Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Lagalistinn
7.3.2009 | 19:35
Hvað er ég að hlusta mest á þessa dagana?
Beyoncé Knowles - Beautiful Nightmare (Sweet Dreams) - Nýjasta platan hennar Beyoncé er mjög mjög misgóð. Fyrir hvert meistaraverk er annað leiðinlegt og tilgangslaust lag. Sweet Dreams (sem er á Sasha-Fierce-dansdisknum) er með betri lögunum, en mér fannst lagið samt langbest í upprunalegri útgáfu sinni, þegar það hét einfaldlega Beautiful Nightmare.
The Bird and the Bee - Love Letter to Japan - Ég heyrði fyrst í The Bird and the Bee þegar þau gáfu út lagið Again and Again árið 2007 (held ég) og var meira en lítið hrifinn. Núna er komin út ný plata og þetta lag er alveg einstaklega skemmtilegt og catchy. Meira frá þeim, prease.
Erik Hassle - Hurtful - Það er ekki oft sem ég fæ lög á heilann sem eru sungin af karlssöngvara. Ég held að síðast hafi það gert þegar ég fann á netinu Confusion Girl með Frankmusik (sem er farinn að verða hip og kúl í þeim hópum sem telja sig vita eitthvað um slíkt). En þetta lag er æði. Voða skemmtilega sorglegt.
Girls Aloud - Nobody But You - Já vá, surprise surprise, Girls Aloud lag hérna! Þetta er B-skífa frá 2006 og, eins og með svo margar aðrar B-skífur þeirra, skil ég ekki alveg hvers vegna þetta var ekki gefið út eitt og sér. Sigh.
Röyksopp feat. Robyn - The Girl and the Robot - Vélmenni virðast ætla að verða hip-trendið í tónlist árið 2009; fyrst með þessu geðsjúka lagi með þessu skandinavíska hæfileikafólki og svo eru stelpurnar í Girls Aloud að fara að gefa bráðlega út 7 mínútna langa smáskífuna Untouchable sem inniheldur mjög áberandi skírskotun í róbóta. Og bæði lögin eru frábær. Og bæði eiga eftir að verða vinsæl.
(Smellið á nöfnin á lögunum til að sjá vídjó, ef þau eru á annað borð til!)
Er þetta Kreppunni að þakka?
5.3.2009 | 18:46
Sumir vilja meina að eitt af því góða sem Kreppan hefur haft í för með sér, sé vinalegra viðmót landans. Ég á nú alveg eftir að sjá slík dæmi í verki til þess að geta sammælst þessari hugmynd, en eitt er þó víst að Apple á Íslandi er búið að ráða til sín nýja PR-manneskju sem er talsvert vinalegri en áður hefur þekkst.
Nýjasti fjöldapósturinn frá þeim var barasta skemmtilegur. Og fyndinn. Og mann langaði næstum því til að gleyma allri stirðbusalegri þjónustunni sem maður hefur þurft að sæta frá þessu fyrirtæki hingað til.
Þar sem ég elska Apple og allt sem það góða fyrirtæki skapar, þá finnst mér það nokkuð gott að útibúið á Íslandi skuli vera að lappa upp á ímynd sína. Verðin, þó svo þau séu enn há, eru heldur ekki eins hryllilega óyfirstíganleg og þau hafa oft virtst vera. Nýji iMakkinn kostar t.a.m. aðeins tæpar 250.000 kr.
Oh hvað mig langar í!!!
Apple | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)