught in a Moment eða Stronger (af Angels With Dirty Faces) sigurvegararnir. Persónulega myndi ég velja Caught, því raddirnar þeirra eru svo ótrúlega fallegar í því lagi.
Og svo eru lokaharmóníurnar í Caught (ooooh-ooooh-oooohs) flottari en í Stronger (oo-oh-oo-ooh-oo-wo-oh).
Conversation's Over - Ég rambaði óvart á þetta lag einhvern tímann fyrir nokkrum árum og fékk það á heilann. It's still there ...
Twisted - Hérna er hin hliðin á Xenomania-peningnum. Við hliðina á hverri einustu súper-pródúseruðu tilraunaflækju (eins og Ace Reject eða Biology með Girls Aloud, t.d.) stendur yndislega einfalt en samt sem áður skemmtilegt lag. Twisted er gott dæmi um svoleiðis lag sem liðið gaf Sugababes. Hérna er pródúksjónin strípuð niður í frekar einföld hljóðfæri og straightforward uppbyggingu. Samt voða voða flott.
We Could Have it All - Fyrstu 20 sekúndurnar af þessu lagi eru svo svalar. Og lagið er líka flott. Þetta er lagið sem ég gleymi alltaf að Sugababes hafi gert. En um leið er það eitt af þeirra flottustu lögum.
Fyrir þá sem hafa áhuga, þá eru fyrir ofan linkar af stelpunum að syngja Caught in a Moment, Stronger og Conversation's Over live. Mjög, mjög flott, sérstaklega fyrri tvö lögin. Hins vegar klúðrar Heidi sínum kafla í Conversation's Over all hrikalega, en hún brosir svo fallega í staðinn að maður fyrirgefur henni. :D
Lagalistinn | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)